Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 51

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Page 51
Nátttröll, eru þau bara goðsögn? narra tröllin. Segir hann þeim af miklum fiski sem er í ám og vötnum í nágrenninu. Gilsáin sem renni nokkru framar sé yfírfull af laxi og silungi sem gangi upp í ána úr Selfljóti og vatn eitt sem Hrjótarvatn heiti hafi að geyma feitan og stóran silung og endalausa veiði sé þar að hafa. Segir hann að þeir sem þangað sæki verði aldrei svangir. Einn hængur sé reyndar á því að ná í þennan fisk og hann er sá að fara þarf rétt fyrir sólarupprás, leggjast á bakkana, fara með veiðiþulu, og þá streymir fískurinn sem er í þann mund að vakna, upp á bakkana og þau þurfí ekki einu sinni að leggja net. Þau geti gripið bráðina og skundað til hellis síns áður en dagur rennur. Eru tröllahjúin nú orðin svo vitstola af hungri að þau ákveða að fara strax um nóttina og vilja að bóndi kenni þeim þuluna hið snarasta og sýni þeim hvert skuli halda. Gerir bóndi það en segir jafnframt að þau verði að fara með þuluna samtímis því álög séu á henni þannig að ef annað fer með hana á undan hinu geti þau sig hvergi hrært og verði að steini ef sólin kemur upp. Ekki gera þau mikið með það og ákveður tröllkarlinn að fara að Gilsá en kerlingin fer ein að Hrjótarvatni og er það heldur lengri leið. Fer bóndi með tröllkarlinum og sýnir honum hvar best sé að liggja við. Leggst tröllkarlinn á kviðinn og bíður átekta. Glampar á ána í tunglsljósinu og sýnist tröllkarli sem fiskar feikna stórir syndi á móti honum og getur hann ekki staðist freistinguna, gleymir því að kerling hans er ekki komin á leiðarenda og upphefur raust sína. Komið að landi lungnamjúkir fiskar allir feitir og stórir rennilegir riðvaxnir silfúrlitir úr sævi forðum. Tröllkarlinn í Stórásgili. Ljósmynd: Sigþrúður Sigurðar- dóttir. Það er ekki að orðlengja það að um leið og hann hefúr farið með þuluna fellur kerling hans fram fyrir sig þar sem hún var stödd á hamri háum er liggur ofan við bæinn Hamragerði, og getur hún sig hvergi hreyft. Skelfúr jörð við fallið og björg brotnuðu. Tröllkarlinn sjálfúr stirðnar upp þarna á árbakkanum og nokkra síðar rennur dagur upp. Þegar sólin fer svo að skína verða þau bæði að steini, hvort á sínum stað. Eru þau þar enn þann dag í dag, kerlingin sem eftir þetta hefur verið kölluð Hamra, mænir löngunarfullum augum út að Hrjótarvatni en karlinn snýr ásjónu sinni í austur og horfír soltum augum eftir fískunum stóra. Ekki fara sögur af Ospaki bónda eftir þetta en þykist hann feginn að hafa sloppið úr klóm þeirra og kann ég þessa sögu ekki meira. Unnið til birtingar af A.Þ. upp úr dagskrá frá Tröllavöku semflutt var í Hjaltalundi veturinn 2013. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.