Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2014, Síða 27
Það var fyrir 70 árum Á meðal bæja þar sem Nielsen vann að jarðabótunum var Amkelsgerði á Völlum. Þar bjuggu þá hjónin Þuríður Jónsdóttir, ljósmóðir og Nikulás Guðmundsson. Árið 1924 er þar til heimilis Friðborg Einarsdóttir fædd 22. september 1902. Friðborg var dóttir Einars Eyjólfssonar bónda í Flögu í Skriðdal og seinni konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur ffá Arnkelsgerði. Hún var systurdóttir Nikulásar og ólst upp í Amkelsgerði frá 7 ára aldri. Friðborg átti eftir að verða kona Osvaldar Nielsen. Ekki verður fullyrt hér að hún hafi verið heima þá daga sem hann var þar við störf en ekki sakar að gefa ímyndunaraflinu svolítið lausan taum og álykta að þama hafa þau sést í fyrsta sinn. Bóndi, smiður og bíistjóri Árið 1927 keypti Nielsen jörðina Gíslastaða- gerði á Völlum af Búnaðarsambandi Austurlands. Hann leigði hana fyrstu árin en var með nokkrar kindur á fóðrum hjá leiguliðunum. Þegar sóknarpresturinn séra Sigurður Þórðarson í Vallanesi skráir sóknarmeðlimi Vallanessóknar árið 1930 er Osvald Nielsen skráður til heimilis í Gíslastaðagerði, en er staddur á Egilsstöðum þegar manntalið er tekið. Þá er þar einnig til heimilis Friðborg Einarsdóttir sem hefur unnið hjá Sveini og Sigríði Fanneyju undanfarið ár eða frá því hún lauk námi ffá Húsmæðraskólanum á Staðarfelli vorið 1929. Nú hefur sú breyting orðið á að Nielsen sem fram að þessu hefur verið skráður vinnumaður í sóknarmanntalinu, er nú tit- laður smiður og bílstjóri. í búskaparannál í Sveitum ogjörðum II kemur fram að vörubíll af gerðinni Ford kemur á bú Sveins 1927. Líklega hefur Nielsen haft bílpróf þegar hann kom til landsins þar sem Sveinn fær ekki ökuskírteini fyrr en 1929. Var það númer 1 og það fyrsta sem gefið var út í Suður-Múlasýslu Friðborg og Osvald Nielsen giftu sig árið 1931 og hófu sama ár búskap í Gíslastaðagerði Friðborg og Osvald með dóttur sína Ernu. Eigandi myndar: Erna Nielsen. í skugga heimskreppunnar. íbúðarhúsið var gömul baðstofa með skarsúð, alþiljuð, tvískipt, 3-4 rúmlengdir. Niðri var eldhús og svefnhús. Ekki hafa það verið reisuleg húsakynni, en sú sem hér heldur á penna og kynntist heimili Friðborgar eftir að hún var komin á efri ár, á auðvelt með að heimsækja hana í huganum og sjá fyrir sér hvítskúruð þil og gólf, og muni unna í höndum, sem bera í sér þann galdur að gera hýbýli, þó lág séu og lítil, að hlýlegu heimili. Búskapurinn í Gíslastaðagerði reyndist þeim hjónum erfiður. Ekki var hægt að vera með kúabú þar sem engin mjólkurvinnsla var á svæðinu og sauðijárbúskapur í uppnámi vegna nýtilkominnar gamaveiki í nágrenninu. Nielsen vann meðfram búskapnum við smíðar. Veturinn 1931 er hann við flísalagninu og smíðar á innréttingum og húsmunum í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað ásamt 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.