Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 94
Múlaþing ritgerðaparta. Frumritin voru síðan sett á Fléraðsskjalasafnið á Egilsstöðum, með samþykki afkomenda. Meira gerðist ekki í því máli að sinni, nema að smágrein var birt í Glettingi 1998. Um áratug síðar komst Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku í kynni við þessi handrit, og fór ásamt Sigurði og Ragnhildi bömum sínum, að vinna þau frekar. Má segja að þar með hafi komist skriður á útgáfumálin. Um framhaldið segir Jóna Björg í formála: „Atvikin höguðu því þannig, að mér bámst handritin aftur, áður en allt var tölvusett, og nú varð ekki aftur snúið. Síðan höfum við frænkur, Elín Sigríður Amórsdóttir [frá Hvanná], Helga Pálsdóttir og ég verið að juða við að tölvusetja þetta og vinna, og allar verið í fullri vinnu með, svo verkið hefúr sóst seint.“ Það sannast hins vegar á Skriðdœlu þessari, að betra er seint en aldrei, og á miðju ári 2013 birtist þessi glæsilega bók, hjá bókaútgáfunni Hólum. Ýmsir hafa tekið sér fyrir hendur að safna efhi í ábúendatöl gömlu hreppanna á Héraði og skrásetja það. Gísli Helgason í Skógargerði reið á vaðið í því efni, með ábúendatali Fellahrepps, en síðan endurbætti Helgi sonur hans á Helgafelli það, og var það birt í Fellamannabók 1991, og tók yfir nærfellt þrjár aldir (1700-1990). Benedikt frá Hofteigi, Páll á Aðalbóli sonur Gísla, og Páll sonur hans, og nú um skeið Aðalsteinn frá Vaðbrekku, hafa safnað miklu efni til ábúendatals Jökuldals og sögu sveitarinnar, sem væntanlega sér dagsins ljós innan skamms. Eiríkur frá Dagverðargerði mun hafa ritað drög að ábúendatali Tunguhrepps og Guðni Nikulásson, fV. vegaverkstjóri frá Amkelsgerði, hefur ritað um ábúendur í Vallahreppi. Loks hefur undirritaður í býgerð bók um Fljótsdalshrepp þar sem ábúenda frá um 1800 er getið. Rætt hefúr verið um að samræma þessi ábúendatöl og helst að gefa þau út í einni bók eða ritaröð fyrir Héraðið, en af því verður varla úr þessu. Ábúendatal þeirra Hrólfs og Jóns er skýrt og greinilegt, en fyrirsögnin: „Ábúendatal í Skriðdalshreppi 1703-1990“ er villandi, því yfirleitt byrjar það um 1800, en nær á nokkmm jörðum aftur til 1780. Hver bær fær vanalega 3-4 síður, með ábúendaskrá á einni síðu og umljöllun um ábúendur á 1-2 síðum, auk einnar síðu með myndum af bæ og ábúendum. Bæjamyndir em nýlegar litmyndir sem Sigurður Aðalsteinsson tók fýrir bókina. Ritgerðir þeima feðga í Skriðdælu era fjölbreyttar að efni, eins og ofangreint yfirlit sýnir, og mynda til samans greinargott yfirlit um náttúmfar og sögu sveitarinnar síðustu tvær aldir. Ein sú bitastæðasta er „Búhættir í Skriðdal á fyrstu áratugum 20 aldar“, sem Hrólfur lýsir glögglega af eigin reynslu. Af sama meiði er greinin um gangnakofana, þar sem líka er sagt frá göngum og svaðilförum. Ömefiii hafa verið sérstakt áhugamál hans, og beggja þeirra feðga. Búnaðarfélagssaga Jóns kallast á við sögu Búnaðarfélags Fellahrepps, eftir Helga Gíslason í Fellamannabók. Skriðdalur er fögur sveit en hefúr þótt nokkuð harðbýl, miðað við aðrar uppsveitir Héraðs, því að þar er snjóþyngra og veðrátta ekki eins stöðug. Samt sem áður hefur þar ávallt verið vel búið, og bæir em þar stærri og snyrtilegri en annarsstaðar á Héraði. Um Skriðdal lá aðalsamgönguæðin frá Suðurfjörðum og Skaftafellssýslu til Héraðs, og þangað lá leið margra er leituðu betri kjara á Austurlandi. Má nefna þá bræður, Ásmundssyni, Hallgrím í Sandfelli og Indriða á Borg, er „villtust“ úr Lóni í Skriðdal 1785 (sjá bls. 204 í bókinni), settust þar að, og gátu af sér ætt skálda og fræðimanna. Skriðdæla er falleg bók, vel prentuð og upp sett, og þó em síðumar notaðar til hins ýtrasta. Prófarkalestur annaðist Ragnar Ingi Aðalsteinsson og verður ekki að honum fundið, nema 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.