Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nú þegar engir sendibílar eru fáanlegir í heiminum eigum við þennan til á lager ! Ford Transit Custom Trail L2H1. Með hliðarhurðum báðu megin. LED ljós.Álfelgur. Leðursæti. Stigbretti. Ofl. Ofl. Verð 5.250.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lýsingin er jafnframt kynnt öllum þinglýstum eigendum umræddra lóða. Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. júlí nk. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum Hallstún L190888, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.6.2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir átta lóðir úr landi Hallstúns, L190888. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Ölversholtsveg (303). Næfurholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.5.2021 að auglýsa deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl. Aðkoma að svæðinu er annars vegar frá Rangárflötum að vestan og frá væntanlegu hringtorgi á Suðurlandsvegi að austan. Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júlí 2021. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Haraldur Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Brennsluofn fyrir dýraleifar á Strönd, Rangár- þingi ytra Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Sorpstöðvar Rangár- vallasýslu er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30 -Tæknilæsi kl.8.30-11.30, Android, þarf að skrá sig - Gönguferð um hverfið kl.10.30-11.15 - Tæknilæsi kl.13-16. Apple, þarf að skrá sig - Bingó kl.13.30, í matsal- num - Kaffi kl.14.30-15.20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2701 / 411- 2702 - Allir velkomnir Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 -12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlis- tarhópurinn Kríur opin hópur kl. 13-15.30. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45. Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Hreyfihópur í garði Ísafoldar farið frá Jónshúsi kl. 13.30. Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13– 16. Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30 - 16. Spjall og blaðalestur, alltaf heitt á könnunni. Döff, Félag heyrnarlausra frá kl. 13 -16. Félagsvist hefst kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Dans- og stólaleikfimi með Auði Hörpu kl. 10. og verður alla miðvikudaga í sumar. Framhaldssaga kl. 10.30. Hand- avinnuhópur - opin vinnustofa kl. 13-16. Korpúlfar Útvarpsleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópar Korpúlfa leggja af stað í göngu frá Borgum kl. 10.þrír styrkleikahópar. Hádegisverður 11.30 til 12.30. Félagsvist hefst á ný kl. 13. í dag allir velkomnir og spilað verður alla miðvikudaga í sumar. Kaffiveitingar 14.30 til 15.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja 9-12,Trésmiðja kl.9-16, opin listasmiðja kl. 9-16, Dansleikfimi kl.10.30, Fréttatími og spjall kl.12, Samverustund með djákna kl.13, bónusbíllinn kl.15, Hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s 4112760 Samfélagshúsið Vitatorgi Félagsstarfið er komið á fullt hjá okkur á Vitatorgi. Morgunkaffi kl. 9.30. Postulínsmálun kl. 9. Minígolf kl. 10:30. Núvitund kl. 13. Dansleikur með Vitatorgsbandinu kl. 14-15. Síðdegiskaffi frá kl. 14:30-15:30. Verið öll hjartanlega velkomin til ok- kar á Vitatorg, Lindagötu 59. Síminn hjá okkur er 411-9450. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, botsía í Salnum Skólabraut kl. 10, Handavinna og samvera í salnum Skólabraut. Minnum á skráningu í langjökulsferðina sem verður farið í 24. júní, skráningarblöð eru inn í krók á Skólabraut, einnig má skrá sig í síma: 8939800 eða 8663027. Félagsstarf eldri borgara FINNA.is ✝ Halldór Jóhannsson fæddist í Neskaup- stað 16. júní 1932. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Garðabæ föstu- daginn 4. júní 2021. Foreldrar Hall- dórs voru Jóhann Jóhannsson kenn- ari, f. 23.3. 1905, d. 10.1. 1989 og Guðný Stefanía Guðmunds- dóttir, f. 26.8. 1907, d. 1.8. 1980. Systur Halldórs eru Lilja Jóhannsdóttir, f. 1938 og Sól- veig Guðmunda Jóhannsdóttir, f. 1948. Halldór kvæntist 1. október 1954 eiginkonu sinni Ingi- björgu Ingvarsdóttur, f. 21. febrúar 1931 í Hafnarfirði, d. 5. desember 2010. Foreldrar hennar eru Ingvar Gunnarsson kennari, f. 4. nóvember 1886, d. 23 október 1961 og Margrét Bjarnadóttir, f. 6. nóvember 1892, d. 1983. Halldór og Ingibjörg hófu búskap í Hafnarfirði. Börn þeirra hjóna eru: 1) Margrét, f. 1955, maki Marinó Kristinsson. Börn þeirra eru: a) Halla, f. 1991, sambýliskona Þórdís Ársæls- dóttir, f. 1991 og b) Kristinn, f. 1991, sambýliskona Telma Ás- geirsdóttir, barn þeirra Mar- inó Þór, f. 2020. 2) Stefanía, f. 1956, maki Lars Meyer-Myklested. Börn þeirra eru a) Ingibjörg, f. 1984, maki Andreas Melnik, börn þeirra Ture, f. 2020 og drengur, f. 2021, b) Jóhannes, f. 1987, maki Malin Holm, börn þeirra Knut, f. 2015 og Ida, f. 2018, c) Anne Marie, f. 1989, maki Thomas Heen, barn þeirra Hedda, f. 2020 og d) Halldór, f. 1992. 3) Halla, f. 1964, maki Einar Páll Indriðason. Börn þeirra eru Indriði, f. 1992, Halldór, f. 1996, Ingibjörg f. 1999. 4) Jóhann, f. 1968, maki Valgerður Margrét Backman. Börn þeirra eru Halldór, f. 1990 og Bergur, f. 1995. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og útskrif- aðist sem cand. med. frá Háskóla Íslands árið 1962. Hann varð sér- fræðingur í al- mennum skurðlækningum árið 1971 og sérfræðingur í æða- skurðlækningum árið 1977. Halldór lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Lundi 13. des- ember 1974. Hann starfaði frá árinu 1962 til ársins 1974 í Svíþjóð en flutti heim til Ís- lands og starfaði sem sjúkra- húslæknir við St. Franciskus- spítalann í Stykkishólmi frá 1975-1978 og frá 1978-2002 sem sérfræðingur og síðar yf- irlæknir á handlækningadeild Landspítalans. Halldór var dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Hann var einn af stofnendum Læknahússins og starfaði þar til ársins 2007. Halldór sat um tíma í samn- inganefnd sérfræðinga við Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Tryggingarstofnun ríkisins auk þess sem hann sat í stjórn læknaráðs Landspítalans um tíma. Halldór helgaði sig síðustu æviár sín áhugamálum sínum. Hann var ötull við skógrækt og umhugað um æðarrækt á jörð sinni Kollafjarðarnesi norður á Ströndum. Hann var ástríðufullur Citroën-eigandi og viðgerðamaður. Hann kynntist í gegnum áhugamál sín einstaklingum úr mörgum áttum. Halldór var mikill og sterkur persónuleiki, ákveðinn og fylginn sér, mikill mann- vinur, eftirminnilegur öllum þeim sem honum kynntust. Þeir sem vilja minnast Hall- dórs með aðstandendum eru hjartanlega velkomnir á heim- ili hans, Sunnuflöt 4, Garðabæ, í dag, 16. júní 2021, kl. 17. Tengdapabbi minn er látinn 88 ára gamall. Gamall að árum en ungur í anda. Hann var einn af þeim sem aldrei gefast upp, hætti ekki að lifa lífinu þó svo að aldurinn færðist yfir. Hann sat aldrei auðum höndum og það má segja að hann hafi stundað fulla vinnu allt þar til hann skyndi- lega veiktist í lok apríl sl. Halldór og Ingibjörg voru af- ar samheldin hjón þar sem virð- ing og vinátta einkenndi hjóna- bandið. Þau áttu fallegt heimili og þangað sótti fólk því umræð- an var alltaf lífleg og vináttan einlæg og hlý. Halldór var þeim eiginleikum gæddur að fólk laðaðist að hon- um enda vafði hann um þá sem hann þekkti hlýju og vináttu. Hann var afar greiðvikinn þótt hann væri líka ákveðinn og fylginn sér. Halldór átti farsælan starfs- feril sem læknir. Eftir að hann hætti að vinna vannst honum meiri tími til að sinna áhuga- málum sínum. Hann keypti jörð- ina Kollafjarðarnes á Ströndum og byrjaði að gera upp íbúðar- húsið þar auk þess sem hann hóf skógrækt og hlúði vel að æð- arvarpinu á jörðinni. Hann var einlægur Citroën-aðdáandi og eyddi miklum tíma í að gera upp gamlan bíl sem hafði fengið nafnið Pompidou eftir franska forsetanum. Í hans eigu eru fleiri slíkar gersemar. Að auki stundaði hann „day trading“ alla daga ásamt því að fara í langa göngutúra daglega. Þá má ekki gleyma öllum veiðiferðunum á rjúpu og lax og gaf hann þar ekki yngri mönnum eftir í út- haldi. Halldór var góð fyrirmynd allra sem honum kynntust. Ég minnist Halldórs með mikilli hlýju og virðingu og þakka honum samfylgdina í gegnum árin og hefði óskað þess að þau hefðu orðið fleiri. Þinn tengdasonur, Einar Páll. Halldór Jóhannsson Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JENSÍNU OLSEN. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3. hæð, Vífilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Snorri Halldórsson Birna Ingvarsdóttir Stefán Halldórsson Signhild Birna Borgþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.