Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 67
Svæðisútvarp Austurlands 1987-2010
margvísleg efni annað, þ.á m. er getið um
beinar útsendingar úr fjórðungnum.40
Upp úr aldamótunum 2000 bættist fjórða
síðdegisútsendingin við og undir lok starfsemi
Svæðisútvarpsins var um nokkurra mánaða
skeið sent út síðdegis alla virka daga, en
þá höfðu Svæðisútvörp Austurlands og
Norðurlands verið sameinuð.
Svæðisbundnar útsendingar byggðust
jafnan á fréttum, viðtölum og auglýsingum,
en hlutföll milli þessara dagskrárliða tóku
breytingum innan tímabilsins. Inga Rósa
Þórðardóttir segir að á sínum starfstíma
(frá 1987-1999) hafi fréttir jafnan verið um
20-25% útsendingartímans, viðtöl um 60-65%
og auglýsingar um 15%.41 Ágúst Olafsson og
Ásgrímur Ingi Amgrímsson gefa upp svipaðar
tölur, en telja að hlutfall frétta hafi verið
hærra (35%) og viðtala lægra (50%).42 Svar
Jóhanns Haukssonar sker sig dálítið frá hinum
en hann segir hlutfall frétta og viðtala hafa
verið nokkuð jafnt.43 Þess ber þó að geta að
þessi hlutföll gátu verið breytileg, bæði vegna
áherslna forstöðumanna, tilfallandi viðburða
og sveiflna í magni auglýsinga, t.d. fyrir jól.
Viðtökur Austfirðinga við Svæðisútvarpinu
voru góðar og mældist hlustun mjög
mikil íyrstu árin.44 Árið 1998 kemur fram
í fundargerð útvarpsráðs að hlustun á
Svæðisútvarpið sé stöðug á bilinu 30-35%.45
Á fundi útvarpsráðs tveimur árum áður
vom fundarmenn sammála um mikilvægi
svæðisstöðvanna, bæði fyrir svæðin og íyrir
landsrásir RUV. Jafnframt kom fram að
þrýstingur væri frá þeim landshlutum þar
40 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1990, s. 17-18;
Ársskýrsla RÚV 1991, s. 22-23; Ársskýrsla RÚV 1992, s. 23-24;
Ársskýrsla RÚV 1993, s. 18-19; Ársskýrsla RÚV 1994, s. 19.
41 Spumingakönnun. Svar: Inga Rósa Þórðardóttir, 29. september
2013.
42 Spumingakönnun. Svar: Ágúst Olafsson, 26. september 2013;
Ásgrímur Ingi Amgrímsson, 1. október 2013.
43 Spumingakönnun. Svar: Jóhann Hauksson, 1. október 2013.
44 Ríkisútvarpið - skjalasafn. Ársskýrsla RÚV 1988, s. 24.
45 Ríkisútvarpið- skjalasafn. 3393. fundur útvarpsráðs, 13. október
1998.
sem ekki væri svæðisútvarp um að fá slíkt.
Útvarpsstjóri lýsti ánægju með mikla hlustun
á svæðisstöðvamar. Sá áhugi sem starf þeirra
vekti væri styrkur fyrir Ríkisútvarpið sem
heild.46
Þróun starfseminnar og breytt
hlutverk
Frá byrjun vann Svæðisútvarpið efni íyrir
Rás 1 og Rás 2. Það jókst smám saman fyrstu
árin og varð föst þáttagerð fýrir landsrásirnar
varanlegurhluti af starfseminni. í því sambandi
má t.d. nefna viðtalsþáttinn Laufskálann (sem
síðar nefndist Okkar á milli) og Auðlindina,
fréttaþátt um sjávarútvegsmál, sem Haraldur
Bjarnason hafði umsjón með um árabil.
Einnig var nokkuð um þáttagerð, bæði af hálfu
starfsmanna Svæðisútvarpsins en líka af hálfu
fólks sem ekki var fastir starfsmenn og má
í því sambandi nefna Amdísi Þorvaldsdóttur
og Vilhjálm Einarsson. Þessu til viðbótar
tíðkaðist það að dagskrárgerðarmenn Ríkis-
útvarpsins, sem allajafna voru staðsettir í
Reykjavík, kæmu austur og sendu sína þætti
út þaðan öðra hvora. Eftir því sem tíminn leið
varð ffamleiðsla Svæðisútvarpsins á efni fyrir
landsrásimar umfangsmeiri og var svo komið
síðustu árin að sá þáttur var orðinn mun stærri
en svæðisútsendingamar. Þar breytti mestu
þegar farið var að vinna fréttir og innslög fyrir
sjónvarp. Haraldur Bjamason, sem starfaði
fyrir Svæðisútvarpið í 18 ár (1988-2006),
lýsir þessu svo:
Eftir að Jóhann Hauksson tók við
forstöðumannsstarfi 1999, bættust
sjónvarpsfréttir við og þá jukust umsvif
stöðvarinnar mjög sem var til hins betra
því ferðir fyrir sjónvarp nýttust yfirleitt
fyrir útvarp líka. Við vorum líka íyrstu
fréttamennimir hjá RÚV til að vinna fyrir
báðar fréttastofur en þá voru fréttastofur
46 Ríkisútvarpið - skjalasafh. 3302. flmdur útvarpsráðs, 15. maí
1996.
65