Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 46

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 46
Múlaþing Hefur mjög oft verið hýst fé í honum. Er því tað mikið komið í hann að engin sjón er orðin á honum við það sem hefur verið og grasi gróinn haugur fyrir dyrum. Hellirinn er mannshæð þar sem nú er hæst undir bergið og slær sér út öllum megin frá dyrum og liggur áframhald hans í suður. Enginn veit hve langt því þar er hlaðið fyrir hann til að missa ekki fé inni í hann því sagt er að kindur hafi horfið úr honum fyrr meir. Var og sú trú manna að í honum byggi tröllvættur og hefði hellirinn þrennar dyr og væri svo víður að hann næði gegnum íjallgarðinn milli Héraðsins og ijarðanna undir Dyrljöllum. Segja menn að austurdyr hans lægju út í Naddahelli í Njarðvíkurskriðum en suðurdyrnar í Sesseljuhelli í Borgarfirði. Einu sinni í fymdinni var bóndi einn í Dölum. Hann hýsti fénað sinn í hellinum. Einn vetur hvarf bóndinn. Gmnaði menn að hann hefði í hellinn horfið. Gengu þá leitarmenn nokkrir inn í hann og héldu suður efitir honum uns þeir komu svo langt að þeir heyrðu vatnsnið yfir höfði sér. Þóttust þeir vita að það væri Bjarglandsáin er rennur vestan Dyrijalla norður hjá Sandbrekku. Svo er sagt að þeir kæmu loksins að jámgrindum allrammlegum og fyndu þar skóna af bóndanum frá Dölum. Leist þeim þá eigi ráð að hætta sér lengra en vissu þó eigi hvort bóndinn hefði með vilja eða óvilja lent í hellinn. En það þóttust þeir vita að vættur nokkur myndi byggja hellinn og mundi hellirinn ná alla leið undir Dyrijöllin. Snéru þeir nú aftur. En til þess að reyna hvort eigi væra útgöng úr honum þá byrgðu þeir inni í honum hund og kött og hlóðu þvert yfir hann grjóti langt inn. Er svo sagt að hundurinn kom út í Naddahelli rennvotur en kötturinn allur sviðinn út úr Sesseljuhömrum í Borgarfirði. Nú verður eigi komist meira en svo sem 20 faðma suður eftir Dalahelli fyrir því að þar er taðið orðið að minnsta kosti tvær álnir á þykkt. Sólveig endursegir sögu hellisbúans í kvæðinu Tröllasögu: I Dalahelli er daufleg vist þá dagur er bjartur og langur. Náunginn þar, meðan nótt er styst náttúrulega svangur. Ur hellinum líka liggja göng langt í iðrum jarðar. Undir ijallgarðinn æði löng í átt til Borgarfjarðar. Að krossgötum er komið þar og kannski sá er mættur. Sem skelfir fólk við skriðumar skuggalegur vættur. I Sesseljuhömmm situr ein sjáleg skessa í helli. Hún er að mergsjúga mjaðmarbein úr manni frá Gilsárvelli. Ur hamragöngunum heyrir þá hark og tramp og bresti. Kerla lítur karl sinn á kannski við fáum gesti. Gesturinn kankvís kellu við með kossum og taki þéttu. Þurs hennar óðara þykktist við og þeytt'onum niður á sléttu. Með brotinn haus og bólgna tá beint á fjallið slagar. Hafa verður hraðann á heim, áður en dagar. I einu skrefi sem aldrei fyr upp í Gilsártungur. Og því næsta í Dyrfjallsdyr þá dmndu jökulsprungur. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.