Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 Globales Los Patos Park 4* Benalmadena COSTA DEL SOL 06. - 16. júlí Flug og tvíbýli með hálfu fæði í 11 daga Frábær sundlaugargarður í boði! www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 verð frá 138.900kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn NÝR ÁFANGA-STAÐUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gras hefur sprottið illa á Suður- landi vegna kulda og þurrka í vor og almennt kaldari tíðar að und- anförnu en venjulegt er. Matthías Ragnarsson, bóndi á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum, telur að sláttur hefjist almennt ekki fyrr en eftir viku eða tíu daga en það er meira en þremur vikum seinna en venjulega hefur verið á und- anförnum árum. Guðni hóf raunar slátt í gær. Sló montblettinn, eins og hann tekur sjálfur til orða. Það er fjögurra hektara tún heima við bæjarhús. Tilgangurinn er fyrst og fremst að prófa vélarnar eftir veturinn og at- huga hvort þær verði ekki í lagi þegar alvöruheyskapur hefst. Einn- ig að hreinsa fíflatún og ná í ferskt fóður fyrir kýrnar. Reiknar Matthías ekki með að geta hafið heyskap fyrr en eftir tíu daga. Grös séu það illa sprottin. Á Guðnastöðum eru 150 hektara tún og stefnir Matthías að því að ná í 2.500 til 3.000 rúllur í sumar. Ekki veitir af því í fjósi eru 50 mjólkandi kýr, auk 70 holdakúa, þannig að þörf er á miklu og góðu fóðri. „Það lítur ekki vel út en mað- ur verður að vera bjartsýnn,“ segir Matthías. Montbletturinn Matthías Ragnarsson athugar slægjuna á heimatúninu á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum. Sláttur dregst vegna kulda - Bóndinn á Guðnastöðum sló „montblettinn“ í gær Farþegaskipið Le Dumont- d’urville, sem nú liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, er það fyrsta sem kemur til landsins á þessu sumri. Hið franska fley, sem tekur allt að 184 farþega, kom í fyradag og fer í kvöld í siglingu umhverfis Ísland. Farþegarnir koma að utan með flugi, stíga um borð í skipið í Hafnarfirði og í Íslandssiglinguna, sem tekur á sjötta sólarhring. Þessar ferðir verða í allt sumar og hefur Le Dumont-d’urville við- komu í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Vestmannaeyjum og víð- ar. Að sögn Lúðvíks Geirssonar hafnarstjóra er von á alls sautján skemmtiferðaskipum í Hafnarfjörð og eru þau öll lítil eða meðalstór, gjarnan kölluð leiðangursskip. Stærstu gerðir farþegaskipa koma ekki til Íslands í sumar, enda margt enn óljóst viðvíkjandi útgerð þeirra með tilliti til sóttvarna og slíks. sbs@mbl.is Franskt fley fyrst í Fjörðinn Ljósmynd/Guðmundur Fylkisson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Hornafjarðar og félög bænda í Austur-Skaftafellssýslu knýja á um að gripið verði til að- gerða til að fækka helsingja. Fuglinn veldur miklu tjóni á túnum bænda í vesturhluta Suðursveitar og gróður- eyðingu við varpstöðvarnar. Beðið er um að skotveiðar verði heimilaðar 1. september, á sama tíma og annars staðar á landinu. Helsingja hefur fjölgað mjög á suðausturlandi á síðustu árum. Arnór Már Fjölnisson, bóndi á Hala í Suðursveit, segir að fjölgunin sé um 12-14% á ári. Telur hann að í stofn- inum í Suðursveit og nágrenni séu 4-5 þúsund varpfuglar og í allt 15-20 þúsund fuglar. „Þeir valda gríðar- legu tjóni og vandræðum, sérstak- lega í köldu ári eins og er núna. Fram undan er hjá okkur að afla heyja fyrir skepnur okkar fyrir vet- urinn. Erfitt er að segja hvernig það fer,“ segir Arnór. „Þetta er orðinn svo mikill fjöldi að hann þarf mikið fóður til að halda sér lifandi. Það vær hann mestmegn- is á túnunum hjá okkur,“ segir Björn Þorbergsson, bóndi í Gerði. Helsinginn kom í túnin í byrjun apríl og er þar enn. Bændur sjá fram á að hann verði gestur þeirra þar til hann fer í sár og Arnór telur líklegt að berjasprettan fari forgörðum í sumar og þá sitji þeir uppi með fugl- inn alveg þangað til í byrjun október að hann fer til vetrarstöðvanna. Arn- ór og Björn telja að auk skemmda á túnum gangi hann svo nærri gróðri í úthaga að hætt sé við gróðureyð- ingu. Bændur hafa ekki mörg ráð. Þeir keyra á milli túna til að fæla fuglinn burtu, sumir dag og nótt, en það er skammgóður vermir, hann kemur alltaf aftur. Helsingi er friðaður í Austur- Skaftafellssýslu til 25. september, rétt áður en hann flýgur burt, en annars staðar má hefja veiðar á hon- um 1. september. Austur-Skaftfell- ingar vilja að veiðar verði leyfðar frá 1. september, ef það yrði til þess að fækka fuglinum. Björn segir raunar að það sé ekki nóg, grípa þurfi til að- gerða strax því það sé að verða óbú- andi vegna ágangs fuglsins. Vilja veiða helsingja fyrr á haustin - Stöðug og mikil fjölgun helsingja í Austur-Skaftafellssýslu veldur bændum fjárhagslegu tjóni og erf- iðleikum - Með fugl á túnum allt sumarið - Vita ekki hvernig þeir eiga að afla heyja fyrir bústofn sinn Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir Fjöldi Aðalvarpstöðvar helsingja hér á landi eru við Jökulsárlón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.