Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Ferðumst
innanlands
í sumar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Útgerðir búa sig nú undir samdrátt
í kjölfar ráðgjafar Hafrannsókna-
stofnunar vegna fiskveiðiársins
2021/2022 sem kynnt var í gær-
morgun. Þar er gert ráð fyrir tölu-
vert minni þorskveiðum í ár en í
fyrra, en viðmiðunarstofn þorsks
hefur verið ofmetinn síðustu ár.
„Ég verð bara að segja það að
þetta eru mikil vonbrigði og þung-
bær tíðindi. Þetta er svo mikill nið-
urskuður og mjög óvænt. Þetta mun
valda tekjusamdrætti hjá sjávar-
útvegsfyrirtækjum og ljóst að menn
verða að grípa til aðgerða í sínum
rekstri til að mæta þessu.
Ég sé samt ekkert annað í stöð-
unni en að við fylgjum ráðgjöf
Hafró. Við verðum að taka á þessu
af ábyrgð og fylgja þessari vís-
indalegu ráðgjöf með langtímahags-
muni í huga,“ segir Ólafur H. Mar-
teinsson, forstjóri Ramma hf. og
formaður Samtaka fyrirtækja í sjáv-
arútvegi.
Rýrir ekki traust
Spurður hvort ofmat Hafrann-
sóknastofnunar á stofnstærðinni
undanfarin ár sé til þess fallin að
rýra traust útgerðarmanna til stofn-
unarinnar segir Ólafur svo ekki
vera. Þá hafi stofnunin skýrt stöð-
una fyrir hagsmunaaðilum í gær og
lýst því hvernig samsetning stofns-
ins hafi breyst. „Það sem er óþægi-
legt fyrir útveginn er hversu óvænt
þetta gerist og að menn hafi ekki
séð þetta fyrir með meiri fyrirvara,
getað gefið út einhverjar viðvaranir
um hvað væri í vændum þannig að
menn hefðu einhvern fyrirvara til að
bregðast við. En það er ekki þannig
að þetta rýri tiltrú okkar á stofn-
uninni.“
Endurmat viðmiðunarstofns
þorsks ætti að lækka ráðgjöf um
aflamark um 27% í um 188 þúsund
tonn en vegna jöfnunartækis í afla-
reglu lækkar ráðgjöfin um 13%.
Ólafur telur þetta gefa til kynna að
ráðgjöfin kunni að haldast lág í ein-
hvern tíma. „Ég held að það sé
nokkuð ljóst og það sem þeir [Haf-
rannsóknastofnun] hafa sagt er að
bata er ekki að vænta næstu tvö til
þrjú árin. En aflareglan er sett sam-
an af ástæðu, það er verið að draga
úr sveiflum og kannski í ljósi þess
að vísindin eru ekki mjög nákvæm.“
Áþekkt ástand
Má þá búast við erfiðara rekstr-
arumhverfi í einhvern tíma?
„Já, ég skil það þannig að við
munum þurfa að búa við eitthvert
áþekkt ástand næstu tvö til þrjú
árin.“
Spurður hvort þetta séu mikil
vonbrigði í ljósi þess að greinin er
byrjuð að sjá fyrir endann á áhrifum
kórónuveirufaraldursins svarar
Ólafur: „Auðvitað eru þetta von-
brigði, en við verðum að horfa til
þess að við erum með einhvern
sterkasta hrygningarstofn í 40 til 60
ár og mjög sterkan viðmiðunar-
stofn. Það sem er kannski að gerast
þarna er að það eru tveir slakir ár-
gangar að koma inn í veiðina og það
leiðir af sjálfu sér til niðursveiflu, en
svo ofan á þetta kemur þetta ofmat
sem ýkir niðursveifluna svona mik-
ið.
En við erum […] heilt yfir með
mjög sterkan þorskstofn og þess
vegna er svo mikilvægt að menn
horfi til langtímahagsmuna. Þeir
felast í því að við förum varlega og
hlítum vísindalegri ráðgjöf í þessum
efnum.“
Vona að bætt verði í
„Að sjá tveggja stafa tölu eru
gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að
það myndi minnka eitthvað en ekki
svona mikið,“ segir Örn Pálsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda.
Hann kveðst binda vonir við að
ráðherra sjávarútvegsmála fari út
fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar til að lina höggið sem fylgir
skerðingunni. „Ég held það sé alveg
hægt. Þrettán prósenta niður-
skurður í okkar helstu tegund er
bara allt of mikið. Smábátarnir eru
alveg háðir þorskinum.“
Gera ráð fyrir samdrætti í útvegi
- Endurskoðað stofnmat leiddi í ljós að þorskstofninn hafði verið ofmetinn um 226 þúsund tonn
- Ráðgjöf lækkar um 13% - Ástandið vari í tvö til þrjú ár - Útgerðarfyrirtæki grípi til aðgerða í rekstri
1.208
tonn 982
tonn
941
tonn
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og viðmiðunarstofn þorsks
Viðmiðunarstofn
þorsks
Heimild:
Hafrannsóknastofnun
H
ei
m
ild
:H
af
ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
Mat 2020 Leiðrétt mat 2020 Mat 2021
Tonn
Fiskveiðiárið
2020/2021
Fiskveiðiárið
2021/2022 Breyting milli ára
Þorskur 256.593 222.373 -13%
Ýsa 45.389 50.429 11%
Ufsi 78.574 77.561 -1%
Gullkarfi 38.343 31.855 -17%
Djúpkarfi 12.384 7.926 -36%
Litli karfi 684 609 -11%
Síld 35.490 72.239 104%
Grálúða 23.530 26.650 13%
Skarkoli 7.037 7.805 11%
Langlúra 854 1.025 20%
Þykkvalúra 1.073 1.288 20%
Tonn
Fiskveiðiárið
2020/2021
Fiskveiðiárið
2021/2022 Breyting milli ára
Steinbítur 8.761 8.722 0%
Hlýri 314 377 20%
Blálanga 334 406 22%
Langa 5.700 4.735 -17%
Keila 2.289 2.172 -5%
Lýsa 1.003 1.137 13%
Skötuselur 503 402 -20%
Gulllax 8.729 9.244 6%
Tindaskata 988 921 -7%
Úthafsrækja 5.136 5.136 0%
Sæbjúgu 2.203 2.307 5%
Ígulker 220 196 -11%
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetin og veiðihlut-
fall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem
nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum, að því er
fram kom í kynningu Guðmundar Þórðarsonar, sviðs-
stjóra botnsjávarsviðs, á ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í gærmorgun.
Þar var vakin athygli á að við „endurskoðun á stofn-
mati í kjölfar endurmats á aflareglu var uppsetningu
stofnmats breytt“. Við það kom ljós að viðmiðunar-
stofninn, sem talinn var í fyrra vera 1.208 þúsund tonn,
hafi raunar verið 19% minni eða 982 þúsund tonn.
Stofninn er nú talinn vera 941 þúsund tonn og sam-
dráttur því 4,8% milli ára eða 22% miðað við stofn-
matið fyrir leiðréttingu.
Leggur Hafrannsóknastofnun því til að ekki verði
veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fiskveiðiárinu
2021/2022. Það er 13% lækkun frá ráðgjöf stofnunar-
innar í fyrra fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, en þá nam
hún 256.593 tonnum. Guðmundur útskýrði að væri það
ekki fyrir sveiflujöfnun í aflareglu hefði útgefin ráðgjöf
lækkað um 27% í 188 þúsund tonn.
Þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi fært fréttir
af töluvert minni þorskstofni gat stofnunin kynnt já-
kvæðar fréttir af öðrum nytjastofnum Íslendinga, svo
sem ýsu og síld. Leggur hún til að útgefið aflamark í
síld verði 104% meira en í fyrra og er ástæða þess
sterkur 2017-árgangur sem kemur inn í veiðistofninn
nú, en stofninn hafði minnkað ört vegna ichthyo-
phonus-sýkingar 2009 til 2010 og 2016. Þá telur stofn-
unin horfurnar góðar þar sem 2018-árgangurinn sé
einnig sterkur.
Ráðgjöf í ýsu eykst um 11% og benda mælingar til að
árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi og er útlit
fyrir að stofninn stækki á næstu árum.
Mun minni þorskstofn en áður var talið
ENDURSKOÐAÐ STOFNMAT LEIDDI Í LJÓS VANMAT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samherji fiskeldi ehf., dótturfélag
Samherja, áformar að byggja allt að
40 þúsund tonna landeldi á laxi í
Auðlindagarðinum við Reykjanes-
virkjun. Hafa náðst samningar við
HS orku og landeigendur um upp-
bygginguna. Meðal annars verður
nýttur ylsjór sem er affall frá kæl-
ingu virkjunarinnar.
Áformað er að byggja stöðina upp
á ellefu árum; seiðastöð, áframeld-
isstöð og frumvinnsluhús ásamt
þjónustubyggingum. Heildar-
fjárfesting er áætluð ríflega 45 millj-
arðar króna. Stjórn Samherja hefur
ákveðið að leggja fjármagn í fyrsta
áfanga, 7,5 milljarða króna, en ráð-
gerir að leita til fleiri fjárfesta þegar
kemur að frekari uppbyggingu.
Stöðin er gríðarlega stór, hvort
sem mælistika íslensks fiskeldis er
sett á hana eða mælistika landeldis í
heiminum. Til samanburðar má
nefna að heildarframleiðsla íslensku
fiskeldisfyrirtækjanna á laxi var 34
þúsund tonn á síðasta ári, megninu
var slátrað upp úr sjókvíum.
Tölvugerð mynd/Samherji
Landeldisstöð Undirbúningur framkvæmda á Reykjanesi er hafinn.
Risastöð á Reykjanesi
- Samherji áformar að framleiða 40
þúsund tonn af laxi við Reykjanesvirkjun