Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðtoga-fundur Atl-antshafs- bandalagsins, NATO, í Brussel á mánudaginn var fróðlegur að mörgu leyti, ekki síst fyrir þá sök hversu víðfeðm sameiginleg yfirlýsing fundarins var, en hún var í 79 lið- um og þakti um þrjátíu vélritaðar blaðsíður. Mátti þar meðal ann- ars lesa um mál, sem iðulega hafa ekki verið talin falla undir varn- ar- og öryggismál, líkt og jafn- réttismál og kolefnisútblástur. Mestallur áhugi fjölmiðla lenti þó skiljanlega á þeim köflum sem sneru að samskiptum bandalags- ríkjanna við annars vegar Rúss- land og hins vegar Kína. Þar var hins vegar ólíku saman að jafna, þar sem nánast allt sem hægt var að nefna til sögunnar var tínt til um þá öryggisógn sem stafað hafi frá Rússlandi á síð- ustu árum, en þar á meðal mátti nefna tölvuárásir, hegðun Rússa í Úkraínu, Georgíu og Moldavíu, kjarnorkuvopnamál og fleira. Á sama tíma fjölluðu tveir til- tölulega stuttir kaflar um Kína, þrátt fyrir að ljóst sé að gjörðir Kínverja snerti öryggi banda- lagsríkjanna á sífellt fleiri svið- um. Þessi munur er sagður stafa af því að Evrópuríkin og Banda- ríkjamenn greinir á um hvernig best sé að takast á við tilraunir Kínverja til þess að móta al- þjóðastjórnmálin eftir eigin höfði. Þannig mátti heyra bæði Jens Stoltenberg framkvæmda- stjóra og Boris Johnson forsætis- ráðherra Breta þylja upp sömu línuna um að enginn vildi koma af stað nýju „köldu stríði“ við Kínverja, á sama tíma og leið- togarnir lýstu því sem næst yfir að orð og gjörðir stjórn- valda í Peking fælu í sér kerfisbundna ógn við öryggi bandalagsríkjanna. Óvíst er hvort bæði verði hald- ið og sleppt þegar kemur að samskiptum vestrænna ríkja við Kínverja, sér í lagi þegar haft er í huga hvernig kínversk stjórn- völd hafa beitt sér upp á síðkast- ið. Má þar meðal annars nefna hegðun þeirra á Suður-Kínahafi, yfirgang gagnvart lýðréttindum í Hong Kong, og í málefnum Úíg- úra í Xinjiang-héraði. Í yfir- lýsingu bandalagsins var mjög óbeint vikið að þessum atriðum sem „þvingandi aðgerðum“ sem brytu í bága við grunngildi bandalagsins. Engu að síður var einnig kallað eftir því að leitað yrði samstarfs og „uppbyggilegs samtals“ við Kínverja. Víst er, að samskipti Atlants- hafsbandalagsins við bæði Rússa og Kínverja kalla á viðræður og ekki síst skýr viðbrögð á þeim sviðum þar sem vegið er að ör- yggi bandalagsríkjanna. Það er hins vegar áleitin spurning hversu lengi hin ólíka nálgun Bandaríkjanna og Evrópu gagn- vart Kínverjum getur enst, og um leið hvaða árangri hún getur skilað. Þá er óvíst hvaða áhrif veik forysta Bandaríkjanna, þrátt fyrir stór orð, mun hafa á stöðu og stefnu Atlantshafs- bandalagsins, ekki síst í þeim viðræðum sem fram undan eru og þurfa að eiga sér stað við Rússa og Kínverja. Misjafnlega var tekið á Rússum og Kínverjum í yfir- lýsingu NATO} Margt rætt og ritað Viðbúið er aðþegar einhver ríkir í tólf ár eða meira, líkt og Benjamín Net- anyahu gerði í Ísr- ael, að sá verði umdeildur meðal samborgara sinna. Netanyahu hefur gnæft yfir samferðamenn sína í ísraelskum stjórnmálum um alllanga hríð, og þurfti að lokum samtaka átak átta mis- munandi flokka, sem nánast má segja að komi úr átta mismun- andi áttum, til þess að fella hann úr sessi forsætisráðherrans. Hvað sem segja má um Net- anyahu að öðru leyti er ljóst, að hann lagði á valdatíma sínum alla áherslu á, að Ísraelsríki væri sem sterkast, svo að það gæti mætt umsátrinu sem ná- grannaríkin hafa haft um ríkið í rúm 70 ár. Slíkri hörku fylgja sjaldnast málamiðlanir, sem aftur hefur kostað Netanyahu vinsældir bæði innan sem utan Ísraelsríkis. Á sama tíma hefur hann markað stór spor í sögu Ísraels, sem og Mið-Austur- landa allra, og náð töluverðum árangri fyrir land sitt. Netanyahu hefur varað við því að sú ríkisstjórn sem nú taki við völdum muni ekki ráða við þau erfiðu verkefni á sviði þjóðaröryggis sem núverandi staða mála fyrir botni Miðjarð- arhafs hefur í för með sér. Lík- legt er að hann hafi nokkuð til síns máls, enda erfitt að festa hendur á því hvað hin nýja rík- isstjórn stendur fyrir, þegar andúðinni á Netanyahu sleppir. Af sömu ástæðum er full- snemmt að útiloka það að Net- anyahu muni eiga afturkvæmt í embættið, sem hann hefur setið í lengst allra. Eðli allra hluta er þannig, að fljótt mun reyna á hina nýju samsteypustjórn, en hún treystir nú á minnsta mögu- lega þingmeirihluta, einn mann. Það má því ekkert bera út af og fjarri því útilokað að aftur þurfi að kalla ísraelska kjósendur að borðinu – í fimmta sinn á tveim- ur árum. Netanyahu hefur markað stór spor í sögu Ísraels} Tólf ára valdatíð lýkur Þ að er fagnaðarefni þegar baráttan fyrir réttlæti ber árangur eins og gerðist á síðasta þingfundi kjör- tímabilsins þegar tvö baráttu- og réttlætismál Flokks fólksins voru samþykkt á síðustu mínútum þingsins. Annars vegar var samþykkt að stofna emb- ætti hagsmunafulltrúa aldraðra og hins vegar að blindum og sjónskertum stæðu til boða leiðsöguhundar sér að kostnaðarlausu. Hagsmunafulltrúi aldraðra Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem búa við mismunandi aðstæður, fjárhag og heilsu. Hagsmunafulltrúa aldraðra er ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum þeirra, leiðbeina þeim um réttindi sín og bregðast við telji hann á þeim brotið. Að auki skal hann hafa frumkvæðiseftirlit með persónulegum högum allra eldri borgara og jafnframt gera tillögur um úrbætur á réttarreglum er varða þá, ásamt því að hafa frumkvæði að stefnumarkandi um- ræðu í samfélaginu um málefni eldra fólks. Flokkur fólksins fagnar Hagsmunafulltrúa aldraðra sem mun vinna ómetanlegt verk í þeirra þágu. Leiðsöguhundar fyrir blinda Þeir sem hafa fulla sjón eiga flestir erfitt með að setja sig í spor hins blinda og sjónskerta. Hins vegar á ég það ekki og tala því út frá eigin reynslu þegar ég segi að sannarlega hefði ég sloppið við margar bylturnar og pústrana í gegnum lífið hefði mér auðnast sú gifta að eiga slíkan samferðarfélaga og hjálpartæki sem leiðsöguhundur er. Hann er einfaldlega augu þess blinda og sjónskerta. Að meðaltali hefur verið úthlutað einum leiðsöguhundi á ári. Fjármagnið fengið með sjálfsaflafé eða góðgerðarsöfnunum velviljaðra. Það eru 18 einstaklingar sem bíða nú eftir slíkri hjálp, þannig að ef frumvarp Flokks fólksins hefði ekki fengið farsælan endi þá myndi sá aftasti í röðinni fá hjálpina eftir 18 ár. Með frumvarpi Flokks fólksins er sam- þykkt að ríkissjóður sjái um að tryggja ár- lega fjármagn til að þjálfa og flytja inn leið- söguhunda til samræmis við eftirspurn hverju sinni án þess að notendur beri kostnað sem hlýst af öflun og þjálfun slíkra hunda eða vegna flutnings þeirra til og frá landinu hverju sinni. Nú geta blindir og sjónskertir fagnað og Flokkur fólksins óskar þeim til hamingju og þakkar Alþingi fyrir að samþykkja þessa ómetanlegu hjálp fyrir alla þá sem á henni þurfa að halda. Flokkur fólksins hefur barist fyrir réttlæti og aldrei kvikað frá sannfæringu sinni og stefnu sem kristallast í einkunarorðum okkar, „Fólkið fyrst og svo allt hitt“. Við leggjum stolt verkin okkar í dóm kjósenda. Inga Sæland Pistill Baráttan ber árangur Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is S veitarfélög á Vestfjörðum sem hafa sjókvíaeldi innan sinna vébanda vilja að fjár- munum sem ríkið innheimtir í svonefndan fiskeldissjóð nýtist við- komandi sveitarfélögum sem tekju- stofn og verði þannig úthlutað sam- kvæmt skýrum reglum en verði ekki úthlutað til verkefna samkvæmt um- sóknum. „Við sem búum í þessum sam- félögum horfum út á firðina og þá miklu starfsemi sem þar fer fram. Okkur finnst það grátlegt að þau opinberu gjöld sem greidd eru af starfseminni skuli ekki ganga til sveitarfélaganna til að styðja við þennan rekstur og þjóna honum heldur séu þau lögð í fiskeldissjóð sem við þurfum að sækja í. Engin reynsla er komin á það hvernig fjármunirnir skila sér til upp- byggingar í sveitarfélögunum,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hann heldur áfram: „Við erum hrædd. Sagan sýnir að við ríðum ekki feitum hesti frá úthlutun fjár frá rík- inu. Við óttumst að við séum að horfa til þess að opinberar tekjur sem verða til af starfsemi hér skili sér ekki inn á svæðið,“ segir Ólafur. Gjaldakerfi verði endurskoðað Vestfjarðastofa hefur unnið að ýmsum hagsmunamálum Vestfjarða á sviði fiskeldis. Sjávarútvegssveit- arfélögin hafa verið frá því í vetur rætt saman til að reyna að stilla saman strengina, svæðinu öllu til hagsældar. Borið hefur á togstreitu um einstaka mál en Ólafur Þór segir að hagsmun- irnir fari mikið saman og það sé eng- um til framdráttar að fara í kapphlaup með tilheyrandi offjárfestingum. Sig- ríður Kristjánsdóttir, framkvæmda- stjóri Vestfjarðastofu, lagði ásamt Bjarna Jónssyni fiskifræðingi fram bókun á fundi samráðsnefndar sveit- arfélaganna um fiskeldi í síðustu viku. Þar er hvatt til þess að núverandi gjaldaumhverfi hafna og reglugerð fyrir Umhverfissjóð sjókvíaeldis verði endurskoðað og breytt verði um áform um ráðstöfun fiskeldisgjalds. Ýmis álitamál eru um innheimtu gjalda fyrir þjónustu hafna og grá svæði. Hefur komið til málaferla á milli Vesturbyggðar og Arnarlax vegna til- tekinna mála og fleiri ágreiningsmál eru uppi. Stofnaður hefur verið með lögum nýr sjóður, fiskeldissjóður, sem fær hluta af gjöldum sjókvíaeldis. Honum er ætlað að veita sveitarfélögum þar sem fiskeldi er stundað styrki til upp- byggingar innviða. Fyrir er umhverf- issjóður sjókvíaeldis sem veitir meðal annars styrki til rannsókna og mats á burðarþoli vegna sjókvíaeldis. Hvatt er til þess í bókun Vest- fjarðastofu að stofnaður verði starfs- hópur viðkomandi ráðuneyta og full- trúa sveitarfélaga til að endurskoða núverandi gjöld hafna vegna þjónustu við fiskeldið og setja reglugerð fyrir fiskeldissjóð. Einnig að endurskoða reglugerð um umhverfissjóð sjókvía- eldis. Markmiðið verði að ná utan um heildargjaldtöku af fiskeldi og til hvers sköttunum verði varið og hvernig tekj- unum verði skipt á milli ríkis og sveit- arfélaga. Sveitarfélögin vilja að þau fái skýrar heimildir fyrir töku þjónustu- gjalda í höfnum og fyrir veitur og hins vegar að gjald af eldiskvíum renni beint til sveitarfélaganna og þannig verði fiskeldissjóður óþarfur nema sem innheimtustofnun. Endurskoðun á reglugerð fyrir umhverfissjóð miði að því að tryggja að rannsóknir og vísindaþekking byggist upp í nærumhverfi fiskeldisins. Fiskeldisgjald renni beint til sveitarfélaga Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Unnið við laxakvíar. Þorpið á Patreksfirði í fjarska. Sveit- arfélögin eiga að fá þriðung þess gjalds sem innheimt er af starfseminni. Ólafur Þór Ólafsson Fiskeldissjóður var stofnaður með sérstökum lögum á árinu 2019, í tengslum við breytingar á lögum um fiskeldi. Hann fær tekjur af gjaldi sem ríkið leggur á eldi lax og silungs í sjókvíum. Þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að hann fengið þriðung gjaldsins, um 114 millj- ónir í ár, 198 milljónir á næsta ári og 264 milljónir árið 2023. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum þar sem fiskeldi er stundað í sjókvíum styrki til uppbyggingar innviða og þar með samfélög og stoðir at- vinnulífs. Áherslur hans eru þessar: Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþró- un), uppbygging innviða (at- vinnulíf, þjónusta), tenging við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi), loftslagsmarkmið og um- hverfisvernd (fráveita, orku- skipti, vatnsveita) og nýsköpun sem tengist ofangreindu. Sveitarfélögin þurfa að skil- greina verkefni í ljósi áherslna sjóðsins og sækja um styrki til þeirra. Umsóknarfrestur er til 20. september næstkomandi. Styrkja á ýmsa innviði FISKELDISSJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.