Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 40
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Hjartaheill Sveinn Guðmundsson formaður Hjartaheilla Það er magnað þetta líf. Við erum heppin að fá að upplifa þá töfra sem lífið býður upp á. Vissulega eru andstæður þar sem takast á sorgin og gleðin. Það að missa ástvin er eitt erfiðasta áfallið sem við verðum fyrir og það er engin auðveld leið að halda áfram. Við verðum að finna hugrekki til að lifa með sorginni. Í gleðinni deilum við með vinum okkar draumum og sigrum. Skyndilegt hjartastopp getur leitt til ótímabærs dauða. Allt að 200 manns fá hjartastopp árlega hérlendis. Við hjá Hjartaheill viljum gera eitthvað í málunum – ekki vera bara áhorfendur. Við þurfum að skapa framtíð með eigin draumum og takmörkum og láta ekkert standa í vegi fyrir okkur. Leggjum því af stað í ferðalag, þú og ég, í átt að takmarkinu að minnka líkurnar á að hjartastopp verði endastöðin. Breytum sorg í gleði, von í vissu. Eina leiðin til að sjá framtíðina fyrir er að skapa sér hana sjálfur með markvissum aðgerðum og breyttri hugsun. Hraðinn í samfélaginu er mikill. Öll vandamál sem við upplifum eiga sér lausnir og svör. Sumir ganga svo langt að segja að það séu engin vandamál, við veljum frekar að búa þau til. En lífið er ekki svona einfalt. Einhvers staður er sagt að við ráðum ekki stafrófi lífsins og bókstafnum sem okkur er úthlutað fáum við ekki ráðið heldur. Hjartaheill leggur mikla áherslu á endurlífgun Tvö síðustu ár efndi Hjartaheill til landsátaks sem var einfaldlega nefnt HJARTASTOPP. Í grunnskólum landsins hefur endurlífgunarbrúðum verið dreift til kennslu í 6.-10. bekk, m.a. með stuðningi Hjarta- heilla. Hjúkrunarfræðingar í skólum sjá um kennslu í fyrstu viðbrögðum, s.s. hringja, hnoða og blása. Gera má sterklega ráð fyrir að þessi kennsla auki þátttöku í að veita fyrstu hjálp, fumlaust og örugg- lega með betri árangri. Nú er komið að því að fjalla um endurlífgun með AED-hjartastuðtækjunum og koma upp miðlægum grunni yfir hvar þau eru staðsett. Draumur okkar er að tækin í landinu verði skrá- sett og að það verði Neyðarlínan 112 sem annast svörun í neyðartilvikum og geti staðsett tækin og staðinn þar sem aðstoðar er þörf og gert ráðstafanir til að kalla út aðstoð þar sem næsta hjartastuðtæki er staðsett. Þurfum að þétta netið Mikilvægt er að félög, fyrirtæki og opinberir aðilar komi sér upp hjartastuðtækjum, þannig getum við þétt netið og tryggt að næsta hjartastuðtæki verði aldrei langt undan. Þeir sem eiga AED-hjartastuð- tækin væru þá mögulega tilbúnir að veita þessa aðstoð, yrðu eins konar „hjartahlauparar“ sem við teljum geta skipt sköpum við endurlífgun hér á Íslandi. Tryggja verður að verkefni þetta verði vel úr garði gert sem vekur almenna athygli landsmanna um hversu auðveld notkun þessara tækja er og breyta hlutfallinu í að 85% landsmanna hiki ekki við að grípa slíkt tæki og geri sitt besta til að veita fyrstu aðstoð, e.t.v. 10-15 mínútum áður en hjálp berst. Í dag er hlutfall þeirra sem bregðast við um 30%. Betra er að gert eitthvað, en ekki vera bara áhorf- andi. Við höfum einblínt á það að byggja betri fram- tíð fyrir fjöldann, bætta lýðheilsu og lífsgæði. Við eigum okkur draumsýn og leggjum af stað í ferðalag í átt að takmarkinu. Við vildum breyta sorg í gleði, von í vissu. Við hvetjum landsmenn til að leggja með okkur af stað í þetta ferðalag. Með hjartans kveðju, Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla Betra er að gera eitthvað – ekki vera áhorfandi • Hver sem er, hvar sem er. • Hjartastuðtæki getur bjargað. • Er tæki nálægt þér? HJARTASTOPP Víða um heim má finna hjartastuðtæki þar sem margt fólk safnast gjarnan saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Þá dugar ekki að nota einhver smáskilti,“ segir Tómas Gíslason. hópar svokallaðra hjartahlaup- ara (e. heartrunners) sem setja upp smáforrit í símana sína sem heimili miðlægu kerfi að hafa upp á þeim sem eru nægjanlega nálægt vettvangi yfirstandandi endur- lífgunar. „Þessir aðilar fá þá boð í símana sína. Taki þeir verkefnið fá þeir að vita hvar næsta AED tæki er statt og hvert það þurfi að komast. Slíkt fyrirkomulag krefst miðlægs gagnagrunns sem er tengdur kerfi Neyðarlínunnar og býr yfir upp- lýsingum um öll tæki sem grípa má til. Um leið mundi gagnagrunnur- inn búa yfir upplýsingum um alla þá hjartahlaupara sem skrá sig til þjónustu, innihalda hugbúnað sem reiknar áætlaðan ferðatíma að tækinu og þaðan á vettvang. Séu einhverjir sem mæta þeim tíma- mörkum sem sett hafa verið þá eru send út boð.“ Væri ágætis byrjun Hann segir að tölfræðilega séu litlar líkur á að slíkt fyrirkomulag nái mjög góðri dekkun á okkar dreifbýla landi. „En ef við byrjum á að koma upp miðlægum gagna- grunni yfir slík tæki, finnum einhverja leið til að tryggja að í honum séu einungis tæki sem eru í starfhæfu ástandi og setjum svo upp þá kröfu að slík tæki sé alltaf til reiðu á öllum þeim stöðum þar sem fólk safnast saman í meira en 10 km fjarlægð frá næstu bækistöð sjúkrabíla, þá væri það alveg ágætis byrjun.“ Að mati Tómasar ætti t.d. ekki að heimila útihátíðir nema hægt sé að tryggja að þar séu AED tæki í innan við 500 metra fjarlægð. „Það sama ætti að eiga við um tjald- stæði, fjallaskála, íþróttahús og aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Merkingar nauðsynlegar Fjármögnun hjartastuðtækja verður að öllum líkindum erfið enda eru þau nokkuð dýr að hans sögn. „En ef litið er á þau sem sjálfsagðan öryggisbúnað þá má kannski drekkja fjármögnuninni í öðrum byggingarkostnaði. Það dettur engum í hug að setja upp hafnaraðstöðu nema hafa bjarg- hring á svæðinu. Eðlilegast er að ábyrgðaraðili hvers svæðis sjái til þess að tækin séu alltaf aðgengileg, hvort heldur er með kaupum eða með því að tryggja viðveru hjálpar- liðs ef um tímabundna aðstöðu er að ræða.“ En það er ekki nóg að setja tækin upp heldur þarf að merkja þau vel. „Þá dugar ekki að nota einhver smáskilti. Það þarf að setja upp skilti sem sjást úr 500 metra fjar- lægð og skrá tækin í gagnagrunn hjá Neyðarlínu. Sá gagnagrunnur er kannski ekki til í dag en kæmi til einhvers konar landsátaks í að koma þessum málum í betra horf mun Neyðarlínan leggja til gagna- grunninn. Eftir að skikk er komið á skráningu tækjanna má svo huga að því að koma upp kvaðningar- fyrirkomulagi eins og lýst var hér áðan og gætu þá ýmsir nýst vel, t.d. björgunarsveitarfólk, heilbrigðis- starfsfólk, atvinnubílstjórar og bara hver þau sem eru tilbúin til að leggja á sig eitthvað aukalega fyrir samborgarana.“ ■  2 30. október 2021 LAUGARDAGURVELFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.