Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 42
40
Þegar leið á veturinn 1948 tókst mér með aðstoð formanns Tilrauna-
ráðs að fá framkvæmdaheimild hjá þáverandi landbúnaðarráðherra,
Bjarna Ásgeirssyni, fyrir 150 þús. kr., og lánaði Búnaðarfélag Islands
þessa upphæð til bráðabirgða. Var álitið að þessi upphæð mundi nægja
til að koma íbúðarhúsinu upp að mestu.
Vorið 1948 var svo tekið til, þar sem frá var hafið um haustið. Réði
ég annan byggingameistara, sem reyndist ágætur starfsmaður. Var nú lokið
við múrhúðun innanhúss, sett upp skilrúm og hurðir, hitaveita frá Kötlu-
laug lögð í húsið, vatnslögn (vatnsleiðsla um 1300 m löng), hreinlætis-
tæki, dúklögð gólf og málningu langt komið um haustið. Þá var og sett
aluminíumþak á húsið.
Þá um sumarið var einnig keypt dieselrafstöð, 7,5 kgw, og sett upp
ásamt raflögnum.
20. október 1948 flutti ég með fjölskyldu mína í hið nýja hús, sem
verður að teija mjög vandað að öllu leyti.
Frá þvi um vorið 1947 höfðum við leigt og búið í kjallaranum í svo-
kölluðu „Læknishúsi“ á Reykhólum, og þar til flutt var í nýja húsið.
Auk þeirra framkvæmda, sem þegar er getið, var keypt af her.num birgða-
skemma, 10x30 m, til niðurrifs, ásamt 7 íbúðarbröggum, og flutt að
Reykhólum. Var lokið við að steypa undirstöðu að birgðaskemmunni
fyrir veturinn. Þá var ennfremur, um vorið, lagfærður nokkuð íbúðar-
skúrinn (fyxir um kr. 3000.00). Um vorið var komið upp bráðabirgða-
fjósi og keyptar 2 kýr. Var þetta fyrsta búfjáreign Tilraunastöðvarinnar.
Unnir voru 4 lia lands og sáð gulrófum í 2,5 ha, en grænfóðri í 1,5 ha.
Kostnaðnr við allar þessar framkvæmdir varð alls um kr. 189.000.00 —
auk fæðiskostnaðar um 22.000 kr. — eða samtals um kr. 211.000.00. Þar
af var kostnaður við íbúðarhúsið kr. 145 þús., braggana og aðrar fram-
kvæmdir um kr. 66 þús.
Árið 1949 var birgðaskemman reist. Steyptnr fjósgrunnur fyrir 16
fullorðna gripi, ásamt þvaggryfju (42 m3) og haughús (98 m3). Á helmingi
fjósgrunnsins var innréttað fjós, en liinn lielmingurinn innréttaður fyrir
kindur og hænsni. Birgðaskemman var notuð fyrir heygeymslu og sem
verkfærageymsla. Steypt var smáhús fyrir dieselstöðina, en áður hafði
hún verið í bráðabirgðaskýli.
Um sumarið var steypt votheysgryfja, 21 m3. Þá var ræktun lialdið
áfram og aiis um 7 ha teknir undir plóg. Til túnræktar var sáð í 1.3 ha,
4 ha voru með grænfóðri og 1,7 ha með rófum og kartöflum.
Um haustið voru keyptar 35 gimbrar og til viðbótar 2 kýr og nokkur
hænsni.
Árið 1950 voru ekki neinar stærri framkvæmdir. Lögð var áherzla á
að ganga frá þeirn byggingum, sem reystar hafa verið undanfarin ár.