Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 24
22
steinsmára, 2 af hör, hvítsmári o. fl. Þá var einnig sáð öllum grasteg-
undum, sem voru í fræblöndu S. I. S. 1950.
Grímur Jónsson, kandídat frá Hvanneyri, var hér aðstoðarmaður
frá 1. júní 1949 til 1. maí 1950.
g. Kornrœkt.
Vorið 1949 var sáð Flöjabyggi, í um það bil 1 dagsláttu. Varð þrosk-
un þess mjög sein, kornið smátt og spíraði um 65%. Uppskera varð lítil,
eða um 8 tn. af ha, og hálmur um 30 hestar.
1950 var engu korni sáð nema í tilraunir, en reynd voru allmörg
afbrigði, hafrar o. fl., eins og þegar er getið. Var þeim sáð 9. maí í góðu
skjóli. Kornið skreið á eðlilegum tíma og leit vel út frameftir sumri,
en ágúst og september voru, eins og áður er vikið að, mjög úrkomu-
samir og sólarlausir. I septemberlok var engin korntegund þroskuð. Kont
má mikill snjór og lagði allt kornið flatt. Lá það þannig hálfan mánuð
undir snjc. Smáfuglar og rottur lögðust einnig á það og átu og brutu
þau öx, er helzt voru þroskuð. Má telja að engin korntegund hafi náð
þroska hér í tilraunastöðinni sumarið 1950. Þess má geta, að hör virt-
ist þroskast nokkurn veginn. Einkum „Dansk spinnhör".
h. Grasrœkt.
Heyskapur gekk mjög greiðlega sumarið 1949, og varð nýting ágæt.
Stærð túna er um 25 ha. Heyfengur varð það ár um 26 kýrfóður eða um
800 hestar.
1950 var ágætt grasár og hey því mikil að vöxtum. Nýting varð mjög
slæm á seinni slætti. Heyfengur varð um 32 kýrfóður eða um 1000 hestar.
Sett voru um 2 kýrfóður í annan nýja votheysturninn, sem byggður var
í september s. 1.
i. Garðrœktin.
Garðyrkjan var með líku sniði og undanfarin ár. Jóna M. Jónsdóttir
sá um garðræktina 1949 og hafði þá starfað samfellt að kalla í 19 sumur hér
við Gróðrarstöðina, en Svava Skaftadóttir sá um garðræktina 1950. Aðal-
garðyrkjustarfið er fólgið í hirðingu trjágarðsins, en auk þess var ræktað
nokkuð af matjurtum, svo sem hvítkál, blómkál, rauðrófur, gulrætur,
rauðkál, spínat, salat, radísur, mairófur, hnúðkál, rósakál o. fl. Rauð-
kálið náði hvorugt árið þroska. Rósakálið náði heldur ekki þroska, en
aðrar tegundir náðu mjög sæmilegum þroska bæði árin. Þá var einnig
alið upp nokkuð af sumarblómum í beð trjágarðsins, eins og venja hefur
verið. Teknir voru nokkur þúsund græðlingar af viði, ribs o. fl., einnig