Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 85
83
íbúðarhús var lagfært nokkuð, og var þar haft mötuneyti um sum-
arið. Þá vai lokið við að ganga frá hersálanum, sem notaður er sem verk-
færa- og meymsluhús, m. a. steyptur í hann stafn. Kartöglugeymslan var
einnig fullgerð.
Rutt var með jarðýtu og jafnað allmiklum gömlum húsarústum og
umhverfið þannig lagfært allmikið.
Síðari hluta sumars var byrjað á íbúðarhúsi, samkvæmt teikningu frá
Teiknistofu landbúnaðarins og samkvæmt staðsetningu Snorra Guð-
mundssonar. Var steyptur grunnur og kjallari og langt komið að undir-
búa loftsteypu yfir kjallara, þegar vetur gekk í garð og framkvæmdir
stöðvuðust þess vegna. Við þessari framkvæmd hefur síðan ekki verið
hróflað, vegna þess að stuttu síðar var ákveðið að flytja Tilraunastöðina
að Skriðuklaustri.
b. Framleiðsla og uppskera.
Þessi tvö ár sem Hafursá var starfrækt var framleiðsla jarðargróða
þessi:'
Arið 1947
Arið 1948
Taða .............. 42 hestar 100 hestar
Kartöflur ......... 7 tunnur 100 tunnur
Gulrófur .......... 12 - 200 -
Gulrætur .......... 1.8 — 4.5 —
Byggkorn........... 21.0 — 20 —
Bygghálmur ........ 30 hestar 20 —
Auk þess sem hér er talið var ræktað ýmiss konar kálmeti, einknm
árið 1948, eða alls 730 kg, og notað til heinrilis. Kornið þroskaðist fremur
illa 1948 og hafrar alls ekki. Þá voru og einnig nokkrar skemmdir á því
vegna veðurs. Um sumarið ’48 varð kálmaðks vart, en ekki var vitað að
áður hefði hann komið fram á Fljótsdalshéraði.
1948 var byrjað á stofnútsæðisrækt fyrir Grænmetisverzlun ríkisins, með
Gullauga.
c. Bústofn og búvélar.
Vorið 1948 voru keyptar 2 kýr og 1 dráttarhestur úr Eyjafirði. Annað
búfé var ekki keypt þetta ár, en 1 kálfur settur á vetur. Kýrnar mjólkuðu
nokkuð, og þurfti ekki að kaupa nerna lítið af mjólkurafurðum til heim-
ilisins um sunrarið og veturinn. Alls var mjólkurframleiðslan 2163 kg.
Árið 1947 voru keyptar ýmsar helztu biivéler, svo sem Farnrall-dráttar-
vél ásamt jarðvinnslu- og heyvinnuvélum og vögnum. Verður nánar gerð
grein fyrir vélaeign síðar.
6*