Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 27
Það var fyrir 70 árum
Á meðal bæja þar sem Nielsen vann að
jarðabótunum var Amkelsgerði á Völlum. Þar
bjuggu þá hjónin Þuríður Jónsdóttir, ljósmóðir
og Nikulás Guðmundsson. Árið 1924 er þar
til heimilis Friðborg Einarsdóttir fædd 22.
september 1902. Friðborg var dóttir Einars
Eyjólfssonar bónda í Flögu í Skriðdal og
seinni konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur ffá
Arnkelsgerði. Hún var systurdóttir Nikulásar
og ólst upp í Amkelsgerði frá 7 ára aldri.
Friðborg átti eftir að verða kona Osvaldar
Nielsen. Ekki verður fullyrt hér að hún hafi
verið heima þá daga sem hann var þar við
störf en ekki sakar að gefa ímyndunaraflinu
svolítið lausan taum og álykta að þama hafa
þau sést í fyrsta sinn.
Bóndi, smiður og bíistjóri
Árið 1927 keypti Nielsen jörðina Gíslastaða-
gerði á Völlum af Búnaðarsambandi
Austurlands. Hann leigði hana fyrstu
árin en var með nokkrar kindur á fóðrum
hjá leiguliðunum. Þegar sóknarpresturinn
séra Sigurður Þórðarson í Vallanesi skráir
sóknarmeðlimi Vallanessóknar árið 1930
er Osvald Nielsen skráður til heimilis í
Gíslastaðagerði, en er staddur á Egilsstöðum
þegar manntalið er tekið. Þá er þar einnig
til heimilis Friðborg Einarsdóttir sem
hefur unnið hjá Sveini og Sigríði Fanneyju
undanfarið ár eða frá því hún lauk námi ffá
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli vorið 1929.
Nú hefur sú breyting orðið á að Nielsen
sem fram að þessu hefur verið skráður
vinnumaður í sóknarmanntalinu, er nú tit-
laður smiður og bílstjóri. í búskaparannál í
Sveitum ogjörðum II kemur fram að vörubíll
af gerðinni Ford kemur á bú Sveins 1927.
Líklega hefur Nielsen haft bílpróf þegar hann
kom til landsins þar sem Sveinn fær ekki
ökuskírteini fyrr en 1929. Var það númer 1 og
það fyrsta sem gefið var út í Suður-Múlasýslu
Friðborg og Osvald Nielsen giftu sig árið
1931 og hófu sama ár búskap í Gíslastaðagerði
Friðborg og Osvald með dóttur sína Ernu. Eigandi
myndar: Erna Nielsen.
í skugga heimskreppunnar. íbúðarhúsið
var gömul baðstofa með skarsúð, alþiljuð,
tvískipt, 3-4 rúmlengdir. Niðri var eldhús
og svefnhús. Ekki hafa það verið reisuleg
húsakynni, en sú sem hér heldur á penna og
kynntist heimili Friðborgar eftir að hún var
komin á efri ár, á auðvelt með að heimsækja
hana í huganum og sjá fyrir sér hvítskúruð þil
og gólf, og muni unna í höndum, sem bera í
sér þann galdur að gera hýbýli, þó lág séu og
lítil, að hlýlegu heimili.
Búskapurinn í Gíslastaðagerði reyndist
þeim hjónum erfiður. Ekki var hægt að vera
með kúabú þar sem engin mjólkurvinnsla var
á svæðinu og sauðijárbúskapur í uppnámi
vegna nýtilkominnar gamaveiki í nágrenninu.
Nielsen vann meðfram búskapnum við
smíðar. Veturinn 1931 er hann við flísalagninu
og smíðar á innréttingum og húsmunum í
Húsmæðraskólanum á Hallormsstað ásamt
25