Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Í Morgunblaðinu
22. maí sl. birtist pist-
ill eftir Gísla Sigurðs-
son undir fyrirsögn-
inni „Kynbundið
orðfæri“ og fjallar
höfundur í honum um
lífleg skoðanaskipti
sem farið hafa fram
upp á síðkastið í sam-
félagsmiðlum um mál-
far í Ríkisútvarpinu
og víðar. Höfundurinn leitast við
að telja lesendum blaðsins trú um
það að indóevrópsk tungumál séu
ekki einungis ætt tungumála held-
ur séu þau einnig hugmyndakerfi:
„Í indóevrópsku málsögunni kem-
ur sama hugmynd [og hjá Ari-
stótelesi] fram í því að karlkynið
varð ráðandi áður en kvenkynið
þróaðist. Hugmyndafræði og sjón-
arhorn karlkynsins varpaðist inn í
tungumálið og hefur lifað þar góðu
lífi síðan.“ Þá skrifar hann enn
fremur: „Kynjakerfi indóevr-
ópskra tungumála er ekki bara
málfræðilegt, eins og heyrist, utan
og ofan við hugmyndakerfi okkar
sem tölum málin. Með nýjum hug-
myndum um vald og kynhlutverk
á liðnum öldum hefur tekist að
breyta miklu til betri vegar fyrir
almenning.“ Loks stendur þar:
„Oftast er þó útlátalaust að tala
mál beggja kynja – og leggja
þannig af þá gömlu indóevrópsku
hefð að gera aðeins ráð fyrir körl-
um þegar við mennirnir hittumst
utan heimilis. […] ætti það ekki að
koma í veg fyrir að við reynum að
losa okkur úr hugarfarshlekkjum
tungumálsins sem styðja það
frum-indóevrópska fyrirkomulag
að konur gæti bús og barna innan
stokks en við karlarnir séum af
Guði gerðir til að fljúga, nema,
kjósa, stjórna – og ráða.“ Ekki
verður annað sagt en að nokkur
kúfur sé á skóflublaðinu hjá höf-
undi. Við skulum hvolfa því og at-
huga lítillega hvað þá kemur í ljós.
Í fyrsta lagi kennir höfundur
okkur það að „karl-
kynið“ í indóevrópsku
móðurtungunni, for-
móður íslensku, hafi
orðið „ráðandi áður
en kvenkynið þróað-
ist“. Ég þykist samt
muna að málvísindin
telji sig hafa sýnt
fram á það að í indó-
evrópsku hafi upp-
haflega verið tvö kyn,
„kyn“ þess sem lif-
andi er (af báðum líf-
kynjum) og „kyn“
dauðra hluta. Þriðja kynið, kven-
kynið, hafi komið síðar til sög-
unnar. Mér virðist það því vera í
allra hæpnasta lagi að halda því
fram að karlkynið í indóevrópsku
tungunni hafi orðið ráðandi á und-
an kvenkyninu.
Í öðru lagi er því haldið að les-
andanum að þróun eða myndun
kvenkynsins sé hugmyndafræðileg
og ávöxtur hugsunar sem sé hlið-
stæð hugmynd Aristótelesar um
karlinn, hina eðlilegu veru, og
konuna, afbrigði hins eðlilega. Þá
sé það einnig indóevrópsk skipan
að konur og karlar fari með mis-
munandi hlutverk í samfélaginu.
Vegna nýrra hugmynda um vald
og kynhlutverk á „liðnum öldum“
gefist nú hins vegar tækifæri til
þess að brjóta af sér þessa hug-
arfarshlekki tungumálsins, indó-
evrópska kynjakerfið. Höfundur
hlýtur að vita að ekkert er vitað
með vissu um þjóðfélagsgerðina á
þeim stað og tíma sem kynjakerfi
málsins tók á sig þá mynd sem
enn loðir við sumar af þessum
tungum. Ekki mun heldur vera
vitað með neinni vissu hvenær það
gerðist en það mun þó hafa verið í
órafyrnsku. Þrátt fyrir það finna
þeir það á sér sem hafa þessar
tungur að móðurmáli og óbrengl-
aða málkennd að málfræðilegt kyn
og lífkyn eru ekki eitt og hið sama
enda bera tungurnar sjálfar skýr
merki um það. Það er ekki fyrr en
á allra síðustu árum að einhverjir,
ekki margir sem betur fer, hafa
farið að trúa því að ekki sé munur
á þessu tvennu. Þeir hafa þó ekki
annað fyrir sér í því en ræður og
pistla örfárra útbreiðslumanna.
Alkunna er að fjöldi tungumála er
kynlaus, þ.e.a.s. að þau hafa ekki
eiginleg málfræðikyn. Bæði eru
þetta tungur af indóevrópsku
málaættinni sem hafa glatað þess-
ari málfræðilegu deild en einnig
eru mörg tungumál kynlaus sem
eru óskyld henni. Til dæmis um
indóevrópsk tungumál sem hafa
glatað eiginlegu málfræðikyni er
enska (nema í persónufornöfnum
3. p. et.) og sú breyting mun hafa
gengið í garð fyrir nokkrum öld-
um. Viðhorfsbreytingar um hlut-
verk og jafnrétti kynjanna með
Engilsöxum og reyndar öðrum
þjóðum á Vesturlöndum eru mun
nýlegri eins og allir hljóta að vita.
Dæmi um tungur af öðrum mála-
ættum sem ekki hafa málfræðikyn
eru tyrknesk mál, japanska, kín-
verska, flest ástrónesísk mál (s.s.
jövumál og taívanska), úralísk mál
(s.s. finnska og ungverska) og svo
mætti áfram telja. Hvernig skyldu
ráðandi hugmyndir um „vald og
kynjahlutverk“ vera á þessum
„kynlausu“ málsvæðum? Alls stað-
ar framsæknar eða hvað? Hverj-
um dettur í hug, þegar þetta er
allt haft í huga, að fylgni sé með
kynjakerfi tungu og jafnrétt-
ishugmyndum þeirra sem hana
tala? Það dettur aðeins fáeinum
erindrekum í hug. Þeir vilja líka
fá að handstýra málbreytingum í
þágu þvælukenningar sem hug-
arfar þeirra er hlekkjað við.
„Hugarfarshlekkir
tungumálsins“
Eftir Pétur
Guðgeirsson » Það dettur aðeins fá-
einum erindrekum í
hug. Þeir vilja líka fá að
handstýra málbreyt-
ingum í þágu þvælu-
kenningar sem hugarfar
þeirra er hlekkjað við.
Pétur Guðgeirsson
Höfundur er fv. héraðsdómari.
petrus@visir.is
Á síðustu mánuðum
hafa birst greinar í
fjölmiðlum þar sem
lagt er til að farið
verði í létt hrað-
vagnakerfi (e. BRT
light) í stað þess há-
gæða hraðvagnakerfis
sem er nú í undirbún-
ingi og er kallað borg-
arlínan. Hugmyndir
um létt hrað-
vagnakerfi eru ekki nýjar af nálinni.
Þetta er einn af þeim kostum sem
voru skoðaðir í aðdraganda þess að
svæðisskipulag höfuðborgarsvæð-
isins 2015 var sett. Þá var nið-
urstaðan að létt hraðvagnakerfi
myndi ekki ná sama árangri og há-
gæða hraðvagnakerfi og að sam-
félagslegur kostnaður yrði mun
hærri ef ekki væri farið í hágæða
kerfi.
Spara eyrinn,
en kasta krónunni
Niðurstöður umferðarspáa sem
unnar voru í tengslum við svæð-
isskipulagið sýndu skýrt að það að
beina stærstum hluta fjármagns í
uppbyggingu stofnvega myndi leiða
til tuga prósenta aukningar í vexti
bílaumferðar og aukinna tafa. Það
er því dýrast fyrir samfélagið hvort
sem litið er til beins kostnaðar, tafa,
slysa eða lýðheilsu eða útblásturs.
Að ná að stoppa línulegan vöxt bíla-
umferðar er talið góður árangur í
stórum samgönguverkefnum og það
að ná að minnka vöxt bílaumferðar
er talið mjög góður árangur.
Við mat á gæðum samgöngukerfa
er litið til þess hvort við komumst
áreiðanlega, án biðar, tímanlega og
þægilega á áfangastað og aftur
heim. Ljóst er að létt hrað-
vagnakerfi stendur hágæða hrað-
vagnakerfi að baki í öllum þessum
þáttum og mun því ekki ná sama ár-
angri. Ástæðan fyrir því er að sér-
akreinar hægra megin í göturými,
eins og gert er ráð fyrir í léttu hrað-
vagnakerfi, eru í raun for-
gangsakreinar eins og eru til staðar
nú þegar á höfuðborgarsvæðinu.
Slíkar forgangsakreinar tryggja
ekki áreiðanleika á sama hátt og
sérrými í miðju, eins og
gert er ráð fyrir með
borgarlínunni, því að
önnur umferð getur
villst inn á for-
gangsakreinar. Meira
er um þveranir ann-
arrar umferðar með
slakara umferðarör-
yggi og lélegra að-
gengi, ásamt því að erf-
iðara er að veita
kerfinu forgang á
gatnamótum. Þetta
gerir það að verkum að
kerfið verður óáreiðanlegt og getur
því ekki flokkast sem hágæða al-
menningssamgöngukerfi.
Samgöngusáttmálinn
sló tóninn
Þau dæmi sem nefnd hafa verið
sem góð dæmi um létt hrað-
vagnakerfi eru í borgum þar sem nú
þegar er fyrir hendi hágæða al-
menningssamgöngukerfi í formi
lesta. Léttu hraðvagnakerfin eru því
eingöngu viðbót við kerfi sem fyrir
eru. Borgarlínan er hins vegar
stefna um að búa til hágæða al-
menningssamgöngukerfi í fyrsta
sinn á Íslandi. Það var niðurstaða
sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu að stefna á hágæða al-
menningssamgöngur með samþykkt
svæðisskipulagsins. Ríkið kom svo
að því borði með gerð samgöngu-
sáttmálans í september 2019. Betri
samgöngum ohf. er ætlað að hrinda
samgöngusáttmálanum í fram-
kvæmd og er bundið af honum.
Leitum hagkvæmustu leiða
Hönnunarferli borgarlínunnar er
skammt á veg komið. Hönn-
unarstigin eru þrjú; frumdrög, for-
hönnun og verkhönnun. Aðeins
liggja fyrir frumdrög að fyrstu lotu
af sex. Ljóst er að borgarlínan mun
taka breytingum í þessu ferli. Ekk-
ert hefur komið fram sem sýnir
fram á að forsendur hafi breyst sem
ættu að leiða til annarrar nið-
urstöðu varðandi kosti þess að
byggja upp hágæða hraðvagnakerfi.
Væri það mat Betri samgangna að
réttara væri að fara aðrar leiðir en
gert er ráð fyrir í samgöngu-
sáttmálanum myndi fyrirtækið
leggja það til við hluthafa sína, ríkið
og sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu, sem myndu þurfa að
taka endanlega ákvörðun um það. Á
öllum stigum munu Betri sam-
göngur tryggja að leitað verði hag-
kvæmustu leiða, þó þannig að þeim
markmiðum sem að er stefnt sé náð.
Hágæða almenn-
ingssamgöngur
Eftir Davíð
Þorláksson
Davíð Þorláksson
»Ekkert hefur komið
fram sem ætti að
leiða til annarrar nið-
urstöðu varðandi kosti
þess að byggja upp há-
gæða hraðvagnakerfi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Betri samgangna ohf.
david@betrisamgongur.is
Það er margrætt og
sannað með dæmum að
hófleg valddreifing í
stað miðstýringar eflir
vellíðan starfsmanna
og eykur árangur í
starfi til muna. Um
valddreifingu (de-
centralization) og mið-
stýringu (centraliza-
tion) hafa fræðimenn
ritað margar greinar
og bækur. Dæmi eru yfirleitt tekin
um fyrirtæki sem ná góðum árangri
með aukinni valddreifingu í starfs-
mannamálum og þar með góðum ár-
angri í rekstri.
Eðlilegt er að líta á skóla sem
fyrirtæki – öflugt og vandað fræðslu-
og þjónustufyrirtæki þar sem við-
skiptavinirnir eru nemendur og for-
ráðamenn þeirra. Hví skyldi þá ekki
markviss valddreifing eiga vel við í
skólastarfi? Víða er skilvirk og öflug
vanddreifing í skólum þar sem æðsti
embættismaður skóla (skólastjóri,
skólameistari, framkvæmdastjóri)
ræður til sín aðstoðarstjórnendur og
heldur með þeim reglulega (t.d. viku-
lega) samráðsfundi þar sem rætt er
um næstu verkefni skólastarfsins og
gengið frá því hvaða starfsmenn sjái
um hvert þessara verkefna.
Skólanefndir fyrir grunn- og
framhaldsskóla eru skipaðar ýmsum
fulltrúum, eru skólunum til halds og
trausts og eftirlits í helstu málum.
Þá er gott að hafa einnig skólaráð,
skipað fulltrúum
stjórnenda og kennara,
nemenda og náms-
ráðgjafa. Skólaráð ræði
félagslíf nemenda og
ýmis mál er tengjast
nemendafélagi. Með
þátttöku nemenda í
þessu starfi skapast
góð leið til að kenna
nemendum vönduð
vinnubrögð í stjórnum.
Markviss valddreifing í
skóla eykur ánægju
starfsmanna til muna.
Ánægðir starfsmenn skóla eru gulls
ígildi.
Hvernig er svo staðan í íslenskum
skólum um þessar mundir að okkar
mati? Í mörgum framhaldsskólum er
unnið vel að valddreifingu innan
hvers skóla enda eru þeir skólar vin-
sælir og ánægja ríkir meðal starfs-
manna og nemenda. Nemendur
þessara skóla ná góðum árangri og
bera skólum sínum vel söguna. Vald-
dreifing í grunnskólum gæti verið
meiri. Margir íslenskir grunnskólar
skila nemendum sínum ekki nógu vel
búnum til frekara náms á framhalds-
og háskólastigi. Yfirvöld grunnskóla
í landinu og í hverju sveitarfélagi
þurfa að efla skóla landsins, m.a.
með aukinni valddreifingu. Samtök
foreldra geta hér sem á öðrum svið-
um grunnskóla látið meira til sín
taka. Á meðal foreldra í öllum skól-
um landsins er fjöldi vel menntaðra
sérfræðinga sem þekkja mikilvægi
valddreifingar frá sínum vinnustað.
Þeir gætu hægt og rólega stuðlað að
valddreifingu í skólum barna sinna
og bætt þar með vinnuumhverfi
þeirra.
Öld miðstýringar er löngu liðin og
tími valddreifingar runninn upp.
Þetta þekkja stjórnendur og starfs-
menn fyrirtækja um allt land. Vald-
dreifing er ekki eitthvert tískufyr-
irbrigði. Í stærstu fyrirtækjum
heims eru að jafnaði a.m.k. fimm
manna stjórnir sem stýra fyrirtækj-
unum, formaður stjórnar er þá tals-
maður fyrirtækis og stjórnar en
framkvæmdastjóri kemur ákvörð-
unum stjórnar í markvissan og tíma-
settan farveg framkvæmda. Þetta og
ýmislegt fleira mætti hafa í huga við
innleiðingu betri og vandaðrar vald-
dreifingar á æðstu sviðum hinnar ís-
lensku stjórnsýslu.
Stjórnendur skóla og annarra
menntastofnana þurfa að fylgjast vel
með í þróun nútímastjórnarhátta og
efla valddreifingu í skólum sínum í
náinni og góðri samvinnu við starfs-
menn, nemendur og foreldra.
Eftir Þorstein
Þorsteinsson »Markviss valddreif-
ing í skóla eykur
ánægju starfsmanna og
árangur og þroska nem-
enda. Ánægðir starfs-
menn skóla eru gulls
ígildi.
Þorsteinn Þorsteinsson
Höfundur er fyrrverandi
skólameistari.
thorsteinn2212@gmail.com
Aukin valddreifing í skólum