Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 53
IV. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum.
KLEMENZ KR. KRISTJÁNSSON, ÁRNI JÓNSSON
1. Tildrög að stofnun.
Á búnaðarþingi 1923 var gerð ályktun þess efnis að fela Búnaðar-
félagi Islands að gera ráðstafanir til að hefja víðtækari tilraunir í jarð-
rækt og grasrækt, en verið hafði. 1925 var
B. I. falið af búnaðarþingi að undirbúa gras-
fræræktarstöð, svo hún gæti komizt á fót 1927.
Árið 1923 réði B. í. Klemenz Kr. Kristjánsson
til að vinna að jarðræktartilraunum félagsins
í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, en þar hafði
B. í. rekið margháttaða tilraunastarfsemi síðan
um aldamót. Klemenz var nýlega kominn frá
námi í Danmörku og Noregi, er hann réðist
til félagsins. Seint á árinu fékk B. I. umráð
yfir kirkjujörðinni Mið-Sámsstöðum í Fljóts-
hlíð. Er Klemenz jafnframt ráðinn til að verða
forstöðumaður þar. Vorið 1927 tók Tilrauna-
stöðin á Sámsstöðum til starfa með Klemenz
sem tilraunastjóra.
2. Lýsing á jörðinni.
Mið-Sámsstaðir eru í svo kallaðri Uthlíð í Fljótshlíð, nokkru austan
við Breiðabólsstað, sem er prestssetur. Samkvæmt jarðamati frá 1861 er
hún metin á 20 hundruð. Túnið var unr 5 ha og svo til allt þýft. Jörðin
var fyrst tekin á leigu, en síðar keypt (1933) af kirkjujarðasjóði. Árið 1935
voru Austur-Sámsstaðir keyptir, en sú jörð var næst fyrir austan og lágu
lönd Mið- og Austur-Sámsstaða saman. Jókst hið ræktaða land með þess-
um jarðakaupum um fullan helming. Hagagirðing liggur fyrir ofan Sáms-
staðatún, og eru um 150 ha af beitilandi tilheyrandi báðunr jörðunum.
4*
Klemenz Kr. Knstjánsson.