Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 43
41
Lögð var allmikil vinna í að laga umhverfis íbúðarhúsið. Var umhverfi
þess sléttað og jafnað, þakið og formaður garður umhverfis það og í hann
plantað um 300 birki og víðiplöntum.
Ræstir voru fram 12 ha lands með opnum skurðum. Sáð var í rúrna
5 ha grasfræi.
Þá var ennfremur unnið að ýmsu minniháttar smíði, svo sem smíði
á borðstofu-borði og -stólum, stólum og borðum í herbergi vinnufólks,
smíðaðir kartöflukassar o. fl. o. fl.
Verður þá ekki fjölyrt rneira um framkvæmdir á Tilraunastöðinni,
enda hefur þeirra verið getið hér að framan í meginatriðum frá byrjun
til ársloka 1950.
4. Fjárframlög og fjárhagur.
Eins og vikið var að í kaflanum um framkvæmdir, var hafin undir-
búningur að framkvæmdum á Reykhólum 1946. Þetta ár var af hálfu
þess opinbera veitt nokkurt fé á fjárlögum til framkvæmda á Reykhólum.
Fjárframlög til stofnframkvæmda liafa verið sem hér segir:
1946 . . . . kr. 75.000.00
1947 .... — 106.300.00
1948 .... — 200.000.00
1949 .... — 150.000.00
1950 .... Alls kr. 100.000.00 631.300.00
Ef borín eru saman þessi framlög hins opinbera við þær framkvæmdir,
sem lýst er í greinargerð um framkvæmdir, sést að árið 1947, þegar íbúðar-
húsið er gert fokhelt, eru stofnframkvæmdir um 420 þús. kr.
Ekki er ástæða til að fjölyrða um fjárhaginn, því af þessu er augljóst,
hversu hann hefur verið. Orðið liefur að velta hundruðum þúsunda sem
skuldum frá ári til árs, til þess að geta lokið þeim framkvæmdum, sem
byrjað var á 1947 og ’48. Er nú fyrst svolítið að rofa til (1951), þó með
því móti, að hætta stofnframkvæmdum að mestu, eins og gert hefur verið
1950 og ’51.
Það er ekki meining mín, að halda því fram að Reykhólar liafi orðið
meira útundan með stofnframlög frá Alþingi en gengur og gerist með
ríkisstofnanir, en ætla mætti, að þeir, sem mestu ráða um fjárgreiðslur
úr rikissjóði, hafi þó ekki gert sér nægilega Ijóst, að ekki var hœgt að
draga framkvœmdir, eins og t. d. byggmgu íbúðarhússins, á langinn, þar