Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 28
Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Í hefðbundnu árferði væri á þess- um tíma haldið svokallað júbil- antaball þar sem allir afmæl- isárgangar eru boðaðir til veisluhalda ásamt nýstúdentum úr Menntaskólanum í Reykjavík. Vegna samkomutakmarkana varð ekkert af því en bekkur sem út- skrifaðist af máladeild MR 1971 ákvað að taka málið í sínar hendur og halda upp á 50 ára stúdents- afmælið sitt með innliti í gamla skólann og svo snæða kvöldverð saman á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Bekkurinn sem hittist var kvennabekkur og mætingin var góð. Þær skipuðu annan tveggja bekkja á nýmálabraut en hinn bekkurinn var einungis skipaður strákum. Hefur þessi aðgreining- arstefna breyst með tímanum og í dag er einmitt leitast við að hafa sem jöfnust kynjahlutföll í bekkj- um ef það er mögulegt. Guðlaug Jónsdóttir er meðal þeirra sem stóðu að því að skipu- leggja endurfundina. Hún segir að hluti hópsins hafi haldið tengslum með reglulegum hittingum í gegn- um saumaklúbb en aðrar hafi varla hist frá því að þær útskrifuðust. Því var um nóg að ræða varðandi hvað hafði á daga þeirra drifið síð- astliðin 50 ár, eða frá því að þær veifuðu hvítu kollunum á vorkvöldi í miðbænum Man vel eftir árunum í MR „Ég man eftir því að þegar við útskrifuðumst þá var júbilantaball og mér fundust 50 ára stúdent- arnir vera fólk með annan fótinn í gröfinni, við erum nú sjötugar og allar í fullu fjöri,“ segir Guðlaug en bætir við að eflaust þætti tvítugu fólki í dag þær vera eldgamlar. Guðlaug segist muna eftir ár- unum í MR líkt og þau hafi gerst í gær. Góður andi hafi verið í bekknum og skemmtilegar stelpur. Hún minnist þess að bekkurinn þeirra hafi stundum verið upp- nefndur flugfreyjubekkurinn. Átti með því að gefa í skyn að stelpur á málabraut hefðu takmarkaðan metnað. Það var þó aðeins ein úr hópnum sem gerðist flugfreyja. Margar leiddust út í kennslustörf eða leið- sögn. Þá eru einnig í hópnum sjúkraþjálfarar, lífeindafræðingur og læknir. Konurnar útskrifuðust árið 1971 en það var stuttu eftir stúd- entaóeirðirnar sem byrjuðu 1968 og settu svip sinn á tíðarandann og skólalífið. Guðlaug minnist þess þó ekki að í MR hafi borið mikið á þessu, það hafi hins vegar verið meira um „hippa“ í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Í MR var þó talsvert um skáld sem báru þann titil með mismikilli rentu að sögn Guðlaugar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kátar Bekkurinn sem hittist var kvennabekkur. Konurnar skipuðu annan tveggja bekkja á nýmálabraut. Fimmtíu ára stúdínur frá MR í fullu fjöri - Ekkert júbilantaball í ár - Uppnefndar flugfreyjubekkurinn Morgunblaðið/Sverrir MR Konurnar útskrifuðust frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 167. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valsmenn sigruðu Hauka, 32:29, í fyrri úrslitaleik lið- anna um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik og fara því með þriggja marka forskot í seinni leikinn sem fram fer á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Þar þurfa Haukar að vinna með minnst þriggja marka mun til að verða Íslandsmeistarar 2021. »23 Valsmenn fara með þriggja marka forskot í seinni úrslitaleikinn ÍÞRÓTTIR MENNING Jazzklúbburinn Múlinn hefur sumardagskrá sína í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20, með hátíðartón- leikum til heiðurs Jóni Múla Árnasyni sem var þekktur fyrir kynningar sínar á djasstónlist í út- varpinu auk þess að semja ógrynni laga sem fyrir löngu hafa skipað stóran sess í íslenskri þjóðarsál. Meðal þeirra sem koma fram í kvöld og leika lög hans eru: Agnar Már Magnússon, Ásgeir J. Ásgeirsson, Erik Qvick, Eyþór Gunnarsson, Haukur Gröndal, Hilmar Jensson, Ingibjörg Elsa Turchi, Magnús Trygvason Eliassen, Matthías M.D. Hemstock, Ólafur Jónsson, Óskar Guðjónsson, Sara Mjöll Magnúsdóttir, Samúel J. Samúlesson, Snorri Sigurðarson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Þorgrímur Jónsson. 100 ára fæðingarafmæli fagnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.