Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 8
6
manna um það, hversu málum þessum skuli skipað. Frumvarp Einars
var flutt í Alþingi af Guðjóni Guðlaugssyni og Pétri frá Gautlöndum.
Það náði hins vegar aldrei samþykki Alþingis, því landbúnaðarnefnd
varð ekki sammála um frumvarpið.
Þótt frumvarpið dagaði uppi í Alþingi, hafði það sín áhrif án efa,
sem m. a. má sjá af því, að í fjárlögum 1899—1900 eru Búnaðarfélagi
íslands veittar kr. 3500.00 til stofnunar Gróðrarstöðvar í Reykjavík.
Einar Kelgason gerist nú starfsmaður hinna nýstofnuðu félagssam-
taka bænda — Búnaðarfélags íslands. Gróðrarstöðin í Reykjavík er stofn-
sett aldamótaárið undir forustu Einars Helgasonar.
1903 er Ræktunarfélag Norðurlands stofnað, og hefur það tilrauna-
starfsemi (sjá skýrslu Akureyrar). Búnaðarsamband Austurlands byrjar
tilraunir 1905, og er annars staðar í þessu riti gerð grein fyrir þessum
stofnunum.
Á þessu tímabili (1900—1920) eða rétt eftir aldamótin kemst sjálf til-
raunastarfsemin í nokkuð fast form hvað verkefni snertir, þótt enn séu
engin lagaákvæði um skipan tilraunamála yfirleitt. Auk Einars Helga-
sonar er það Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, sem móta
verulega stefnuna í þessurn málum, en Sigurður vann mikið á vegum
R. N. og síðar hjá B. í., eins og kunnugt er.
Á þessu tímabili kemst það í nokkuð fast form, að Alþingi veitir B. í.
það rífleg fjárframlög, að félagið getur veitt nokkurn styrk til tilrauna-
starfsemi og rekið sína Gróðrarstöð í Reykjavík með myndarbrag.
3. Skipan tilraunamála 1920—1940.
Á þessum árum er helzta breytingin sú, að B. í. færir nokkuð út
kvíarnar í sambandi við tilraunastarfsemi sína. 1920 ræður það Metu-
salem Stefánsson í jarðræktina, og starfar hann hjá B. í. til 1935, og
Ragnar Ásgeirsson í garðrækt, bæði til leiðbeininga og til að gera garð-
yrkjutilraunir. 1923 ræður svo félagið Klemenz Kr. Kristjánsson til sín,
og á hann fyrst og fremst að starfa að jarðræktartilraunum (sjá skýrslu
Sámsstaða). 1925 ræður B. í. Pálma Einarsson sem jarðræktarráðunaut,
og starfar hann hjá félaginu allt þetta tímabil. 1924 tók Ólafur Jónsson
við Gróðraistöðinni á Akureyri (sjá skýrslu Akureyrar). Má segja, að
þessir menn allir og þá fyrst og fremst þeir þrír síðast töldu, væru drif-
fjöðrin í tilraunamálum jarðræktar þetta tímabil. Skal nti ekki farið
fleiri orðurn um þessi mál almennt, en vikið nokkru nánar að samþykkt
laga um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins Nr. 64, frá 7. maí
1940, og verður aðallega stuðst við „Álit og tillögur milliþinganefndar
i tilraunamálum landbúnaðarins“, en að öðru leyti má vísa í rit þetta