Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 90
88
settar 30 tn. a£ útsæði í ca. 12000 m2. Sláttur hófst í júlíbyrjun, þrátt
fyrir hið eindæma slæma vor.
Um sumarið var starfinu einbeitt að heyskap. Asgeir L. Jónsson, ráðu-
nautur, mældi um sumarið land Skirðuklausturs, neðan þjóðvegar, ásamt
beitarhúsatúni, svonefndri Hantó.
Um haustið var sett ný innrétting í fjós og dyttað ögn í fjárhús.
1950. Skurðgrafa vann að framkvæmdum frá 17. júlí til 7. nóvember.
Grafnir 33.825 m3, 6435 m. Heildarkostnaður var 69.045.93 kr. Ásgeir
L. Jónsson mældi fyrir skurðunum í fyrri hluta júlímánaðar. Vegna
hinna miklu rigninga um sumarið, þurfti allmikið að nota fleka við
skurðgröftinn. Tel ég vægt áætlað, að kostnaður hafi orðið 20% hærri
en ella, af tíðarfarssökum (minni afköst). Unnið var land í Skriðutanga,
3 ha, með hjóladráttarvél, plægt og herfað. Sáð í það grænfóðri, höfrum,
byggi og belgjurtum. Tilbúinn áburður notaður. Byggið, sem var tveggja
ára, af uppskerunni á Hafursá 1948, spíraði mjög illa, og varð uppskera
af þeim sökum mjög léleg, enda seint sáð, eða 29. júní. Gömul girðing
var tekin upp, sem var á Breiðahjalla, úr Bessastaðaárgili og heim í tún-
girðingu, með hliði á þjóðveginum. Vírinn var notaður í girðingu frá
túni, út með vegi að neðan og niður á merkjum Hamborgar og Skriðu-
klausturs, til að afgirða engið á nesinu. Ekki var lokið að ganga frá girð-
ingunni um haustið. Ekkert nýtt girðingarefni fékkst. Jarðýta jafnaði
undir girðingum meðfram veginum. Sett upp bráðabirgða-votheys-
geymsla úr timbri, 6-strend, þvermál ca. 3.4 m og hæð 4.8 m. Síðari sláttur
af túninu sett í hana, 80 hestar. Undirbúinn fjárhúss- og hlöðu-grunnur
úti á mel. Var ætlunin að byggja þessi fjárhús á sumrinu, en fjárhagsráð
synjaði um leyfið, fyrst í júní, og aftur í ágúst, við endurtekna leyfisbeiðni.
Um haustið var svo tekið ofan af einu gömlu fjárhúsi, sem var að falla,
og það viðað upp að nýju, og sett yfir það gamalt þakjárn, mest ryðgað
og naglrekið. En á öðru var ekki völ. Annars notazt við gömlu fjárhúsin
með lítilsháttar aðgerð.
5. Afurðir og uppskera.
Árin 1949 og 1950 var framleiðsla búvöru sem hér segir:
Árið 1949 Árið 1950
Taða .............................. 550 hestar 625 hestar
Úthey ............................. 150 —
Kartöflui ......................... 150 tunnur 70 tunnur
Grænfóður ...................... 35 hestar
Gulrófur ....................... 20 tunnur *