Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 96
Þar af leiðandi hafði ég óskaplega gaman af að skrifa þessa bók. Ég ögraði allavega sjálfri mér. Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili Merking er fyrsta skáldsaga Fríðu Ísberg en ljóð hennar og smásögur hafa vakið mikla athygli. Smásagnasafn hennar, Kláði, var tilnefnt til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Merking gerist í framtíð þegar ein- staklingum býðst að taka sam- kenndarpróf til að sýna að þeim sé treystandi. Þeir sem taka ekki prófið eða falla á því eru í erfiðri aðstöðu, þeim þykir ekki vera treystandi. Þjóðaratkvæðagreiðsla stendur fyrir dyrum um það hvort binda skuli samkenndarprófið í lög. Efnið er óvenjulegt og djarft. „Mér leið eins og það væri verið að búast við ákveðinni gerð af skáldsögu frá mér, sem væri þá eins konar rökrétt framhald af Kláða og myndi fjalla um unga manneskju í Reykjavík,“ segir Fríða. „Hugmyndin að þess- ari bók fæddist mánuði áður en Kláði kom út. Þá var þungamiðjan á hugmyndina um samfélag sem væri drifið áfram af samkennd. Ég byrjaði að skrifa og verkið tók breyt- ingum í ferlinu.“ Það er óhætt að segja að beðið hafi verið eftir þessari fyrstu skáld- sögu Fríðu með töluverðri óþreyju. Fannst henni hún vera undir ákveð- inni pressu? „Ég ákvað snemma að þetta verk myndi ekki skilgreina mig sem höfund, það skipti ekki svo miklu máli að koma með sterka fyrstu skáldsögu heldur væri þetta þriggja ára skammtur af því sem ég hefði verið að skrifa. Svo kæmi ég með aðra skáldsögu og svo þá næstu. Það var ótrúlega góð tilfinn- ing að hugsa þetta sem tilraun og sjá hvað myndi gerast. Þar af leiðandi hafði ég óskaplega gaman af að skrifa þessa bók. Ég ögraði allavega sjálfri mér.“ Karakterar og taktur Fríða ögrar líka lesandanum því í bókinni er spurt krefjandi spurn- inga, eins og til dæmis þeirrar hvort réttlætanlegt sé að merkja fólk. Hún er spurð hvort hún hafi meðvitað forðast að taka siðferðilega afstöðu í bókinni. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst bók um pólaríseringu og ólíka afstöðu og hvernig fólk sem fylgir ólíkum sjónarmiðum talar ekki saman og er hvað með sína orðræðuna. Ég reyndi eins og ég gat að taka ekki afstöðu. Það er ekki fyrr en alveg í lokin sem ég tek kannski örlitla afstöðu til að ná fram ákveðnum áhrifum.“ Stíll bókarinnar er fjölbreyti- legur. „Við ruglum stundum takti saman við stíl. Hver og einn karakt- er krefur mann um sinn eigin takt. Ég velti því mikið fyrir mér í þessari bók hvaða upplýsingar lesandinn þyrfti til að hann hefði samkennd með karakterunum. Í þræðinum hennar Eyju er hún til dæmis eini karakterinn sem talar í beinni ræðu, lesandinn fær aldrei beint samband við fólkið í kringum hana, og ekki heldur aðgengi að baksögu hennar nema í mjög brotakenndri mynd. Mér fannst áhugavert að vita hvern- ig lesandanum liði gagnvart Eyju og hvort hann hefði yfir höfuð sam- kennd með henni. Að sama skapi lét ég Tristan tala á sérstakan hátt til að sjá hvort það hefði áhrif á sam- kennd gagnvart honum. Yrði hann settur skör lægra, myndi hann strax verða fordæmdur af því hann segir einhvern meginn en ekki einhvern veginn? Móðir hans gerir síðan svip- aðar málvillur.“ Seld til níu landa Bókin er nýkomin út en hefur þegar verið seld til níu landa og þau verða örugglega f leiri. „Það er ótrúlega yfirþyrmandi og kemur á skrýtnum tíma,“ segir Fríða. „Ég fékk að vita af fyrstu fimm tilboðunum á sama sól- arhring og ég var með nýrnasteina. Ég var gengin 20 vikur á leið og þá eru fá lyf sem bjóðast. Á meðan ég var að upplifa einn mesta sársauka lífs míns þá var ég að fá á klukku- tíma fresti skeyti um alls kyns til- boð. Síðan fór ég í aðgerð þar sem nýrnasteinarnir voru sprengdir og fjórum dögum seinna var útgáfa á Olíu og viku eftir kom Merking út.“ Olía er samvinnuverkefni Svika- skálda, en hópurinn samanstendur af sex vinkonum. Skáldsagan segir af sex konum á öllum aldri og Fríða skrifar einn kaf la bókarinnar. „Við ætluðum að gera útvarps- verk, sex einræður, en útvarpsleik- stjóri sagði að þetta væri bók og þá ákváðum við að hugsa verkið þann- ig. Við hittumst á vinnustofu okkar í Gröndalshúsi og lásum fyrir hver aðra það sem var komið og ræddum framhaldið. Við unnum mikið út frá innsæinu. Við munum halda áfram að vinna saman því þetta er ótrú- lega dýrmætur félagsskapur.“ n Bók um pólaríseringu og ólíka afstöðu Merking, fyrsta skáldsaga Fríðu, hefur þegar verið seld til níu landa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Sýningin Circuleight er gagnvirk sýning fyrir alla fjölskylduna sem sækir innblástur í hraunið og berg- ið, vatnið, gróðurinn, þörunga og örverur – andardrátt eldfjallanna og túlkar þannig heillandi hringrás lífsins. Tónlist Högna Egilssonar magnar upplifunina. Sýningin verður opnuð í Hörpu, í dag, laugardaginn 30. október, og er opin frá klukkan 12.00-18.00 alla daga. Hægt er að kaupa miða á heimasíðu Hörpu eða í miðasölu. n Mögnuð upplifun Magnað sjónar- spil í Hörpu. kolbrunb@frettabladid.is Ó, veður, einkasýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur, verður opnuð í Gallerí Fold í dag, 30. október klukk- an 14.00. Sjónarmiðja Hrafnhildar Ingu er íslenskt veður, oftast í sínum fegursta og hættulegasta ham þegar kulvindar geisa og nepjan blæs. Hún sækir myndefni iðulega á heima- slóðir sínar í Fljótshlíðinni. Þetta er fimmta einkasýning Hrafnhildar Ingu í Gallerí Fold en hún hefur haldið fjölda annarra einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum heima og erlendis. Sýn- ingin stendur til 13. nóvember. n Veður Hrafnhildar Ein af myndum Hrafnhildar Ingu á sýningunni. 52 Menning 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.