Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
30 ára Þorgeir ólst
upp í Kópavogi en býr
nú í Garðabæ. Hann
starfar á Stöð 2 sport
sem tæknimaður og
vinnur við útsendingar
og stúdíóþætti og núna
er EM í fullum gangi.
Þorgeir starfar einnig á RÚV og var einn-
ig með hlaðvarp á Kjarnanum en það er
einnig eitt af hans helstu áhugamálum
ásamt íþróttum og tónlist.
Maki: Sara Karlsdóttir Andreassen, f.
1994, stjórnmálafræðingur og starfar hjá
Menntasjóði námsmanna.
Sonur: Logi Karl, f. 2020.
Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir leik-
skólakennari, f. 1965, og Ómar Logi
Gíslason, f. 1958, d. 2009.
Þorgeir
Logason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það eru miklar líkur á einhvers kon-
ar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag.
Ekki láta það eyðileggja fyrir þér daginn þó
eitthvað smávegis bjátar á.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er nú einu sinni svo að stundum
þarf að gera fleira en gott þykir. Vertu til
staðar til að liðsinna þeim sem þurfa á að-
stoð þinni að halda.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt að geta glaðst yfir vel-
gengni annarra. Mundu að einu sinni stóðst
þú í þeirra sporum og varst þá þakklátur
þeim, sem réttu þér hjálparhönd.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú vilt að hlutirnir gangi sinn vana-
gang í dag og gætir því átt það til að sýna
einhverjum óþolinmæði. Leitaðu þér lækn-
inga ef einhver heilsuvandamál koma upp.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þér berast til eyrna áhugaverð leynd-
armál í dag. Veittu mótspyrnu og varastu
tungulipurt fólk sem ekki ber hag þinn fyrir
brjósti.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það væri ákaflega misráðið af þér að
byrja á nýju verkefni áður en þú hefur lokið
við það sem þú vinnur að nú. Málið er að
skilja hafrana frá sauðunum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er eitt og annað sem þú hefur látið
sitja á hakanum, en verður nú að ganga frá.
Láttu ekki óþolinmæði hafa yfirhöndina.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þótt meðalhófið sé vandratað
er það oft heppilegast, því utan þess er oft
við ramman reip að draga. Leitaðu leiða til
að styrkja vináttusambönd þín.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þetta er góður dagur til að ræða
málin við yfirmann þinn. Farðu samt varlega
því einhver reynir viljandi að villa þér sýn.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp hefur komið. Löngun og ár-
áttukenndar hugsanir sýna að grunnþörfum
hefur ekki verið fullnægt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þeir eru margir sem eiga allt sitt
undir því að þú getir lokið þeim verkefnum
sem þú hefur tekið að þér. Mundu að allt
sem þú gerir hefur sínar afleiðingar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það getur verið einmanalegt að bera
of mikla ábyrgð og hafa of mikla stjórn á
hlutunum. Sýndu lipurð en stattu þó fast á
þínu þegar við á.
sem ég hef sungið í hljómsveit, en
ég grínast stundum með það að ég
hafi sungið mig inn í hjarta hennar
þótt hún muni ekki samþykkja þá
skýringu. En þetta var 11.11. 1992,
sem er dagurinn okkar, og eftir
hæfileikakeppnina var haldið ball
og við dönsuðum saman og höfum
verið saman síðan.“
Nánast strax eftir útskrift úr HÍ
um bókhald og var strax ákveðinn
að ég myndi læra viðskiptafræði.“
Sævar Freyr og eiginkona hans,
Hafdís, byrjuðu saman þegar hann
var 17 ára og hún 16. „Hún var ný-
byrjuð í Fjölbrautaskólanum og ég
tók þátt í hæfileikakeppni í skól-
anum og steig á svið með hljóm-
sveitinni Guð minn góður og söng.
Þetta er nú í fyrsta og eina skiptið
S
ævar Freyr Þráinsson
fæddist 16. júní 1971 á
Akranesi. „Ég ólst upp á
Suðurgötu 78 á Akra-
nesi, sem er mikið skóla-
stjórahús, þar bjó m.a. Gutti, skóla-
stjóri Grundarskóla, og núna býr
Arnbjörg, skólastjóri Brekkubæjar-
skóla, í húsinu.“ Sævar segir margt
hafa verið brallað á Skaganum.
„Einhvern tíma fórum við inn í
kofabyggð sem eldri strákar höfðu
byggt og ætluðum að njósna um
hvernig þeirra kofar voru byggðir.
Síðan sáum við þá nálgast og flúð-
um, en þeir eltu okkur en ég sá að
Þröstur bróðir datt. Hann var ári
yngri en ég svo ég sneri við til að
gæta bróður míns. Þá stoppa þeir
og ég fann svolítið til mín að þeir
væru svona hræddir við mig, en ég
vissi ekki að pabbi hefði komið út
og stóð fyrir aftan mig, þegar þeir
hurfu allir á brott.“
Sævar Freyr lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá HÍ 1995. „Ég kem úr fjölskyldu
þar sem var margt framúrskarandi
iðnmenntað fólk, en mig dreymdi
um að stofna mitt eigið fyrirtæki.“
Áður en sá draumur varð að veru-
leika byrjaði Sævar Freyr ferilinn á
því að poppa poppkorn fyrir gesti
Bíóhússins á Akranesi milli 11 og 12
ára gamall. „Ég vann mig smám
saman upp og vann þar meðfram
framhaldsskólanámi og sinnti sæl-
gætissölunni og fékk að sýna
nokkrar sýningar þegar vantaði
mannskap.“ Þegar hann var rúm-
lega 14 ára stofnaði hann útimarkað
með Þresti bróður sínum við hliðina
á gamla Landsbankahúsinu á Akra-
nesi. Margir Skagamenn muna enn
eftir bræðrunum sem seldu ávexti
og grænmeti, og voru þeir einu í
bænum sem seldu framandlega
ávexti eins og kíví og stjörnuávexti
sem þeir fengu frá heildsölum í
Reykjavík. Einnig seldu þeir pist-
asíur, sem þá voru nánast óþekktar.
„Við vorum með heilmikinn vagn
undir þessu og drógum hann með
handafli stútfullan af grænmetinu á
hverjum morgni um 700 m leið.
Þarna fór ég í fyrsta skipti að sjá
hóf Sævar Freyr störf hjá Símanum
og var þar næstu 18 árin og vann
sig upp í fyrirtækinu. „Ég fékk
mikla ábyrgð ungur og er mjög
þakklátur fyrir hvert verkefni sem
ég fékk, sem endaði í því að ég var
ráðinn forstjóri fyrirtækisins árið
2007.“ Fram að því hafði hann stýrt
ýmsum deildum Símans og borið
m.a. ábyrgð á þróun, sölu- og mark-
aðsmálum, vörustjórnun, viðskipta-
stýringu og gagnalausnum.
„Þetta var gífurlega skemmti-
legur tími og mikið að gerast, enda
var allt að breytast á þessum tíma í
fjarskipta- og upplýsingatækni.
Farsíminn var að taka alveg yfir
landlínusímana og allt var að færast
yfir á netið. Þriðja stóra umbreyt-
ingin var innleiðing sjónvarpsins
hjá fyrirtækinu.“
Sævar talar um mjög eft-
irminnilegt tímabil þegar Síminn
var að innleiða sjónvarpið. „Við átt-
um ekki möguleika á því að fá að
dreifa sjónvarpsefni Stöðvar 2 sem
var í mikilli samkeppni við Símann
og við ákváðum þá að kaupa Skjá 1
og tryggja okkur réttindin á enska
boltanum. Það var ekki mikið sofið
þarna í nokkrar vikur og verið að
útbúa viðskiptaáætlanir oft fram á
nætur til þess að ná í boltann.“ Ör-
lögin áttu þó eftir að haga því þann-
ig að Sævar fór yfir til 356 miðla ár-
ið 2014 og var forstjóri þar til ársins
2017 þegar hann hætti eftir sölu
fyrirtækisins til Vodafone. Þá var
kominn tími til að snúa aftur heim
til Akraness, þar sem hann hefur
verið bæjarstjóri frá 2017. „Ég var
búinn að búa á Akranesi frá 2004 og
keyrði alltaf í bæinn. Ég vildi að
börnin mín myndu njóta þessa frá-
bæra leik- og grunnskólaumhverfis
sem hér er boðið upp á, en Akranes
er mjög fjölskylduvænn bær.“
Sævar Freyr hefur setið í stjórn
tólf upplýsingatækni- og fjarskipta-
fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku,
Noregi, Bretlandi og á Íslandi,
ásamt því að hafa verið í stjórn Við-
skiptaráðs Íslands, Íslenska sjáv-
arklasans, Eignarhaldsfélags Spal-
ar hf., Lífeyrissjóðs
Akraneskaupstaðarog Knattspyrnu-
félags ÍA.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi – 50 ára
Útskrift Arnar Freyr, sonur Sævars Freys og Hafdísar, að útskriftast sem
tölvufræðingur. Við hlið hans er unnustan, Edda Steinunn Rúnarsdóttir.
Lengi býr að fyrstu gerð
Kvennaboltinn Hér eru dæturnar Katrín Helga og Helena með Sævari
Frey á EM kvenna í Hollandi 2017. Eiginkona Sævars, Hafdís tók myndina.
30 ára Jónas Bjartur
fæddist í Reykjavík og
bjó þar fyrstu fimm
árin en fluttist svo til
Akraness þar sem
hann ólst upp. Hann
útskrifaðist úr lækna-
deild HÍ 2019 og hefur
störf í sérnámi í almennum lyflækningum
á Landspítalanum í haust en er í fæðing-
arorlofi núna í sumar. Helstu áhugamál
Jónasar eru útivist, ferðalög og íþróttir.
Maki: Díana Dögg Gunnarsdóttir við-
skiptafræðingur, f. 1993.
Dóttir: Sóley Röfn, f. 2020.
Foreldrar: Björk Elva Jónasdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 1967, og Kjartan Kjart-
ansson rekstrarfræðingur, f. 1966. Þau
búa á Akranesi.
Jónas Bjartur
Kjartansson
Til hamingju með daginn
Vinirnir Heimir Halldórsson og Styrk-
ár Bjarni Vignisson seldu heimabak-
aða pizzusnúða & smoothie fyrir utan
Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur.
Þeir söfnuðu 4.290 kr. og gáfu ágóð-
ann til Rauða kross Íslands. Við þökk-
um þeim kærlega fyrir þeirra framlag
til góðgerðarmála.
Hlutavelta
SÉRBLAÐ
Ferðalög Sérblöð um ferðalögkoma vikulega út í júní
Hvert blað beinir sjónum sínum
að einum landsfjórðung
• Hvert skal halda í sumarleyfinu?
• Viðtöl við fólk sem elskar að ferðast um Ísland
• Leynistaðir úti í náttúrunni
• Hvar er best að gista?
• Ferðaráð
• Bestu sumarfrí Íslendinga
Pöntun auglýsinga og nánari
upplýsingar augl@mbl.is