Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 153

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Side 153
Sumarnytjar á Stuðlafossi manna og dýra, og þurfti að kveða upp úr með ákvarðanir. Sá maður hlýtur að hafa verið þungt hugsi og uggandi um þróun mála eins og staðan var. Skilið við féð Austar á heiðinni þar sem þurrlent var og hallaði mót vestri var ákveðið að skilja við safnið og freista þess að ná í kofa, enda vorum við búnir að vera frá hádegi að þoka rekstrinum þangað frá því að stoppað var og beitt utan við Treglu. Þama voru hættur engar sjáanlegar og möguleiki á dálítilli beit og einnig minni líkur á að féð fennti í kaf. Þegar allur hópurinn var kominn saman og ró komin á kindumar bjuggust menn til að stíga á bak og ríða austur í Fjórðung, en þá var klukkan orðin átta um kvöldið. Nú var kominn hrollur í mannskapinn á því stutta stoppi sem tekið var meðan séð varð hvort fé myndi bæla sig. Þá var birtu aðeins farið að bregða. Ekki var rætt neitt í hvaða stefnu skyldi halda því að enn töldu menn sig hafa áttirnar á hreinu og því var stokkið á bak og slegið í klárana. Skamma stund rofaði til og sást nokkum spöl austur. Fannst mér ég grilla í kofann yst í sortanum. Ég sló nú í Sleipni minn og ákvað að verða fýrstur þangað. Ég heyrði að félagar mínir komu fast á eftir mér og það var eins og hestamir væru fegnir að fá meiri hreyfingu en undanliðnar klukkustundir. Þegar komið var austur þar sem ég taldi mig sjá kofann reyndist þetta vera stór steinn sem grillt hafði í. Þótt ég hefði farið þetta áður gerði ég mér ekki grein fyrir að við vorum enn langt vestur á heiði en kofrnn er mjög austarlega á heiðinni á svonefndum Fjórðungshálsi. Nú hægði ég ferðina og lét þeim eldri eftir forystuna. Veður fór alltaf versnandi og endaði með blind- þreifandi byl. Afram þokuðumst við þessa sömu stefnu enda var hún, að ég tel, rétt. Það var tekið að rökkva þegar við komum að melhól breiðum. Gangnastjóri vildi skoða melinn til að greina hvort þetta væri Digrihóll, en hann er fast innan við rekstrarleiðina. Man ég að Brynjólfur lét halda í hestinn og krossgekk hólinn en vegna dimmviðrisins treysti hann sér ekki til að ákveða hvort Digrihóll væri. Afram var haldið en nú var færi orðið þungt fyrir hestana og skyggni svo slæmt að illt var að sjá hvað framundan var, snjór eða djúpur snjór. Vomm við þó enn á baki. ffér frá var orðið erfitt að halda nákvæmri stefnu vegna þess að sífellt var verið að krækja fyrir skafla og slakka sem ört fylltust af snjó. Rétt um það leyti sem myrkur skall á komum við að kíl. Þetta mun hafa verið þekktur smákíll sem er skammt út og austur af Digrahól og djúpur á köflum með kröppum bökkum. Hestarnir voru tregir til að fara ofan í farveginn sem var orðinn sléttfullur af snjó. Þá var það Stefán Pálsson sem reið fyrstur út á skeflið, en hestar hans voru fádæma traustir ferðahestar og óragir. Þorbergur fór í kjölfarið á gráum órögum hesti sem Nasi hét og síðan bjuggust hinir til að koma á eftir. Út á miðjum kíl brast undan hestunum og þeir lentu í vatni upp á síður. Stefán vatt sér af baki þegar umbrotin hófust og lenti einnig í vatninu og blotnaði illa. Þorbergur náði að stökkva af sínum hesti upp á snjóskörina og blotnaði því ekki. Eftir mikil umbrot höfðu klárar Stefáns sig upp úr og yfir en Nasi Þorbergs komst ekki af eigin rammleik. Þurftu fleiri að koma til aðstoðar og náðist klárinn upp eftir töluvert bras og buslugang. Var nú leitað eftir skárri stað til komast yfír og nokkrum metrum til hliðar var ágætis vað. Dimmviðrið var slíkt að það var enginn leið að sjá neitt nema í nálægð. Svo var amlað áfram og fljótlega þýddi ekki að ríða lengur en tekið til við að teyma hestana enda sást varla orðið út úr augum, slík var veðurhæðin. Afram var kafað fet fyrir fet og nánast ógemingur að sjá hvað framundan var eða yfirleitt að gera sér grein fyrir hvemig ferðinni miðaði. Hestamir brutust á kvið í sköflunum og hundarnir köfuðu þar sem 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar: 40. hefti (01.01.2014)
https://timarit.is/issue/419662

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

40. hefti (01.01.2014)

Handlinger: