Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 95
93
10. Fjárhagur og fjárframlög.
Fjárframlög til tilraunastöðvanna á Hafursá og
verið sem hér segir:
Starfsfé Stofnfc
Skriðuklaustri liafa
Alls
Árið 1947 ....... kr. 49.098.03 49.098.03
- 1948 - 60.000.00 50.000.00 110.000.00
- 1949 - 48.600.00 144.248.30 192.848.30
- 1950 - 70.000.00 55.000.00 125.000.00
Samtal kr. 227.698.03 249.248.30 476.946.33
Stofnfé 1948, 50.000.00 kr., er vegna framkvæmda á Hafursá. Að vísu
fékkst það ekki greitt fyrr en 1949, en þá kvíldu nokkrar skuldir á Hafursá,
sem þessi upphæð gekk að mestu upp í.
Þegar ríkisstjórnin samdi við Tilraunaráð unr flutning tilraunastöðv-
arinnar frá Hafursá að Skriðu, var ákveðið að ríkið legði fram 400.000.00
kr., sem stofnfé til nauðsynlegustu framkvæmda og bústofnskaupa, til
þess að unnt yrði að koma þar fljótt á fót allmiklum búskap. í árslok 1950
hafði ríkið greitt til Skriðuklausturs tæplega 200 þús. kr. Hefur mestu
af því verið varið til bústofnskaupa og til að koma upp húsum og hlöðum
fyrir sauðfé.
Um fjárhaginn er það annars að segja, að ekki er ástæða til að kvarta
í því sambandi, og þessar 400 þús. kr. hefðu hjálpað mjög mikið, ef hægt
hefði verið að hefjast handa um fjárhúsbyggingar 1949. En eins og kunn-
ugt er, voru fjárfestingar ekki leyfðar svo teljandi væri á þessum árum
hjá opinberum stofnunum. Þetta verður svo til þess, að þegar bygginga-
leyfi fást, verður ekki hægt að framkvæma fyrir þetta fé nema helming af
því, sem það var ætlað til, og má því búast við fjárhagserfiðleikum, þegar
framkvæmdir verða hafnar, en á þessu ári er byrjað á byggingu fjárhúsa
fyrir 500 fjár, og verða þau væntanlega fullgerð í haust.
11. Tilraunastarfsemin.
Eins og áður hefur verið vikið að, var byrjað á tilraunum á Hafursá
1948, og voru þá 9 tilraunir í gangi, en þegar flutt var að Skriðuklaustri,
skorti allan undirbúning fyrir tilraunir þar, og hefur ekki ennþá verið
mögulegt ao taka þar upp nema mjöð litla tilraunastarfsemi, eins og
kemur fram hér á eftir í tilraunayfirliti. Þegar á að setja á stofn allstórt
bú, byggja yfir bústofn, rækta o. fl., þá er í mörg horn að líta. Reksturs-
féð verður að nota til þess að skapa fyrirtækinu betri aðstöðu til starfsem-
innar, því stofnframlög til þeirra hluta liggja ekki á lausum kili, eins
og kunnugt er.