Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 55
53
faxi, rýgresi og sveifgrösum. Á þessu árabili hefur tíðarfar yfirleitt verið
hagstætt, en þó hafa komið nokkur ár, sem telja verður óhagstæð eða jafn-
vel slæm en þau voru 1937, 1940, 1943, 1945, 1947 og 1949, eða um
25% áranna. Þessi ár liafa sett uppskeru af akurlendi niður um fullan
helming, miðað við meðal ár.
Hið ræktaoa land Tilraunastöðvarinnar skiptist nú á þann hátt, að
43 ha eru tún, en 14 lia eru með korni, grasfræi, kartöflum eða græn-
fóðri. Áður en landinu hefur verið breytt í tún, hefur það verið for-
ræktað með korni í 2—4 ár. Hin síðari ár hefur sú breyting verið gerð, að
byggi er sáð tii þroskunar með grasfræi, sem skjólsáð. Hefur þessi aðferð
gefizt vel, og er að því mikil vörn gegn arfa, ef snemma er sáð.
Frá því 1936 hefur búpeningur stöðvarinnar verið um 20 mjólkur-
kýr, 5 ungviði, 1 naut og um 10 hross auk nokkurra alifugla.
4. Tilraunastarfsemin.
a. Grasfrcercektin.
Á árunum 1927—’32 var allmikil áherzla lögð á ræktun grasfræs með
úrvali úr íslenzku grastegundunum, og á þann hátt reynt að fá fram
nýja stofna, sem mættu verða grundvöllur í framtíðar grasfræræktun.
Þessum þætti tilraunastarfsins hefur þó miðað hægt vegna ýmissa erfið-
leika, en þó fyrst og fremst vegna dutlunga tíðarfarsins. Reynslan sann-
aði fljótt, að framleiðsla á innlendu grasfræi er mörgum erfiðleikum háð,
vegna veðráttunnar. Þarf alveg sérstaka leikni og kunnáttu við ræktun
hér sunnanlands, því munað getur um 30—40 daga á uppskerutíma frá
ári til árs. í betri sumrum er grasfræ venjulega þroskað frá L—15. ágúst,
en í slæmum sumrum 15.—30. september. Sést á þessu, að munurinn á
þroskunartíma grasfræs er miklu meiri en gerist í grasfræræktarlöndum,
eins og t. d. Ðanmörku. Hins vegar hefur reynslan sannað, að með góðri
aðstöðu og góðum grasfræstofnum, sem ná hér fullum þroska í meðalári,
má ná mjög viðunandi árangri með framleiðslu grasfræs, sé kunnátta
fyrir hendi og skilyrði til að þurrka og hreinsa fræið. Hefur Tilrauna-
stöðin frá því fyrsta jafnan unnið að þessu rannsóknarefni, þótt minna
hafi verið hægt að sinna því eftir að Tilraunastöðin tók upp alhliða
jarðræktartilraunir og án þess að fjárframlög væru aukin, og sér í lagi,
þegar Gróðrarstöðin í Reykjavík var lögð niður og tilraunastarfsemi
hennar flutt að Sámsstöðum að mestu, en það var 1932.
Fyrstu 5 árin, sem Tilraunastöðin var starfrækt, voru einungis til-
raunir með kornrækt og grasfrærækt. Eftir 1932 dróg mjög úr grasfræ-
ræktinni, eins og þegar er getið, en þó hefur grasfrærækt haldið óslitið