Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 51
Nátttröll, eru þau bara goðsögn?
narra tröllin. Segir hann þeim af miklum fiski
sem er í ám og vötnum í nágrenninu. Gilsáin
sem renni nokkru framar sé yfírfull af laxi og
silungi sem gangi upp í ána úr Selfljóti og vatn
eitt sem Hrjótarvatn heiti hafi að geyma feitan
og stóran silung og endalausa veiði sé þar
að hafa. Segir hann að þeir sem þangað sæki
verði aldrei svangir. Einn hængur sé reyndar
á því að ná í þennan fisk og hann er sá að fara
þarf rétt fyrir sólarupprás, leggjast á bakkana,
fara með veiðiþulu, og þá streymir fískurinn
sem er í þann mund að vakna, upp á bakkana
og þau þurfí ekki einu sinni að leggja net. Þau
geti gripið bráðina og skundað til hellis síns
áður en dagur rennur.
Eru tröllahjúin nú orðin svo vitstola
af hungri að þau ákveða að fara strax um
nóttina og vilja að bóndi kenni þeim þuluna
hið snarasta og sýni þeim hvert skuli halda.
Gerir bóndi það en segir jafnframt að þau
verði að fara með þuluna samtímis því álög
séu á henni þannig að ef annað fer með hana á
undan hinu geti þau sig hvergi hrært og verði
að steini ef sólin kemur upp. Ekki gera þau
mikið með það og ákveður tröllkarlinn að fara
að Gilsá en kerlingin fer ein að Hrjótarvatni
og er það heldur lengri leið.
Fer bóndi með tröllkarlinum og sýnir
honum hvar best sé að liggja við. Leggst
tröllkarlinn á kviðinn og bíður átekta. Glampar
á ána í tunglsljósinu og sýnist tröllkarli sem
fiskar feikna stórir syndi á móti honum og
getur hann ekki staðist freistinguna, gleymir
því að kerling hans er ekki komin á leiðarenda
og upphefur raust sína.
Komið að landi
lungnamjúkir
fiskar allir
feitir og stórir
rennilegir
riðvaxnir
silfúrlitir
úr sævi forðum.
Tröllkarlinn í Stórásgili. Ljósmynd: Sigþrúður Sigurðar-
dóttir.
Það er ekki að orðlengja það að um leið og
hann hefúr farið með þuluna fellur kerling hans
fram fyrir sig þar sem hún var stödd á hamri
háum er liggur ofan við bæinn Hamragerði, og
getur hún sig hvergi hreyft. Skelfúr jörð við
fallið og björg brotnuðu. Tröllkarlinn sjálfúr
stirðnar upp þarna á árbakkanum og nokkra
síðar rennur dagur upp. Þegar sólin fer svo
að skína verða þau bæði að steini, hvort á
sínum stað. Eru þau þar enn þann dag í dag,
kerlingin sem eftir þetta hefur verið kölluð
Hamra, mænir löngunarfullum augum út að
Hrjótarvatni en karlinn snýr ásjónu sinni í
austur og horfír soltum augum eftir fískunum
stóra. Ekki fara sögur af Ospaki bónda eftir
þetta en þykist hann feginn að hafa sloppið úr
klóm þeirra og kann ég þessa sögu ekki meira.
Unnið til birtingar af A.Þ. upp úr dagskrá frá
Tröllavöku semflutt var í Hjaltalundi veturinn 2013.
49