Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 4
n Tölur vikunnar 40 prósent leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur á árinu voru tekin hjá Heilsugæslunni. 50 manna sendinefnd frá Íslandi sækir loftlagsráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Glasgow. 10 prósent framhaldsskólanema undir átján ára aldri neyta orku- drykkja daglega. 9 fullbólusett börn hafa greinst með Covid-19 á Íslandi af rúmlega 12.000. 19 hafa leitað til neyðarmóttöku vegna hópnauðgunar það sem af er ári. n Þrjú í fréttum Fyrrverandi starfsmaður krefst 70 milljóna króna í skaðabætur auk miskabóta frá Biskupsstofu vegna þess sem starfsmaðurinn telur ólögmæta uppsögn. helenaros@frettabladid.is DÓMSMÁL Aðalmeðferð máls Magnhildar Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns, gegn Biskupsstofu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Var einkum tekist á um hvort hún hefði notið réttinda sem opinber starfsmaður. „Þetta kom mjög illa við mig. Mér fannst illa farið með mig eftir 21 árs starf. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á mig,“ sagði Magnhildur fyrir dómi. Aðspurð sagði Magnhildur engar breytingar hafa orðið á hennar stöðu síðustu mánuði fyrir upp- sögnina. Ekkert hefði gefið til kynna í hvað stefndi. Magnhildur lýsti því að henni hefði verið sagt upp á fimm mín- útna fundi án mikilla útskýringa í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom í nóvember 2020. Þá hefði henni ekki verið boðið að kveðja sam- starfsfólk. „Nei, ég var bara beðin um að koma og taka persónulega muni á skrifstofunni,“ sagði Magnhildur og nefndi að hún hefði ekki heldur fengið boð í sérstakt kveðjuhóf sem haldið var fyrir starfsmenn sem voru að hætta. Auk stefnanda gaf mannauðs- stjóri Biskupsstofu, Ingunn Ólafs- dóttir, einnig skýrslu fyrir dómi. Ingunn lét þess getið við upphaf skýrslunnar að henni hefði verið sagt upp störfum degi fyrir aðal- meðferðina. Mannauðsstjórinn sagði að þrátt fyrir að hún hefði séð um upp- sögnina hefði ákvörðunin ekki verið hennar. „Það var alltaf biskup Íslands sem tók endanlegar ákvarð- anir.“ Skipulagsbreytingar hefðu orðið til þess að Magnhildi hefði verið sagt upp. Fjárhagsstaða kirkjunnar hefði ekki verið góð. Hún bætti við að tveimur öðrum starfsmönnum hefði verið sagt upp á sama tíma. Samningur hefði verið gerður við annan þeirra. Að skýrslutökum loknum fór Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Magn- hildar, yfir málsatvik. Biskupsstofa hefði borið fyrir sig þrönga fjárhags- stöðu og hagræðingu. Vegna nýlegra breytinga á skipulagi og aukins fjár- hagslegs sjálfstæðis kirkjunnar frá ríkinu nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn. Lára sagði skrýtið að segja upp starfsmanni til rúmra tuttugu ára með vísan til starfssamnings almenns vinnumarkaðar eftir að hafa verið opinber starfsmaður öll þessi ár. Þegar uppsögnin kom til hefði lögmaður leitað eftir því að gerður yrði samningur um þessi starfslok, því hefði verið hafnað. Á sama tíma hefði verið samið við aðra sem var sagt upp á sama tíma. Lára gagnrýndi biskup sem hún sagði aldrei hafa haft samband við Magnhildi eftir uppsögnina. „Æðsti yfirmaður kirkjunnar hefur ekki átt neitt einasta samtal við starfsmann kirkjunnar til 22 ára. Hún hafi orðið fyrir óréttmætum aðdróttunum og árás á sína æru,“ sagði Lára um umbjóðanda sinn og benti á að vegna aldurs ætti hún ekki greiðan aðgang á vinnumark- aðinn aftur. Lára vísaði forsendum kirkjunnar á bug. Ekkert sýndi bága fjárhags- stöðu stofnunarinnar. Þvert á móti, kirkjan væri að koma sér fyrir í einu dýrasta húsi Reykjavíkurborgar og öllu tjaldað til. Árni Gestsson, lögmaður Bisk- upsstofu, tók svo til máls og sagði ekkert ólögmætt við uppsögnina. Þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag á almennum vinnumarkaði. Þá sagði Árni að því færi fjarri að ástæða uppsagnarinnar hefði tengst hæfni Magnhildar í starfi. Uppsögn- in hefði tengst hagræðingu. Magnhildur krefst 70 milljóna króna í skaðabætur og einnar millj- ónar króna í miskabætur. Biskups- stofa krefst sýknu í málinu en til vara lækkunar á kröfum. Í málf lutningi lögmannanna var einnig vikið að lagagrundvelli starfsréttinda Magnhildar en þar liggur hinn eiginlegi lagaágrein- ingur; hvort hún taldist vera opin- ber starfsmaður og hvaða áhrif það hefur á réttindi hennar að kirkju- þing hefur ekki staðfest nýjar reglur eftir að kirkjan öðlaðist aukið fjár- hagslegt sjálfstæði frá ríkinu. n Krefur Biskupsstofu um 70 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar Magnhildur Sig- urbjörnsdóttir og lögmaður hennar, Lára V. Júlíusdóttir, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Mér fannst illa farið með mig eftir 21 árs starf. Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Biskups- stofu TRYGGÐU ÞÉR RAM Í FORSÖLU TIL AFHENDINGAR EFTIR ÁRAMÓT ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 R A M Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Íslands á Kýpur í undan- keppni H M í v ik u n ni . Hú n þrumaði bolt an um með hægri fæti upp í sam skeyt in og síðar í leiknum skoraði hún í fjærhornið. Hún leikur nú með Kristianstad en mun leika með Wolfsburg á næsta tímabili. Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður segir réttlæti á Íslandi vera mis- skipt eftir því hver gerandinn er, ek k i síst í kynferðisbrota- málum. Hvítir karlar í jakkafötum fái betri meðferð hjá lögreglu og dómstólum. Formaður Landssam- bands lögreglumanna hafnaði því að slíkt væri gert meðvitað. Dóms- málaráðherra hefur beint því til ríkislögreglustjóra að taka málið til skoðunar. Rjúpan hænsnfugl var í deiglunni í vikunni en veið- ar á henni hefj- ast á mánudag. Dýraverndunar- sinnar skoruðu á umhverfisráð- herra að banna veiðar. Skotveiði- menn voru uggandi og óttuðust að sett yrði á veiðibann. Náttúru- fræðistofnun hefur lagt til að veiða megi 20.000 rjúpur í nóvember. Eftir fundarhöld var ákveðið að aðeins mætti veiða frá hádegi og veiði- menn hvattir til að skjóta ekki fleiri en þrjár til fjórar rjúpur hver. n 4 Fréttir 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.