Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 84
Rjúpan er áhugaverður fugl að svo mörgu leyti og hefur tengingar við íslenska þjóðarsál í allar áttir. Í aðdraganda veiðitímabilsins sem hefst á mánudaginn gaf Dúi Landmark út bókina Gengið til rjúpna. arnartomas@frettabladid.is Umræðan um rjúpuna hefur verið ofar- lega á baugi undanfarnar vikur enda hefst veiðitímabilið á mánudaginn. Fyrr í vikunni kom út bókin Gengið til rjúpna þar sem Dúi Landmark gerir fuglinum skil frá ýmsum hliðum. „Rjúpan er áhugaverður fugl að svo mörgu leyti og hefur tengingar við íslenska þjóðarsál í allar áttir,“ segir Dúi. „Kveikjan að þessari bók var annars vegar að deila þeirri upplifun sem það er að ganga til rjúpna og hins vegar að gera grein fyrir þessum margþættu tenging- um sem fuglinn hefur við þjóðarsálina.“ Dúi er rjúpunni vel kunnugur en hann fór fimmtán ára gamall í sína fyrstu veiðiferð af mörgum. Sem kvikmynda- gerðarmaður tók hann að sér að vinna að skotveiðimyndum hér heima, þar á meðal af rjúpunni, auk þess sem hann var í stjórn Skotvís í fjögur ár, þar af tvö sem formaður. „Uppleggið var að fjalla um rjúpuna frá sem f lestum hliðum, bæði fyrir skemur og lengra komna veiðimenn sem myndu finna efni við sitt hæfi, en líka fyrir almenning sem er forvitinn um málefnið og þá sérstaklega söguna,“ segir Dúi. Aldagömul hefð Í bókinni kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars farið yfir undirbúning veiðiferðarinnar, skotveiðileyfi, hvers konar vopn eru notuð, hvernig eigi að haga sér á veiðislóð, hvernig skuli lesa landið og hver munurinn sé á rjúpna- veiði með og án hunds. Sá kafli sem Dúi segir að hafi verið hvað forvitnilegast að skrifa er um sögu rjúpnaveiða á Íslandi. „Sú saga teygir sig mjög langt aftur, eiginlega alla leið að landnámi og fram á okkar daga,“ segir hann. „Þar segir frá fyrstu rjúpnaveiðimönnum lands- ins, bræðrunum Helga og Grími, sem koma fyrir í Fljótsdæla sögu. Síðan er farið í gegnum þjóðsögurnar, hvenær skotvopnin komu til sögunnar og síðan hvernig neyslu- og veiðihefðin myndað- ist hérna heima fyrir.“ Matargerðinni eru svo gerð góð skil þar sem þrír stjörnukokkar gefa upp- skriftir að rjúpunni; þau Úlfar Svein- björnsson, Nanna Rögnvaldardóttir og Snædís Jónsdóttir. Þá er einnig að finna uppskriftir frá Jóni Pálmasyni á Sauðár- króki að þurrkaðri rjúpu, rjúpnasnafs og fleira til. Að lokum eru svo teknar saman veiði- sögur héðan og þaðan. „Sögurnar eru svo stór hluti af veiðimenningunni,“ segir Dúi. „Talsvert mikið af góðu veiði- fólki hefur lagt mér til sögur, bæði karlar og konur, en sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að hlutur kvenna hefur auk- ist á undanförnum árum.“ Dúi segir að mikil spenna sé í veiði- samfélaginu fyrir því að veiðitímabilið hefjist á mánudaginn. „Við hlökkum öll til og erum fegin að það sé aftur orðið hægt að veiða rjúpu,“ segir hann. „Annað hefði svo sem verið algjört glapræði. Það má segja að fyrir mörg okkar þá sé þetta upptakturinn fyrir jólin og undirbún- ingur þeirra hefjist þar.“ n Rjúpan og þjóðarsálin Það eru fáir fróðari um rjúpuna en Dúi Landmark, enda er hann hokinn af reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lukkulegir og stoltir veiðimenn á Ísafirði árið 1916. MYNDASAFNIÐ Á ÍSAFIRÐI / ÚR SAFNI BJÖRNS PÁLSSONAR 1941 Lokið er við höggmyndir af fjórum forsetum Banda- ríkjanna á Rushmore-fjalli. 1960 Diego Maradona knattspyrnumaður fæðist. 1983 Fyrstu frjálsu kosningarnar eru haldnar í Argentínu eftir sjö ára herforingjastjórn. 1985 Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. 2008 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vinnur það írska 3:0 á Laugardalsvelli og kemst þar með í úrslitakeppni. Merkisatburðir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Skúli Lýðsson bóndi, Keldum á Rangárvöllum, lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 19. október. Útförin fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 14.00. Drífa Hjartardóttir Lýður Skúlason Una Guðlaugsdóttir Hjörtur Skúlason Ragna Sól V. Steinmüller Skúli Skúlason Melkorka Mjöll Kristinsdóttir Viktor Berg, Drífa, Guðmundur, Jón Ari, Viktoría, Eyjólfur Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug vegna andláts ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, Þóru Guðnadóttur áður til heimilis að Sólheimum 25. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Minni-Grundar sem annaðist hana af einstakri alúð og umhyggju. Gerður Guðnadóttir Bjarni Guðnason Jónína Margrét Guðnadóttir Sveinn Snæland og frændsystkin. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Snorri Kristinn Þórðarson Ársölum 1, lést í faðmi fjölskyldunnar á Líknardeild Landspítalans, miðvikudaginn 20. október. Útförin fer fram 1. nóvember kl. 13.00 frá Lindakirkju. Brynja Böðvarsdóttir Böðvar Snorrason Kristín V. Jónsdóttir Þórður Snorrason Herdís Sigurðardóttir Ingibjörg H. Snorradóttir Páll Ólafsson Sigríður Brynja Snorradóttir Sveinn Daníel Arnarson Jóna Maggý Þórðardóttir Haukur Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.