Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 153
Sumarnytjar á Stuðlafossi
manna og dýra, og þurfti að kveða upp úr
með ákvarðanir. Sá maður hlýtur að hafa verið
þungt hugsi og uggandi um þróun mála eins
og staðan var.
Skilið við féð
Austar á heiðinni þar sem þurrlent var og
hallaði mót vestri var ákveðið að skilja við
safnið og freista þess að ná í kofa, enda
vorum við búnir að vera frá hádegi að þoka
rekstrinum þangað frá því að stoppað var og
beitt utan við Treglu. Þama voru hættur engar
sjáanlegar og möguleiki á dálítilli beit og
einnig minni líkur á að féð fennti í kaf. Þegar
allur hópurinn var kominn saman og ró komin
á kindumar bjuggust menn til að stíga á bak
og ríða austur í Fjórðung, en þá var klukkan
orðin átta um kvöldið. Nú var kominn hrollur
í mannskapinn á því stutta stoppi sem tekið
var meðan séð varð hvort fé myndi bæla sig.
Þá var birtu aðeins farið að bregða. Ekki var
rætt neitt í hvaða stefnu skyldi halda því að
enn töldu menn sig hafa áttirnar á hreinu og
því var stokkið á bak og slegið í klárana.
Skamma stund rofaði til og sást nokkum spöl
austur. Fannst mér ég grilla í kofann yst í
sortanum. Ég sló nú í Sleipni minn og ákvað
að verða fýrstur þangað. Ég heyrði að félagar
mínir komu fast á eftir mér og það var eins og
hestamir væru fegnir að fá meiri hreyfingu en
undanliðnar klukkustundir. Þegar komið var
austur þar sem ég taldi mig sjá kofann reyndist
þetta vera stór steinn sem grillt hafði í. Þótt
ég hefði farið þetta áður gerði ég mér ekki
grein fyrir að við vorum enn langt vestur á
heiði en kofrnn er mjög austarlega á heiðinni
á svonefndum Fjórðungshálsi. Nú hægði ég
ferðina og lét þeim eldri eftir forystuna. Veður
fór alltaf versnandi og endaði með blind-
þreifandi byl. Afram þokuðumst við þessa
sömu stefnu enda var hún, að ég tel, rétt.
Það var tekið að rökkva þegar við komum
að melhól breiðum. Gangnastjóri vildi skoða
melinn til að greina hvort þetta væri Digrihóll,
en hann er fast innan við rekstrarleiðina.
Man ég að Brynjólfur lét halda í hestinn og
krossgekk hólinn en vegna dimmviðrisins
treysti hann sér ekki til að ákveða hvort
Digrihóll væri. Afram var haldið en nú var
færi orðið þungt fyrir hestana og skyggni
svo slæmt að illt var að sjá hvað framundan
var, snjór eða djúpur snjór. Vomm við þó
enn á baki. ffér frá var orðið erfitt að halda
nákvæmri stefnu vegna þess að sífellt var
verið að krækja fyrir skafla og slakka sem
ört fylltust af snjó.
Rétt um það leyti sem myrkur skall á
komum við að kíl. Þetta mun hafa verið
þekktur smákíll sem er skammt út og austur
af Digrahól og djúpur á köflum með kröppum
bökkum. Hestarnir voru tregir til að fara ofan
í farveginn sem var orðinn sléttfullur af snjó.
Þá var það Stefán Pálsson sem reið fyrstur
út á skeflið, en hestar hans voru fádæma
traustir ferðahestar og óragir. Þorbergur fór
í kjölfarið á gráum órögum hesti sem Nasi hét
og síðan bjuggust hinir til að koma á eftir. Út
á miðjum kíl brast undan hestunum og þeir
lentu í vatni upp á síður. Stefán vatt sér af baki
þegar umbrotin hófust og lenti einnig í vatninu
og blotnaði illa. Þorbergur náði að stökkva af
sínum hesti upp á snjóskörina og blotnaði því
ekki. Eftir mikil umbrot höfðu klárar Stefáns
sig upp úr og yfir en Nasi Þorbergs komst ekki
af eigin rammleik. Þurftu fleiri að koma til
aðstoðar og náðist klárinn upp eftir töluvert
bras og buslugang. Var nú leitað eftir skárri
stað til komast yfír og nokkrum metrum til
hliðar var ágætis vað. Dimmviðrið var slíkt að
það var enginn leið að sjá neitt nema í nálægð.
Svo var amlað áfram og fljótlega þýddi ekki
að ríða lengur en tekið til við að teyma hestana
enda sást varla orðið út úr augum, slík var
veðurhæðin. Afram var kafað fet fyrir fet og
nánast ógemingur að sjá hvað framundan var
eða yfirleitt að gera sér grein fyrir hvemig
ferðinni miðaði. Hestamir brutust á kvið í
sköflunum og hundarnir köfuðu þar sem
151