Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 38
.‘56
inga. Heildarskipulag stöðvarinnar, hvað snertir staðsetningu bygginga,
vega o. þ. u. 1. er gert í samráði við skipulagsstjóra ríkisins.
2. marz 1946, er samið við þáverandi ábúanda á þessum liluta Reyk-
hóla, að tilraunaráð megi á næsta snmri hefja nauðsynlegar framkvæmdir.
18. októ'ber 1946 er Sigurður F.líasson ráðinn tilraunastjóri að Reyk-
hólum. Hafði Sigurður þá um sumarið starfað á vegum tilraunaráðs að
ýmsum málefnum Reykhóla og einnig fyrir Hafursá.
Sigurður Elíasson lank búfræðikandidats-
prófi frá búnaðarháskólanum í Kaupmanna-
höfn vorið 1941. Sigurður starfaði öll stríðs-
árin í Danmörku, m. a. við tilraunastöðina á
Studsgaard, hjá Heiðafélaginu danska, 1943
— 1945 var hann ráðunautur danska fjárrækt-
arfélagsins. Heim til íslands kom Sigurður
snemma á árinu 1946 og sagði þá lausu starfi
sínu í Danmörku og tók við störfum hjá til-
raunaráði, eins og þegar er að vikið.
Með ráðningu Sigurðar Elíassonar má
segja að lokið sé undirbúningi að stofnun
tilraunastöðvar á Vesturlandi. Tekur þá Sig-
urður við framkvæmdastjórn á þeim fram-
kvæmdum, sem fyrir liggja í sambandi við
byggingu Reykhóla sem tilraunastöðvar.
2. Lýsing á jörðinni.
Tilraunastöðin er á Reykjanesi, í vestri helming Reykhólasveitar í
Austur-Barðastrandarsýslu. Land stöðvarinnar er 165 ha að stærð, eins
og áður er getið. Eru landamerki þessi: Að sunnan liggur landið að sjó,
að austan að landamerkjum Miðhúsa, að norðan takmarkast það af nú-
verandi vegi, sem liggur nærri skriðufótum vestur hlíðina. Að vestan
ræður Grundará mörkum norðan til, en síðan landamerkjaskurður í
stefnu um mitt Langavatn og í sjó fram.
Ofantil eða að norðan er landið nm 700 m breitt, og er halli þar
frá 1 : 70 til 1 : 30, og er hallinn A—SA. Er lengd þessa hluta landsins
um 600 m. Þegar þessari skák sleppir, dregur mjög úr halla, og er hann
víðast 1 : 100 til 1 : 200. Landið breikkar mjög, þegar kemur niður fyrir
Miðhúsavog. Allur efri hluti landsins er grasmýri, að undanskildum 2l/2
ha, sem er mólendi. Mólendi þetta er mjög stórþýft og í því mikill
,,kalmór“.
Frá Kötlulaug liggur nokkur leiræð um 200 m A—SA eftir norður-