Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 72
Við viljum minna fólk á að vera ekki hrætt við að kaupa þessi tæki. Það getur enginn drepið sig á þeim. Þau stuða bara á einn stuð- takt og það er hjarta- stopp. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir HJARTASTOPP Rétt viðbrögð geta bjargað! Endurlífgunarráð Íslands er fagráð sérfræðinga á sviði endurlífgunar. Meginmark- mið þess er að auka upp- lýsingar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðarljósi að bjarga mannslífum. Blandaður faghópur situr í tíu manna stjórn Endurlífgunarráðs en allir sem áhuga hafa á endur- lífgunarmálum geta verið aðildar- félagar. Í starfsreglum ráðsins segir að í stjórn skuli sitja breiður hópur sérfræðinga á sviði endur- lífgunar. Í dag sitja í stjórn meðal annarra bráðatæknir, hjartalæknir, barnalæknir, sérfræðingur í barna- hjúkrun og svæfingarhjúkrunar- fræðingur svo tekin séu dæmi. Áhersla er að á að hafa blandaðan hóp sérfræðinga í stjórn til að sem breiðust vitneskja sé innan ráðsins. Endurlífgunarráð Íslands var í upphafi skipað af landlækni árið 2001 en nýtt sjálfstætt Endurlífg- unarráð var stofnað á grunni þess gamla árið 2013. Endurlífgunarráð Íslands er aðili að evrópska endur- lífgunarráðinu (ERC). Evrópska endurlífgunarráðið kemur ekki aðeins að gerð og kynningu nýrra endurlífgunarregla sem nýttar eru um allan heim heldur einnig að gerð námsefnis fyrir endurlífg- unarnámskeið. Endurlífgunarráð Íslands er rétthafi allra námskeiða ERC á Íslandi og ber ábyrgð á að námskeið séu haldin samkvæmt gæðastöðlum ERC. Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir er starfsmaður Endurlífgunarráðs Íslands. Hún segir að Endurlífgun- arráð séu eins konar regnhlífar- samtök sem hafa það markmið að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að allir læri endurlífgun. Ráðið lætur sig varða allt sem við kemur endurlífgun s.s. ýmiss konar ráðgjöf. Eitt af aðalstarfi Endurlífg- unarráðs Íslands er þó að tryggja námskeið í sérhæfðri endurlífgun fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Hrafnhildur. „Í f lestum löndum í kringum okkur sér endurlífgunarráð einnig um grunnendurlífgunar- námskeið. En hér á Íslandi hefur Rauði krossinn séð um flest slík námskeið fyrir almenning. Það var allt í góðu ferli þegar Endur- lífgunarráð Íslands varð aðili að ERC svo við ákváðum að taka það ekki yfir. Í staðinn höfum við lagt áherslu á grunn- og sérhæfð endurlífgunarnámskeið fyrir heil- brigðisstarfsfólk. Markmiðið er að sem flestir heilbrigðisstarfsmenn fari á sérhæfðu námskeiðin. Það eru námskeið þar sem verið er að gefa lyf og nota stuðtæki, svo- lítið það sem kemur í framhaldi af grunnendurlífguninni sem við Mikilvægt að kenna flestum endurlífgun Endurlífgunarráð hvetur til almennrar þekkingar á endurlífgun og umræðu um tengd málefni. MYND/AÐSEND er haldið upp á Alþjóðlega endur- lífgunardaginn. Endurlífgunarráð minnir á þann dag með ýmsum hætti. „Í fyrra voru popparar fengnir til að athuga hvort þeir hefðu gefið út lag með réttum hnoðtakti. Staying Alive hefur oft verið nefnt sem lag í réttum takti og flestir þekkja það. En þegar við erum að kenna yngra fólki þá þekkir það ekkert endilega lag frá 8. áratugnum. Markmiðið í fyrra var að finna önnur lög sem unga fólkið þekkir,“ útskýrir Hrafnhildur. „Ilmur Dögg Níelsdóttir, sem er fulltrúi Rauða krossins í stjórn Endurlífgunarráðs, kom fram í Gísla Marteini á Endurlífgunardeg- inum í fyrra og sýndi endurlífgun í takt við Glaðasti hundur í heimi. En það lag er í réttum hnoðtakti, þ.e.a.s 100-120 hnoð á mínútu. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn tóku þátt og nýttu samfélagsmiðla til að minna á réttan hnoðtakt sem finna mátti í þeirra lögum.“ Endurlífgunarráð hefur einnig stutt við verkefnið „Börnin bjarga sem fer fram í grunnskólunum. „Heilsugæslan tók verkefnið upp á sína arma en ráðið studdi kaup á æfingadúkkum sem notaðar eru í kennslunni í dag til að kenna 12-14 ára krökkum endurlífgun. Skóla- hjúkrunarfræðingar sjá svo um að kenna námskeiðin,“ segir Hrafn- hildur. Mikilvægt að hjartastuðtæki sé að finna á sem flestum stöðum Endurlífgunarráð leggur ríka áherslu á að auka vitundarvakn- ingu á mikilvægi þess að AED- hjartastuðtæki séu til staðar sem víðast. „Við viljum minna fólk á að vera ekki hrætt við að kaupa þessi tæki. Það getur enginn drepið sig á þeim. Þau stuða bara á einn stuðtakt og það er hjartastopp. Tækin sem eru notuð á sjúkrahúsum stuða á tvo takta og á öðrum þeirra geturðu verið með púls. En það eru bara sérhæfð tæki á sjúkrastofnunum sem gera það,“ útskýrir Hrafn- hildur. „Tækin sem eru í búðum, á lög- reglustöðvum og lögreglubílum, þetta eru allt tæki sem stuða bara á einn takt. Ef einhver krakki kemst í þau eða unglingar stela tæki, kannski í Kringlunni eða á Glerártorgi og ætla að vera voða fyndin og gera eitthvað við þau, þá geta þau það ekki. Tækin virka bara á hjartastopp,“ segir hún og bætir við: „Rannsóknir sýna að jafnvel fimm til sex ára börn geta notað þetta tæki, stundum betur en ein- hver sem er fertugur. Af því fimm ára barn hlýðir leiðbeiningum en sá fertugi er alltaf að efast og hugsar kannski: Ég fór einu sinni á námskeið og þá var þetta örugg- lega ekki svona. En þessi tæki eru alveg örugg!“ Hrafnhildur útskýrir að lífslíkur einstaklings í hjartastoppi hrynji mjög hratt fyrstu mínútuna. Þess vegna skipti gríðarlegu máli að stuðað sé innan við mínútu frá því einstaklingur fer í hjartastopp. Jafnvel þótt sjúkrabíllinn sé fljótur á staðinn þá geti skipt sköpum ef hjartastuðtæki er í næsta húsi. „Víða um heiminn er búið að setja upp miðlægan gagnagrunn um hvar hjartastuðtæki er að finna. Hér á Íslandi er ekki form- lega búið að setja reglur um slíkan gagnagrunn. En það er verið að vinna í því að koma svona gagna- grunni upp hér á landi, en það er ekki komið nógu formlega af stað, og því áframhaldandi verkefni Endurlífgunarráðs,“ segir Hrafn- hildur. „Endurlífgunarráð Íslands hefur verið með þetta verkefni á sínu borði lengi en það er svolítið flókið í framkvæmd. Ein hugmynd var að hafa þetta inni á ja.is, önnur að hafa upplýsingarnar hjá Neyðar- línunni sem gæti þá sagt þeim sem hringja hvar tækin er að finna. En vandamálið er hvaða tæki á að skrá og hvaða tæki ekki. Tækin þurfa að vera aðgengileg, sjáanleg og upp- færð,“ útskýrir hún. „Spurningin er svolítið hvort á að skrá öll tækin, líka þau sem eru í einkaeigu, eða bara tækin sem eru í verslunum, á skrifstofum eða almenningsstöðum? Og á þá að skrá inn tæki sem er á skrifstofu sem lokar klukkan 16.00 og enginn kemst inn að ná í það eftir það? Við erum að vinna í þessu en það gengur hægt út af því að flækju- stigið er hátt. En vonandi kemur svona grunnur upp fljótlega.“ En alveg sama hversu flækju- stigið er hátt, mikilvægast er að tækin séu á sem flestum stöðum og allir geri sér grein fyrir því að það er óhætt að nota þau. n Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, starfsmaður Endurlífgunar- ráðs Íslands viljum að allur almenningur læri,“ útskýrir hún. Endurlífgunarráð á réttinn á námskeiðunum en framselur hann til Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri sem sjá um að halda nám- skeiðin. Öll námskeið sem keyrð eru á Íslandi í sérhæfðri endurlífgun eru með leyfi Endurlífgunarráðs Íslands, sem er gæðavörðurinn á bak við þau. „Það þarf að halda öll námskeiðin á sama hátt. Það skiptir engu máli hvort námskeiðið er á Íslandi eða í Palestínu. Námskeiðið er staðlað og það er verk Endurlífgunarráðs Íslands að líta eftir því að rétt sé að því staðið,“ segir Hrafnhildur. Hjartað hnoðað í takt við Glaðasta hund í heimi Einu sinni á ári, þann 16. október, 6 30. október 2021 LAUGARDAGURVELFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.