Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 57

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 57
55 vel framkvæmanleg, sem einn þáttur í búskap. Var því liafili kornyrkja f stærri stíl, um leið og hafizt var handa um stofnun Tilraunastöðvar- innar á Sámsstöðum. En jafnframt framleiðslu á byggkorni, voru hafnar tilraunir með 4 korntegundir, þ. e. bygg, hafra, rúg og hveiti. Einnig voru gerðar tilraunir með ertur til þroskunar. Þessar kornræktunartilraunir voru allumfangsmiklar á árunum 1927— ’40. Hefur verið samin skýrsla urn þessar tilraunir, og var hún gefin út ávegum Atvinnudeildar Háskóla Islands 1946. Tilraunirnar fjölluðu um afbrigðaval, um sáðtíma, sáðmagn, sáðaðferðir, sáðskipti, áburðar- tegundir, áburðarmagn, dreifingartíma á köfnunarefnisáburði fyrir korn- rækt o. fl. Var á þessum árum lögð allmikil álrerzla á kornyrkjutilraunir. Var um tíma urn helmingur allra tilraunareita í sambandi við kornyrkju- tilraunir. Frá 1940 til 1950 hafa kornyrkjutilraunirnar aðallega verið með af- brigðaval á byggi og höfrum, en auk þess hveiti. Telja má að ég hafi unnið samfellt að kornyrkju í 29 ár hér á landi, og vil ég á grundvelli þessarar reynslu og niðurstöðum tilraunanna, full- yrða að bygg og hafra má rækta til fullrar þroskunar. Báðar þessar teg- undir hafa reynst ágætlega, sem útsæði, liafi nýting og þroskun verið góð, og jafnast vel á við útlent korn. Vetrarrúgur þroskaðist hér í öllum betri árum. Vetrarhveiti náði einnig allgóðum þroska. Aftur á móti hefur mér reynst vorhveiti van- gæfara með þroskun en vetrarhveitið. En livorki rúgur né hveiti getur talizt árviss ræktun. d. Kartöflurœkt. Frá því árið 1934 hafa árlega verið einhverjar tilraunir í kartöflu- rækt. Mest áherzla hefur verið lögð á afbrigða-tilraunir, og er á þessu árabili búið að gera samanburð á fjölmörgum afbrigðum, og má telja að árangur þessara tilrauna sé þegar allmikill, því ýms af þeim afbrigðum, sem reynzt hafa vel á Sámsstöðum, eru nú ræktuð víðsvegar á landinu. Má þar einkum nefna Gullauga, sem er einhver bezta matarkartaflan, Ben Lomond, nokkuð fljótvaxin og gefur mikla uppskeru. Einnig má nefna afbrigðin Rosofolia og Green Mountain, sem einnig eru góðar kartöflur, þó þær séu ekki eins góðar til matar og Gullauga. Þá hafa einnig verið gerðar tilraunir í kartöflum með áburðarteg- undir, áburðarmagn af búfjáráburði og tilbúnum áburði og einnig fiski- nrjöl. Um útrýmingu illgresis, um sáðdýpi, um moldarspírun kartaflna og ræktun útsæðis í mýri, móa- og sandjarðvegi. Þá hafa og kartöflur verið í sáðskiptitilraunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.