Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 58
56
í sáðskiþtitilraununum hefur bezti forvöxtur fyrir kartöflur reynzt
að vera grænfóður, þ. e. ertur vikkur og hafrar.
Stofnrœktun d kartöflum var hafin fyrir 3 árum, fyrir tilstuðlan Græn-
metisverzlunar ríkisins. Er hér hafin viðleitni til að koma á vandaðri
litsæðisframleiðslu af beztu kartöfluafbrigðum, sem tilraunir hafa leitt
í ljós að hagkvæmast er að rækta, þegar tekið er tillit til uppskeru-
magns og gæða.
Stærð kartöflulandsins hefur verið að undanförnu um 13000 m2
árlega.
e. Grœnfóðurrœkt.
Tiraunir með grænfóður hafa aðallega beinzt að því að velja græn-
fóðurplöntur í grænfóður-fræblöndur. Tilraunir þessar hafa þó ekki
verið víðtækar. Árangur þeirra hefur verið sá, að ertur og flækjuteg-
undir saman með höfrum gefur betra fóður til sumar- og haustbeitar
en hafrar eingöngu.
Þá hafa verið gerðar smitunartilraunir með ertur og vikkur. Hafa
þessar tilraunir sýnt, að það ætti að vera föst regla að smita þessar teg-
undir með viðeigandi rótarbakteríum. Beztu grænfóður-belgjurtir hafa
reynzt Heroertur, sænskar, Botnia Gráertur og norskar fóðurertur.
Af flækjum er Luddvikka og venjuleg Vikka álitlegastar í grænfóður-
rækt.
Með belgjurta-grænfóðri má spara mikinn aðkeyptan fóðurbæti við
mjólkurframleiðslu í september og október, ef vel er á haldið.
f. Túnrækt.
Tilraunir varðandi túnrækt liafa verið allvíðtækar síðan 1933 eða
eftir að Gróðrarstöðin í Reykjavík var löggð niður. Hér verða þessar
tilraunir ekki raktar nánar, þar sem unnið er nú að skýrslu um það
efni, og kernur sú skýrsla væntanlega út á næsta ári á vegum tilrauna-
ráðs jarðræktar eða í þessum flokki tilraunaskýrslna, sem hefst með út-
komu þeirrar skýrslu, sem þessa greinargerð birtir.
Hér verður þá getið helztu verkefna, sem unnið hefur verið að á
þessu árabili.
Allvíðtækar tilraunir liafa verið gerðar með grasfræblöndur með er-
lendu og innlendu fræi, grasfræblöndur með smára, sáðtíma á grasfræi,
ýmsar tegundir og stofnar af túngrösum hafa verið reyndir, tilraun með
niðurmyldun grasfræs, tilraunir með skjólsáð, bæði til þroskunar og
slegið grænt, tilraun með forræktun móa- og mýrarjarðvergs fyrir tún-
rækt, tilraun með tilbúinn áburð, tegundir og magn, með dreifingar-