Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 20
Múlaþing
Kvennaskólinn á Blönduósi.
svo lítið af kolum þá. Ég held
að það hafi hvorki verið hægt
að flytja þau inn eða kaupa þau
til landsins. Svo var náttúrulega
alveg bann þegar ísinn kom um
nýár. Hafnir og sigling bönnuð af
yfirvöldunum æðstu. Þá var verið
að grafa þama á Tjömesi kolin.
Þau voru óttalega leiðinleg en
það mátti svæla þeim dálítið. Þau
voru vond, blaut. Þá var munur
að hafa ensku kolin. En þau vom
dýrari. Það var nú fátæk þjóð þá
og gat ekki fengið lán allsstaðar.
Það var skammtað korn og allt
mögulegt. Matvara handa mönnum. Það var
lítið flutt til landsins á þessum stríðsámm. -
Já, það var ekki gott húsið og betra að sofa
við suðurhliðina en norðurhliðina.
Fannst þérþað sem þú lærðir nýtast þér vel
seinna meir í lífinu?
Já, það hefur dálítið nýst mér. Það var kennd
enska og danska og góður íslenskukennari.
Og Dýrafræði Bjama Sæmundssonar.
Svo fórstu gangandi frá Blönduósi heim á
leið að loknu námi?
Já, ekki hingað austur. Við fómm gangandi
tvær. Það var nú eitt, það voru ekki skipaferðir
nema einu sinni í mánuði og við vildum ekki
bíða eftir skipinu. Hún sem var með mér kom
gangandi um haustið austan úr Bárðardal
og bað mig um að koma með sér austur til
Akureyrar. Við vomm sex daga á leiðinni.
Við gengum sem leið lá um Langadalinn og
gistum að Gunnsteinsstöðum. Við komum í
Bólstaðarhlíð. Við keyptum okkur kaffí þar.
Svo fórum við yfír Vatnsskarðið og þá kom
bara snjóél á móti okkur. Mér var þá helst
hugsað að við gætum haldið veginn og svo
væm símastaurar. Svo komum við í Víðimýri
og þar var tekið vel á móti okkur því þaðan
var Anna Arasen. Hún skrifaði með okkur
og það vom þurrkuð af okkur fötin. Þama
fór mjög vel um okkur og þegar við fóram
þaðan næsta morgun var okkur íýlgt á hestum
að Hérðasvötnum í Skagafírði. Þar var ferja.
Svo fóram við gangandi og líklega höfum
við gist á Silfrastöðum. Það var nú bara svo
gott veður, glaða sól alla daga. Heitt og gott.
Amar vom í svo miklum vexti að við lofuðum
því að fara ekki yfir Grjótá fylgdarlaust, hún
rennur þama í Giljareitum hjá Kotum. Þar
komum við svo klukkan 5-6 og sögðum það
að við ætluðum að vera með póstinum og
báðum gistingar. Hún sagðist geta lánað okkur
fylgd en ég afþakkaði það og sagði að ég hefði
lofað því að fara ekki nema með póstinum
og ég færi ekki fyrr en póstur kæmi. Það
var ömggasta fylgdin. Ain hafði sprengt af
sér brúna um vorið, það var einhver trébrú á
henni. Svo vomm við þama, ég sagði að við
gætum verið úti í góða veðrinu en hún bjó
upp rúm handa okkur og gaf okkur kvöldmat.
Við sofnuðum vært, áhyggjulausar. En ég
vakna við það um nóttina að hundur gelti og
maður var að tala við konuna í rúminu á móti
okkur. Þetta var bóndinn á bænum. Hann var
nefnilega að koma af þingi, sveitaþingi sem
kallað var hér á ámnum. Ekki af Alþingi. Þetta
vom sveitafundir. Ég held nú að sýslumaður
hafí haldið það. Já, ég heyrði að hann sagði:
18
J