Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 111
Æskuminningar
standbergin gengu fram í hyljina fyrir framan
þau? Jú þetta var þjóðráð. Nú setti ég mér að
að fara aldrei yfír um ána heldur reyna að
komast úr einum hvamminum í annan alla
leiðina niður eftir á þann hátt að klifra fyrir
framan öll berg. En þetta var fíflaskapur mesti
því að bergin voru brött og alls staðar hyljir
í ánni framan við þau. En samt var að reyna
og en þó umfram allt að láta það takast. Svo
var lagt af stað og ég tók að klifra. það gekk
vel en dálítið var ég nervös er ég leit niður
í hyldýpið fyrir framan. Nú var ég næstum
kominn heim, næstum þar til að gilið opnaðist
og áin féll fram á eyrar hins flata lands. En
eftir var alversta bergið einmitt gilkjafturinn
sjálfur, þröngur og ægilegur eins og oft vill
verða.
Eg reyndi nú og fór í bergið, en áður en
mig varði sat ég fastur komst hvorki aftur né
áfram, hvemig sem ég reyndi. Eg komst ekki
áfram. Þar var hvorki fótfesta né handfesta, þar
var ekkert nema slútandi veggur fyrir framan
sléttur eins og nýafpússaður steinveggur. En
grængolandi hylur fyrir neðan. Nú vom góð
ráð dýr og nú dugði ekki að hugfallast. Ég
tók það til bragðs að klæða mig úr hverri
spjör þarna í kuldanum og snjónum og henti
fötunum yfír ána og yfír hylinn. Síðan spymti
ég fótunum fast í bergsnösina sem ég stóð á og
kastaði mér skáhalt fram yfír hylinn, þannig
að ég yrði ofan á straumkastinu sem kastaðist
ffá berginu og til landsins sunnan megin utan
við bergið. Þetta heppnaðist ágætlega. Ég
flaug sem fleygur, léttur og nakinn í byr
straumkastsins yfír hylinn og að landi og
með svo mikilli ferð að ég meiddi mig dálítið
við landtökuna. Ég greip í skyndi í steinnýpu
við lendingu og hafði útséð mér hana áður.
Oð ég svo yfír ána niðri á eyrunum og sótti
fötin. Ég get getið þess að þetta áform var
bundið því skilyrði að ég fyndi ekki kindina,
ella hefði ég orðið að fara upp úr gilinu. Þó
man ég að ég var að hugsa um að skilja hana
eftir til þess að framfylgja planinu.
Landlýsingin
Þá held ég áfram með landlýsinguna. Inn og
upp frá bænum gengur þessi heiðardalur er ég
nefndi. Við áttum helming dalsins öðru megin
og féll Þverá eftir dalnum í gljúfrinu þama.
En uppi yfír dalnum gnæfðu brattir tindar
Smjörfjallanna. Og þar á milli fjalladalir. Víða
eru djúp gil og eru erfíð yfír ferðar. En þama
var þó afrétturinn og þama átti ég fyrmm mörg
spor. Gaman var að komast upp á tindana
og horfa yfír. Þá sá maður svo glöggt ijöllin
hinum megin við Vopnaijörð norðan megin,
maður sá Dimmaijallgarð, Herðubreið og
Snæfell, Fljótsdals-, Jökuldalsijöll og Haug.
Víðáttan endalaus blasti við. Dásamlegt útsýni
yfir heiðar Múlasýslu, Jökuldal, Tunguheiði og
víðar. Svo sá maður Hágangana, hnúkaröðina
sem gengur frá Dimmaijallgarði og út á
Langanesströnd þeir liggja svo dásamlega í
beinni röð að maður trúði því í bemsku að þetta
væm stiklur sem tröllin í Dimmaijallgarði
stikluðu eftir þegar þau fæm til sjávar að sækja
sér í soðið. Þetta víðsýni heiðanna hafði djúp
áhrif á hug minn. Mér varð síður hætt við að
bindast þröngum stefnum og flokkum eða
taka harðvítug ósanngjöm sjónarmið. Maður
lærði að láta hugann reika víðar og bíta sig
ekki í kreddur.
Dásamlegt var líka að horfa heiman að
inn í heiðardalina, Þverdalinn, blómríkan og
grösugan og sjá alla leið inn á Smjörvatnsheiði
sem liggur milli Vopnaijarðar og Fljótsdals-
héraðs og var það 9 klst. lestagangur. Eitt sinn
horfði ég um kl. 2 um óttuskeið á indæla senu
frammi í dalnum. Sól var á lofti í norðaustri
yfír hafínu og roðaði það og sló sólroðanum
inn yfír dalinn og lýsti hann upp, lýsti upp
hamrana, gilið, fossana og hóf tindana upp í
æðri tign. Þessi tignarlega náttúra sýndi manni
margar myndir, hún er bæði hrikaleg og þó
um leið mild og ljósfögur. Fegurð hennar jók
mjög þrá mína eftir öllu sem er fagurt, en þó
um leið traust og mikilúðlegt.