Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 28
þremur árunum. „Eftir það getur eitthvað lagast en það gerist þá mikið hægar.“ Á liðnum níu mánuðum hefur líkami Guðmundar tvisvar hafnað höndunum en tekist hefur að snúa þeirri þróun við með lyfjum og kremum. „Ég get alltaf hafnað höndunum aftur svo lengi sem ég lifi. Ég hef upplifað svokallaða bráðahöfnun en það hefur gerst í handágræðslum að eftir langan tíma kemur krónísk höfnun og það er í raun ekkert hægt að gera við henni,“ segir Guðmundur en segist ekki óttast þá stöðu. „Það er ekkert víst að ég muni alltaf hafa hendurnar. Það getur alveg verið að það þurfi að taka þær af mér, jafnvel eftir 20 ár. Sá sem fór í fyrstu handágræðsluna er enn með þær en það hafa komið upp atvik þar sem líkaminn hefur hafnað þeim alveg. Það er ekki alveg vitað hver ástæðan þá er en það gæti eins verið að það fólk hafi gleymt að taka lyfin. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það er bara seinni tíma vandamál ef það gerist. Ég er búinn að vera að taka þessi lyf frá því 2002 og er í ágætis rútínu með það. Ef ég missi þær þá var ég allavega búinn að vera með hendur í þetta langan tíma. Ég kann alveg að vera líka ekki með hendur.“ Hef aldrei efast eða viljað bakka Guðmundur segist alltaf hafa verið viss um að aðgerðin væri þess virði jafnvel þó hún fæli í sér áhættu og hann væri í raun að hætta lífi sínu. „Ég hef aldrei efast um það eða viljað bakka. Meira að segja var fólk í kringum mig farið að minn- ast á það hvort ekki væri bara komið gott. Þegar árin liðu og ég var alltaf að bíða eins og fáviti. En ég vissi allt- af að það kæmi að þessu. Það höfðu komið upp hugsanlegir gjafar en þá höfðu aðstandendur þeirra alltaf sagt nei. Maður skilur svo sem að það sé erfitt, á versta degi lífs þíns, þegar þú ert að missa son þinn eða maka að fá spurningu um hvort brytja megi af honum handleggina. Þó maður væri auðvitað svekktur – skildi maður þetta alltaf.“ Guðmundur segist vonast til að aðgerðin og góður árangur hennar veki almenning til umhugsunar um að þetta sé möguleiki. „Fyrir 20 til 30 árum síðan var þetta staðan með líffæri, en nú er líffæragjöf orðin hluti af lífinu. Við erum að vonast til að ná því sama með tímanum. Með góðum árangri bætir slík aðgerð lífsgæði fólks til muna. Það eru milljónir manna búnar að missa útlimi um allan heim um leið og fullt af útlimum er bara grafið og gefið ormunum.“ Aðspurður um breytingu á lík- amsímynd svarar Guðmundur: „Það er góð tilfinning að sjá sig heilan aftur.“ Enn er þó langt í land og hend- urnar enn ekki orðnar fúnksjónal, eins og Guðmundur lýsir því. „Ég er þó farinn að geta notað hægri höndina til að starta bílnum og setja í drive og opna og loka bíl- hurðinni. Þetta er smátt og smátt að koma. Ég er bara að fá nýjan pakka í hverri viku og það er geggjað.“ Faðmaði dóttur sína í fyrsta sinn Dætur Guðmundar eru í dag 24 og 28 ára gamlar, barnabörnin orðin tvö og von á því þriðja. „Yngri stelpan mín sem var þriggja mánaða þegar ég missti hendurnar og er í dag 24 ára kom í heimsókn um daginn með dætur sínar tvær. Það var notalegt knús get ég sagt þér,“ segir Guðmundur sem fékk þá að faðma dóttur sína í fyrsta sinn frá slysi. „Þessar tvær afastelpur mínar eru svo á svipuðu reki og mínar stelpur voru þegar ég slasaðist og sami aldursmunurinn á þeim. Ég missti svolítið af stelpunum mínum. Þegar ég slasaðist vorum við fjölskylda og þegar slitnar upp úr því var ég varla helgarpabbi því ég gat ekki tekið stelpurnar hjálparlaus. En það er voða gaman að vera afi,“ segir hann kátur. Guðmundur stefnir á að koma heim í tvær vikur yfir jólin en fram undan eru fyrstu jólin frá árinu 2015 sem hann getur ferðast. Aðspurður hvort hann ætli sér að árita bækur í heimsókninni segist hann geta skrifað nafn sitt með aðstoð spelku en það tæki töluverðan tíma. „Vinur minn kom aftur á móti með þá hug- mynd að ég myndi bara stimpla fingrafar í bækur fyrir fólk ef það er eftirspurn eftir því.“ En það er ekki bara áritun sem Guðmundur stefnir á í jólafríinu en hann ætlar sér að vera með námskeið á Grand Hóteli þann 27. desember. „Ég er búinn að vera að læra markþjálfun og ætla að vera með námskeiðið Innri styrkur. „Það byggi ég á eigin reynslu og markþjálfuninni. Innri styrkur kemur þegar maður yfirstígur mót- læti en það eru ákveðin verkfæri og viðhorf sem geta flýtt fyrir svo fólk þarf ekki að vera handalaust í 23 ár til að geta nýtt sér þetta,“ segir Guð- mundur að lokum en hægt er að skrá sig á námskeiðið á heimasíðu hans, gretarsson.is. n Guðmundur og Sylwia hafa byggt upp líf sitt í Lyon og eiga þar þrjá hunda. MYND/BENEDIKT SNÆR Guðmundur segist alltaf hafa verið ákveðinn í að fara í aðgerðina þó að hann hætti lífi sínu. MYND/BENEDIKT SNÆR Það er ekkert víst að ég muni alltaf hafa hend- urnar. Það getur alveg verið að það þurfi að taka þær af mér, jafnvel eftir 20 ár. Ég missti svolítið af stelpunum mínum.  28 Helgin 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.