Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 8
Ég er ekki ánægður með Heklureitinn, það er ekki nóg bara að þétta heldur þarf líka að fylgja öllum meg- inatriðum sem eru í nýja aðalskipulaginu. Gunnlaugur Stefán Baldursson, arkitekt Arkitekt segir að Reykjavík sé á réttri leið með þéttingu byggðar. Reykjavíkurflug­ völlur ætti að víkja. Dæmi séu um úthverfi sem flokkist undir svefnbæi. bth@frettabladid.is BYGGINGARLIST Innan skamms kemur út ritið „Fléttað inn í borgar­ vefinn og landslagið“ eftir Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt. Bókin hefur auk texta að geyma fjölda mynda um byggingarsögu Reykja­ víkur en einnig um evrópskar borgir. Í bókinni vitnar höfundur í Laxness sem sagði í sendibréfi til Jóns Sveinssonar eftir fyrstu heim­ sókn Nóbelsskáldsins til Rómar: „Mest gaman er að þeim hlutum, sem enginn tekur eftir.“ Í einum kafla bókarinnar segir Gunnlaugur að á Íslandi sé náttúran svo ríkur þáttur í lífi landsmanna að hún ætti að vera Íslendingum sjálf­ sögð og eðlileg við mótun umhverf­ is og bygginga. Það sem aðgreini Reykjavík frá öðrum höfuðborgum sé legan. „Lega Reykjavíkur er mjög sér­ stök. Við höfum byggt á nesi sem gengur út í sjó og það er sjór beggja vegna, bæði norðan og sunnan, sem er óvanalegt. Við höfum þennan fjallahring, Esjuna, Bláfjöllin og Keili. Umgjörðin minnir svolítið á Marrakech í Marokkó þar sem fjallahringurinn skiptir mjög miklu máli. Þessu má aldrei gleyma við skipulagsgerð,“ segir Gunnlaugur í samtali við Fréttablaðið. Arkitektinn minnir á að land­ læknirinn Guðmundur Hannesson hafi ásamt Guðjóni Samúelssyni húsameistara haft mikið um fyrsta skipulag Reykjavíkur að segja árið 1927. Mjög verði að huga að birtu, sjálfbærni og að mikilvæg þjónusta sé innan seilingar. Vesturbærinn beri vitni um þetta sem og Lauga­ vegurinn, þvergötur, Skólavörðu­ holtið og nærliggjandi svæði. Spurður hvort Reykjavík hafi gengið til góðs svarar hann: „Það er rétt stefna að þétta. En það skiptir meginmáli að þessi þétting sé vel gerð.“ Einn liður af mörgum gæti verið að Reykjavíkurflugvöllur víki, enda sé völlurinn eðlileg framleng­ ing á Kvosinni og miðbænum. Lágreist byggð lykilatriði Mjög skiptar skoðanir eru um skipulagsmál, lóðaskort og bygg­ ingalega stefnu til framtíðar í borg­ inni. Gunnlaugur telur mikilvægt að byggð í Reykjavík rísi aldrei of hátt. Fjórar til fimm hæðir eigi að duga í f lestum tilfellum en stöku hærri byggingar á völdum stöðum séu réttlætanlegar til að mæta straumi nýrra borgara. „Ég er ekki ánægður með Heklu­ reitinn, það er ekki nóg bara að þétta heldur þarf líka að fylgja öllum meginatriðum sem eru í nýja aðalskipulaginu. Þeir vilja fara upp í átta hæðir en það finnst mér of hátt.“ Höfundur telur að borgaryfir­ völd verði áfram að vinna að því að þétta byggð en ummyndunin krefjist umhugsunar. Spurningar vakni um ábyrgð stjórnmálamanna og fagmanna. Hinn almenni borgari verði líka að láta sig þróunina varða og bókin nýtist vonandi sem stak í því mengi. Húsbyggingar taki mið af staðháttum Gunnlaugur hefur lengst af búið í Köln eftir að hann lauk námi sem arkitekt. Mörg verkefni liggja eftir hann í Þýskalandi en hann heldur annað heimili í Vesturbænum, sem er í hans huga sá hluti Reykjavíkur sem hefur heppnast hvað best hvað varðar byggingarskipulag. En hvað einkennir í hans huga góðan arkitektúr? „Auðvitað er svarið við þeirri spurningu persónulegt en fyrir mig er góður arkitektúr sá arkitektúr sem verður til út frá staðháttum.“ Gunnlaugur segir mikilvægt að borgir megi aldrei verða bara svefnbæir. „Ef þú býrð í borg, þá viltu lifa borgarlífi. Borg er lífið – ekki satt?“ En hvað þá með sum úthverfi Reykjavíkur? „Mörg úthverfa borgarinnar eru svefnbæir og ekki sjálf bær. Engar verslanir, þú þarft sem íbúi að fara allra ferða í bíl til að sækja þjónustu. Ef þú býrð í borg þá áttu að vera óháður því að þurfa að ferðast með bíl,“ svarar Gunnlaugur og brýnir stjórnmálamenn og arkitekta til að axla ábyrgð þegar horft sé til fram­ tíðar. n Úthverfin megi ekki vera ósjálfbærir svefnbæir Arkitektinn við Ljósvallagötuna. Lykilatriði að hverfin séu sjálfbær, segir Gunnlaugur Stefán Baldursson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR benediktboas@frettabladid.is SKIPULAG „Næsti áratugur verður áratugur Reykjavíkur þegar kemur að uppbyggingu,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á kynn­ ingarfundi Reykjavíkurborgar í gær. Árleg kynning á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík með áherslu á framkvæmdir sem eru í gangi og uppbyggingaráform var haldin í gær og var þéttsetinn bekkurinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Dagur fór þar yfir bæði fortíð og framtíð í skipulagi borgarinnar. Hann sagði í ræðu sinni ætla ekki að staldra við heldur bæta í en um 12 þúsund íbúar hafa sest að í Reykja­ vík síðan 2017, eða heill Mosfells­ bær. „Já, eða Árborg, Seltjarnarnes, Grindavík, Hveragerði og Ölfus til samans,“ sagði Dagur. Hann sagði að bankarnir hefðu spáð rangt um að það væri verið að byggja of mikið í Reykjavík þegar þeir skrúfuðu fyrir lánalínur árið 2019. „Því er tef lt fram að Reykja­ vík hafi ekki átt lóðir og hafi ekki verið að samþykkja deiliskipulag. Það er rangt. Árið 2019 var f jallað um að offramboð á íbúðum væri á leiðinni og allir bankarnir, ekki einn og ekki tveir heldur allir, skrúfuðu fyrir. Það er merkilegt að það er vilji til þess að draga þessa umræðu inn í pólitík eða hvort það sé með­ virkni með bönkunum sem spáðu rangt og gátu ekki annað því vaxta­ lækkun sem bjó til þessa eftirspurn var ekki fyrirséð frekar en Covid,“ sagði Dagur. Hann benti á að borgin væri til­ búin með lóðir, svæði og sýn á það hvað gerðist næst en næstu fimm árin færu 86 milljarðar í upp­ byggingu, eða 17 milljarðar á ári. Þá sagði hann að borgin væri að tryggja félagslega blöndun inni á reitum sem er á höndum einkaað­ ila. „Við erum að semja um að ákveð­ ið hlutfall á uppbyggingarreitum, líka á þeim sem eru dýrir og glæsi­ legastir, verði þannig að félags­ bústaðir hafi forkaupsrétt og það verði félagsleg blöndun. Þar erum við að tryggja blandaða borg og að við endum ekki uppi með ógeðs­ lega leiðinleg hverfi fyrir ríkt fólk sem er alltaf í útlöndum hvort eð er og síðan fyrir fátækt fólk þar sem er ömurð. Það hefur sýnt sig, til dæmis á stóra uppbyggingarverkefninu á sjötta áratugnum, að það er betra fyrir alla,“ sagði Dagur. n Fjármálastofnanir ráða hraðanum á uppbyggingu frekar en sveitarfélög Dagur B. Eggertsson borgarstjóri H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði. Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum. Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkirnir veittir til eins árs: • Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun • Styrkir til kynningar og fræðslu um loftslagsmál Áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að draga úr losun, sem hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun. Áhersla verður lögð á verkefni sem hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar. Umsóknarfrestur er til 9. desember 2021 kl. 15.00. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur skulu kynna sér vel handbók sjóðsins fyrir styrkárið 2022 áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar: www.rannis.is Loftslagssjóður Umsóknarfrestur 9. desember kl. 15:00 kristinnpall@frettabladid.is SAMGÖNGUR Þriðja mánuðinn í röð voru flestir nýskráðir bílar í október­ mánuði sem gengu fyrir rafmagni og var í gær búið að skrá jafnmarga nýja rafmagns­ og bensínbíla af þeim fjórtán þúsund bílum sem hafa verið nýskráðir það sem af er ári. Af nýskráningum á hreinum raf­ magnsbílum á þessu ári stendur Tesla upp úr með 749 bíla af þeim 2.748 sem hafa verið skráðir, eða rúmlega fjórða hvern rafmagnsbíl. Um leið eru rafmagns­ og tengitvinnbílar, sem ganga fyrir rafmagni og bens­ íni, efst á lista yfir orkugjafa á nýjum fólksbílum það sem af er árs. Undanfarin ár hafa sífellt f leiri Íslendingar skipt yfir í rafmagns­ eða tengitvinnbíla þegar yfirvofandi bann á sölu bíla sem ganga fyrir jarð­ efnaeldsneyti færist nær. Á næstu vikum kemur tíu þúsundasti raf­ magnsbíllinn út í umferðina en fyrir eru þeir 9.960, þar af 9.274 fólksbílar. Flestir þeirra er af gerðinni Nissan og Tesla. n Tíu þúsundasti rafmagnsbíllinn á götuna á næstu dögum Tesla seldi fjögur hundruð raf- magnsbíla í síðasta mánuði. 8 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.