Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 30.10.2021, Blaðsíða 86
Linda Ásdísardóttir stýrir leið- sögn um sýninguna Missi þar sem sjá má muni, úr eigu fólks sem er látið, sem urðu að dýr- gripum eftirlifenda. arnartomas@frettabladid.is Menningarmánuði í Árborg lýkur nú um helgina en þar hafa fjölbreyttir viðburðir staðið til boða. Byggðasafn Árnesinga býður á sunnudaginn upp á leiðsögn um sýninguna Missi þar sem persónulegir munir sem urðu að dýrgripum eftirlif- enda þegar ástvinir þeirra féllu frá eru til sýnis. „Sýningin er sett upp á óvenjulegan hátt að því leyti til að sagan á bak við gripina og tilfinningagildi þeirra fær að njóta sín,“ segir Linda Ásdísardóttir sýn- ingarstjóri og nefnir sem dæmi leikföng ungrar stúlku, Margrétar, sem lést átta ára gömul árið 1909. „Í stað þess að vera dæmigerð leikföng stúlku frá þessum tíma þá fá gripirnir að vera táknrænir fyrir þann harm foreldranna sem dótt- urmissirinn var. Hlutirnir eru heiðraðir í samhengi við tilfinningagildi eigenda þeirra.“ Linda segir að þótt aðalsöguhetjur sýn- ingarinnar sé fólkið sem átti gripina þá sé sýningin í rauninni meira um missinn og eftirlifendurna. „Fólkið geymdi þessa gripi eins og gullið sitt, í litlum kistum, skrifborðs- skúffum eða öðrum fylgsnum,“ segir hún. „Gersemin geymdust þá í marga áratugi þangað til allir eru fallnir frá sem þurfa á þeim að halda til að minnast ástvina sinna. Svo breytast í þeir í safngripi.“ Persónusagan í sviðsljósið Linda segir að í undanfara sýningarinn- ar hafi farið fram mikil leit að bakgrunni gripanna. „Hvaða fólk var þetta sem gaf gripina og hver geymdi þá?“ segir hún. „Það var mesta úrvinnslan.“ Linda segir að þótt þetta fari ekki fram hjá safnastarfsfólki þá séu tilfinninga- legir munir lítið settir í sviðsljósið. „Við geymum oft gripi sem einhvers konar tákn fyrir gamla verkmenningu eða samfélag sem er horfið,“ segir hún. „Á þessari sýningu fær persónusagan að skína í gegn, eitthvað sem við getum öll tengt við.“ Fyrir sýninguna reyndi Linda að velja fólk af ólíkum bakgrunni. „Þarna eru börn sem dóu mjög ung, eins og sveitastrákurinn Helgi sem dó úr botnlangakasti og Helga litla sem dó í bílslysi en líka Kristinn sjómaður sem fórst á hafi, Kristín sem dó af barns- förum og Sigurbjörg úr berklum,“ segir hún. „Þótt þetta gerist við ólíkar aðstæð- ur held ég að allir kannist við að geyma viðlíka gripi um ástvini sína. Persónur á sýningunni eru allt fulltrúar fyrir harm- dauða og við tengjum öll við þessa leið við að varðveita minningu.“ n Dýrgripir endurspegla harm Bóndasonurinn Helgi frá Arabæjarhjáleigu lést fimm ára gamall úr botnlangabólgu. Til minningar varðveittu foreldrarnir lítinn kistil sonarins óhreyfðan. Munir Margrétar Aldísar Árnadóttur (1900-1909). Faðir hennar smíðaði leikföngin hennar og mynd af feðginunum má sjá í lítilli nælu. Fólkið geymdi þessa gripi eins og gullið sitt, í litlum kistum, skrifborðsskúff- um eða öðrum fylgsnum. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og tengdadóttir, Hulda Guðný Finnbogadóttir lést í Noregi miðvikudaginn 25. ágúst. Útför hennar á Íslandi fer fram frá Garðakirkju í Garðabæ miðvikudaginn 3. nóvember klukkan 13. Helgi Hólmar Ófeigsson Kolfinna Ósk Helgadóttir Christian Bacolod Wiik Steinar Helgi Helgason Guðmundur Hólmar Helgason og fjölskylda Kolbrún Sigfúsdóttir Guðmundur Árnason Linda Bára Finnbogadóttir Elfa Dögg Finnbogadóttir Stefán Þór Björnsson Steinunn Sigvaldadóttir Ófeigur H. Jóhannesson Ástkær móðir okkar, Hólmfríður Gestsdóttir Sunnubraut 8, Kópavogi, andaðist í Sunnuhlíð 15. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 1. nóvember klukkan 15.00. Gestur Jónsson Helga Jónsdóttir Skafti Jónsson Gunnar Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og sonur, Vignir Einar Thoroddsen Lundi 5, lést á Landspítalanum 20. október síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum auðsýnda vináttu og samúð og líknarþjónustunni Heru fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Kristín Guðmundsdóttir Hanna Kristín Thoroddsen Brynjar Darri Jónasson Erla Thoroddsen Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jósteinsdóttir Núpalind 6, Kópavogi, sem lést 9. október, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. nóvember klukkan 13. Ingibjörg Björgvinsdóttir Hörður Ingi Jóhannsson Brynja Björgvinsdóttir Vilbergur Magni Óskarsson Svandís B. Björgvinsdóttir Þórir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Óla Jörundssonar frá Miðhrauni, lengst til heimilis á Sólvöllum 11, Selfossi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kumbaravogs og Ljósheima fyrir hlýja og góða umönnun. Kristbjörg Óladóttir Gestur Haraldsson María Óladóttir Svanur Ingvarsson afabörn og langafabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, vinur og bróðir, Örn Kristinsson mjólkurfræðingur, Hjallalundi 20, Akureyri, lést að heimili sínu 21. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Andri H. Arnarson Drífa S. Sveinsdóttir Hafþór Ingi Lind Marija Lind Jóakim Lind, Elísa Anna Lind Ragnheiður Tryggvadóttir Árni, Þórdís, Kristinn, Svanur og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Sesselja Frímannsdóttir áður kennari á Hvolsvelli og í Hveragerði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 23. október sl. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Matthías, Ragnheiður, Málfríður Klara og Kolbrún Kristiansen, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Guðmundar S. Ingimundarsonar blikksmíðameistara, Guðrún Þorbjörnsdóttir Stefanía Guðmundsdóttir Pálmi Þór Þorvaldsson Björn Guðmundsson Íris Ragnarsdóttir Bjarki Guðmundsson Halla Helga Jóhannesdóttir afabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jónas Scheving Arnfinnsson múrarameistari, áður Vesturgötu 155, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 23. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða. Athöfninni verður einnig streymt af vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Ingunn Hjördís Jónasdóttir Magnea Sigríður Jónasdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Eiríkur Þór Eiríksson Ingunn Dögg Eiríksdóttir Jón Ingi Þórðarson Jónas Kári Eiríksson Rakel Rósa Þorsteinsdóttir Ilmur, Eldon og Ragnheiður Marey Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Jóhannsson bifvélavirki, frá Möðruvöllum í Eyjafirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hlíð mánudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 13 og verður streymt. Gunnar Gunnarsson Norðfjörð Gréta Matthíasdóttir Jón Norðfjörð Ragnheiður Svavarsdóttir Jóhann V. Norðfjörð Linda Björk Rögnvaldsd. barnabörn og langafabörn. 42 Tímamót 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.