Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Verbena hinn fullkomni sumarilmur Bandaríska þing- konan Marjorie Taylor Greene baðst afsökunar á því í fyrrinótt að hafa líkt reglum full- trúadeildar Bandaríkjaþings um grímunotkun við helför nasista gegn gyðingum. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu kallað eftir því að Greene yrði ávítt fyrir ummæli sín, en hún hafði m.a. líkt því að ganga með andlitsgrímu í sóttvarnaskyni við gular stjörnur sem gyðingum var skylt að ganga um með í Þýskalandi á tímum nasista. Sagðist Greene sjá mjög eftir um- mælum sínum og að hún hefði kynnt sér helförina gegn gyðingum í helfararsafninu í Washington. Sagði Greene að ekki væri hægt að líkja þeim voðaverkum sem framin voru í helförinni við neitt annað, og að hún vildi gangast við eigin mis- tökum og biðjast afsökunar. Biðst afsökunar á helfararummælum Marjorie Taylor Greene BANDARÍKIN Rúmlega þúsund manns gengu fylktu liði með ísraelska fána í gær við gamla bæinn í Jerúsalem. Var göngunni ætlað að minnast þess þegar Ísraelar náðu yfirráð- um yfir austurhluta borgarinnar í Sex daga stríðinu árið 1967. Voru rúmlega 2.000 lög- reglumenn kallaðir til sem varalið vegna göngunnar, en mikil spenna ríkir í borginni eftir átök Ísraelsmanna og Hamas- samtakanna á Gaza-svæðinu í síð- asta mánuði. Sautján Palestínu- menn voru sagðir hafa særst í átökum við lögregluna þegar hún hugðist rýma gönguleið mótmæl- enda, en eftir samráð við lögregl- una var ákveðið að hún myndi sneiða fram hjá helstu hverfum múslima í gamla bænum áður en gangan staðnæmdist við Vestur- múrinn. Fjölmenn mótmæla- ganga í Jerúsalem ÍSRAEL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkin og Evrópusambandið hyggjast vinna saman að því að standa gegn viðskiptaháttum Kín- verja, sem grafi undan samkeppnis- hæfni annarra ríkja í flugiðnaði, en Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir eftir fund sinn í Brussel með Ur- sulu von der Leyen, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins. Samþykktu leiðtogarnir um leið nokkurs konar „vopnahlé“ í 17 ára löngu viðskiptastríði flugvélaverk- smiðjanna Airbus og Boeing. Sagði von der Leyen að fundur leiðtoganna hefði skilað miklum árangri, en tog- streitan á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um flugvéla- smíði er ein sú lengsta í sögu Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO. „Þetta opnar nýjan kafla í samskipt- um okkar, þar sem við getum farið frá lögsóknum til samvinnu um flug- vélar,“ sagði von der Leyen. Biden og hún höfðu fyrr á árinu samþykkt að aflétta refsitollum sem Bandaríkin og Evrópusambandið höfðu sett á hvort annað vegna deil- unnar, sem sneri að ríkisstyrkjum til flugvélaverksmiðjanna. Settu Bandaríkjamenn til dæmis tolla á osta og vín frá Evrópu, og bandarískt hveiti og tóbak fékk sömu meðferð hjá ESB. „Nýtt samband“ við Bandaríkin Samkomulagið nær til næstu fimm ára, og sögðu heimildarmenn AFP-fréttastofunnar að á þeim tíma ætti að nást varanlegra samkomulag um deilu Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins, á sama tíma og reikn- að væri með frekari uppgangi Kín- verja í flugvélaiðnaði. Forsvarsmenn bæði Airbus og Bo- eing lýstu yfir ánægju sinni með samkomulagið og sögðu fulltrúar Airbus það geta lagt grunninn að „jöfnu samkeppnisumhverfi“. Þá fagnaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti samkomulaginu á Twitter-síðu sinni, en franskir vín- gerðarmenn höfðu mátt finna fyrir refsitollum Bandaríkjanna. Sagði Macron samkomulagið fyrstu niður- stöður hins „nýja sambands“ við Bandaríkin. Enn eru þó í gildi refsitollar á stál og ál sem Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, setti á árið 2018, sem og tollar sem ESB setti á ýmis heimsþekkt bandarísk vörumerki, eins og Harley Davidson-mótorhjól, viskí-framleiðslu og gallabuxur. Er stefnt að því að finna lausn á þeim fyrir lok þessa árs. Ekki gert ráð fyrir árangri Biden hélt til Genfar í Sviss að loknum fundi sínum með Michel og von der Leyen, en þar mun hann funda með Vladimír Pútín Rúss- landsforseta í dag. Biden sagðist vera reiðubúinn fyr- ir erfiðan fund, en samskipti Rússa og Bandaríkjamanna hafa verið við frostmark undanfarin ár. Það er sagt til marks um stöðuna, að forsetarnir munu ekki deila saman kvöldverði að fundi loknum. Vopnahlé í viðskiptastríði - Bandaríkin og Evrópusambandið samþykkja hlé á sautján ára löngum þrætum Airbus og Boeing - Macron fagnar „nýjum tímum“ - Biden kominn til Genfar AFP Viðskiptaviðræður Ursula von der Leyen, Joe Biden og Charles Michel mæta til fundar síns í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel í gær. Stjórnvöld í Taí- van sökuðu í gær Kínverja um að hafa sent 28 her- flugvélar inn fyrir loftvarnasvæði eyjunnar, sama dag og kínversk stjórnvöld sökuðu Atlantshafs- bandalagið um að hafa ýkt ógnina sem stafaði frá Kína í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtogafundar síns. Sögðu kínversk stjórnvöld að bandalagið væri að „búa til árekstra“, en í yfirlýsingu þess sagði meðal annars að aðgerðir Kínverja fælu í sér „kerfisbundnar áskoranir“ við alþjóðakerfið í dag. Aldrei hafa fleiri kínverskar her- flugvélar flogið inn fyrir markalín- una á Taívan-sundi, en í apríl flugu 25 flugvélar inn fyrir hana, eftir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði Kínverja við að hrófla við núverandi ástandi í samskiptum Kína og Taívans, en Kínverjar segja eyjuna hluta af Kína, og hafa heitið því einn daginn að ná aftur fullum yfirráðum yfir henni. NATO hafi ýkt ógnina frá Kína - Taívan kvartar undan herflugi Antony Blinken

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.