Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 8

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 8
6 manna um það, hversu málum þessum skuli skipað. Frumvarp Einars var flutt í Alþingi af Guðjóni Guðlaugssyni og Pétri frá Gautlöndum. Það náði hins vegar aldrei samþykki Alþingis, því landbúnaðarnefnd varð ekki sammála um frumvarpið. Þótt frumvarpið dagaði uppi í Alþingi, hafði það sín áhrif án efa, sem m. a. má sjá af því, að í fjárlögum 1899—1900 eru Búnaðarfélagi íslands veittar kr. 3500.00 til stofnunar Gróðrarstöðvar í Reykjavík. Einar Kelgason gerist nú starfsmaður hinna nýstofnuðu félagssam- taka bænda — Búnaðarfélags íslands. Gróðrarstöðin í Reykjavík er stofn- sett aldamótaárið undir forustu Einars Helgasonar. 1903 er Ræktunarfélag Norðurlands stofnað, og hefur það tilrauna- starfsemi (sjá skýrslu Akureyrar). Búnaðarsamband Austurlands byrjar tilraunir 1905, og er annars staðar í þessu riti gerð grein fyrir þessum stofnunum. Á þessu tímabili (1900—1920) eða rétt eftir aldamótin kemst sjálf til- raunastarfsemin í nokkuð fast form hvað verkefni snertir, þótt enn séu engin lagaákvæði um skipan tilraunamála yfirleitt. Auk Einars Helga- sonar er það Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðarmálastjóri, sem móta verulega stefnuna í þessurn málum, en Sigurður vann mikið á vegum R. N. og síðar hjá B. í., eins og kunnugt er. Á þessu tímabili kemst það í nokkuð fast form, að Alþingi veitir B. í. það rífleg fjárframlög, að félagið getur veitt nokkurn styrk til tilrauna- starfsemi og rekið sína Gróðrarstöð í Reykjavík með myndarbrag. 3. Skipan tilraunamála 1920—1940. Á þessum árum er helzta breytingin sú, að B. í. færir nokkuð út kvíarnar í sambandi við tilraunastarfsemi sína. 1920 ræður það Metu- salem Stefánsson í jarðræktina, og starfar hann hjá B. í. til 1935, og Ragnar Ásgeirsson í garðrækt, bæði til leiðbeininga og til að gera garð- yrkjutilraunir. 1923 ræður svo félagið Klemenz Kr. Kristjánsson til sín, og á hann fyrst og fremst að starfa að jarðræktartilraunum (sjá skýrslu Sámsstaða). 1925 ræður B. í. Pálma Einarsson sem jarðræktarráðunaut, og starfar hann hjá félaginu allt þetta tímabil. 1924 tók Ólafur Jónsson við Gróðraistöðinni á Akureyri (sjá skýrslu Akureyrar). Má segja, að þessir menn allir og þá fyrst og fremst þeir þrír síðast töldu, væru drif- fjöðrin í tilraunamálum jarðræktar þetta tímabil. Skal nti ekki farið fleiri orðurn um þessi mál almennt, en vikið nokkru nánar að samþykkt laga um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins Nr. 64, frá 7. maí 1940, og verður aðallega stuðst við „Álit og tillögur milliþinganefndar i tilraunamálum landbúnaðarins“, en að öðru leyti má vísa í rit þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.