Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Blaðsíða 89
Úr minningabrotum Vigfúsar Jónssonar
Einu sinni lögðum við af stað til Seyðis-
fjarðar á annan í jólum með rjúpur, Nikulás
var líka með nautakjöt og hafði 2 menn með
sér. Snjór var mikill á fjöllum, og ekki útlit
fyrir að hægt væri að fara með hesta, en hann
taldi víst að við gætum flutt á hestunum upp
á Heiðarbrún, og gætum svo ekið yfír heiðina
og látið hestana ganga lausa, og gætum svo
flutt burðinn á hestunum ofan brekkumar
Seyðisijarðarmegin, og þetta myndi borga
sig vel.
Við héldum svo af stað uppúr hádeginu
í góðu veðri, og héldum út í Miðhús, þar
hvíldum við hestana. Kvöld var komið en
veður gott og bjart, tunglsljós, við héldum svo
upp fjallið og gekk sæmilega með burðinn á
hestunum upp á brún, en þá voru umbrot fyrir
hesta með burð.
Við höfðum liprar skíðagrindur, og settum
burðinn á þær og ókum svo áfram og höfðum
hestana með. Fyrst gátum við haft eina
grindina aftan í síðasta hestinum, grindumar
voru 4 en mennimir 5. Við héldum svo austur
Heiðina um nóttina, en alltaf versnaði færðin,
og í dögun komumst við í Fellshala. Þá vom
allir hestar uppgefnir og menn mjög þreyttir.
Við gengum svo ofan á Stafbrúnina í
döguninni til að sjá hvemig snjólag og útlit
væri að komast niður með hestana, og sáum
við straks að það var engin leið, ekki einu
sinni með þá lausa, hvað þá með burði, og
þá var ekki annað en að senda með þá til
Héraðs aftur.
Þegar farið var að reka hestana til baka
kom í Ijós að þeir voru svo uppgefnir að við
urðum að fylgja manninum sem fór með þá
norður fyrir Vatn. Tók það langan tíma og þá
vomm við orðnir svo liðfáir að við gátum ekki
komið flutningnum í einni ferð. Tókum því
það ráð að selflytja allt ofan fyrir Efri-Staf,
þar skildum við eftir það sem við gátum ekki
komist með, og héldum niður að Fjarðarseli
um kvöldið, og vorum þá búnir að vera 3
dægur á ferð með litlum hvíldum. Við fengum
okkur kaffi þar og hvíldum okkur dálítið. Það
var auð jörð milli Fjarðarsels og kaupstaðar,
svo ekki varð ekið lengra á sleðum. Ég tók
svo annan rjúpnakassann minn, ég hafði bara
2, á bakið og hélt út í kaupstað og gisti þar um
nóttina, en Nikulás fór upp að Efra-Staf um
kvöldið og sótti það sem eftir var. Þegar ég
kom inneftir um morguninn að sækja seinni
kassann minn þá varð Nikulás mér samferða
úteftir með allan sinn flutning, fékk lánað
hest og kerru í Fjarðarseli.
Um dauða séra Páls
í Þingmúla
Um haustið 1890, mánaðamótin september
og október var ég sendur frá Stóra-Sandfelli
í Skriðdal út í Miðhús í Eiðaþinghá að fylgja
manni, Einari Höskuldssyni, með pöntunarféð
úr Skriðdal á leið til Seyðisfjarðar. Snjór var
á jörðu og heldur seinfarið. Við komum í
Miðhús seinnipart dags og um sama leyti kom
Nikulás Guðmundsson bóndi í Arnkelsgerði
með lest sína af Seyðisfirði, ásamt vinnupilti
sínum, Hallgrími Eyjólfssyni, hinum illa.
Nikulás slæst svo í för með mér inn eftir
en Hallgrímur kemur á eftir. Þegar við erum
komnir yfír Eyvindarárbrú liggja tvær slóðir
yfír mýrina, önnur sunnar en hin norðar. Við
fórum syðri slóðina en jafnframt koma menn
upp nyrðri slóðina áleiðis til Seyðisíjarðar.
Þegar við vorum komnir á móts við þá
er kallað til okkar og spurt hvort Nikulás í
Arnkelsgerði sé þar og svöruðum við því
játandi. Maðurinn kemur strax yfirum til
okkar og er þetta séra Páll í Þingmúla á leið
til SeyðisQarðar. Nikulás og séra Páll voru
miklir vinir, enda hafði Nikulás notið fræðslu
og tilsagnar hjá presti. Þeir taka tal með sér
en ég unglingurinn færi mig til hliðar, því
okkur var kennt í þá daga að það væri Ijótt
að standa á tveggja manna tali.
87