Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 10
Múlaþing
Hallgrímur Helgason og Laufey Ólafsdóttir. Myndin er tekin í tilefni af
giftingu þeirra 1934. Eigandi myndar: Helgi Hallgrímsson.
þennan dag vorum líklegast að
fara að heiman án mömmu og
pabba í fyrsta skiptið. Þarna
voru nokkrir jafnaldar mínir sem
urðu seinna fermingarsystkini
mín, nokkur böm voru árinu
yngri og tveir strákar árinu
eldri. Ég man eftir einum
bekkjarbróður mínum sem fór
ekki inn í skólastofuna fyrsta
daginn, heldur sat hann bara i
stiganum sem var framan við
stofuna. Hann ætlaði líklega
ekki í skóla.
Ég sjálf var í þeirri stöðu að
vera bæði að fara í íyrsta sinn
að heiman og að geta ekki farið
heim eftir skóla, heldur varð ég
að gista á Skriðuklaustri en þar
hafði pabbi komið mér fyrir.
Þrátt fyrir að vera mjög
feimin var ég ansi brött þennan
fyrsta skóladag. Það var allt
svo nýtt og merkilegt fyrir
mér. Ég var allt í einu komin í félagsskap
sem ég þekkti ekki til áður, enda langyngst
á heimilinu og hafði vanist því að leika mér
ein. Ég var komin innan um krakka sem voru
á sama aldri og ég sjálf.
Ég var í heimasaumuðum fötum eins og
tíðkaðist á þeim árum. Ég fór ósjálfrátt að bera
mig saman við hina krakkana og fannst ég
vera jafn fín og þau og skólataskan mín stóðst
líka ágætlega samanburð. Þetta var ljósbrún
leðurtaska sem systir mín hafði fengið síðasta
veturinn sinn í barnaskóla svo taskan var
eins og ný. Hún var með vasa að framan og
tveimur kósum til að loka henni. Taskan var
spennt á bakið eins og bakpoki.
Ég var búin að læra að lesa, skrifa og reikna
í heimakennslu eins og áður sagði. Ég hafði því
ekki sérlega miklar áhyggjur af lærdómnum,
enda þekkti ég allar kennslubækurnar áður.
Það voru sömu bækumar og eldri systkini mín
höfðu notað. Þær vom allar til heima hjá mér
í nokkmm eintökum. Við lærðum landafræði,
dýrafræði, biblíusögur, Islandssögu, skólaljóð,
reikning og skrift. Eitthvað vorum við látin
æfa okkur að lesa í skólanum þó að við
teldumst vera orðin læs og stundum vorum
við að teikna.
Skriftarnámið fór þannig fram að kennar-
inn gaf okkur forskrift í stílabók og við áttum
að reyna að líkja eftir skriftinni með því að
skrifa eins aftur og aftur í línumar fyrir neðan,
þangað til næstu forskriftarlínur komu. Oft
var það eitthvað þekkt kvæði sem kennarinn
valdi fýrir forskrift. Ég var fyrir löngu búin
að læra að skrifa og hafði komið mér upp
ákveðinni stafagerð sem að mátti segja að
yrði því ólögulegri sem ég reyndi meira að
líkja eftir forskriftinni.
Ég var líka mikið fyrir kvæði og fannst
algerlega tilgangslaust að vera að tuða sömu
8