Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 4

Fréttablaðið - 27.11.2021, Side 4
bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Mikið er leitað til Sjúkratrygginga Íslands vegna mála sem tengjast háum tannréttinga- kostnaði barna. „Já, það er mikið leitað til okkar,“ segir Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri trygg- ingasviðs hjá Sjúkratryggingum. Kostnaður getur hlaupið á millj- ónum fyrir foreldra barna sem þurfa tannréttingar á sama tíma og styrkur frá Sjúkratryggingum hefur ekki hækkað í áratugi og dekkar aðeins örlítið brot kostnaðar í mörgum til- vikum. 150.000 króna styrkur sem nú er greiddur ætti að vera 340.000 krónur miðað við vísitöluhækkanir. „Ég verð að vísa á ráðuneytið, þetta er bundið í reglugerð og þessi grein sem varðar þessa styrki hefur ekki breyst í mörg ár. Þetta er ekkert sem við hér höfum stjórn á,“ segir Ingibjörg. Spurð um misrétti í þessum efnum, að styrkurinn hafi ekki hækkað á sama tíma og verð þjón- ustu hafi hækkað og megi því færa rök fyrir að tannréttingar barna hafi ekki verið dýrari fyrir heimili um áratuga skeið, segir Ingibjörg: „Ég held að það sé ekki rétt að ég tjái mig um mína skoðun persónu- lega.“ Ein ástæða þess að lagfæringar á tannréttingakerfinu hafa ekki orðið sem skyldi, eru að mati tann- sérfræðinga sem Fréttablaðið hefur rætt við, að samskiptum tannlækna, ráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands hafi verið ábótavant. „Nei, þetta get ég staðfest, ég veit ekki betur en að samskiptin hafi verið jákvæð, við höfum verið með samsráðsnefnd og hún hefur gengið mjög vel,“ segir Ingibjörg. „En þetta eru háar fjárhæðir sem geta farið í tannréttingar. Styrkurinn er stund- um dropi í hafið,“ bætir hún við. Ekkert viðbragð barst frá heil- brigðisráðuneytinu í gær þrátt fyrir fyrirspurn blaðsins. n Annríki hjá Sjúkratryggingum vegna tannréttingastyrkja Styrkir vegna tannréttinga barna eru oft dropi í hafið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 480.000 KR. VSK verð­ hækkun um áramótin* UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK­BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • JEEP.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10­17 • LAUGARDAGA 12­16 *Verð á Compass og Renegade hækkar um áramótin vegna VSK hækkana. **Bjóðum upp á 35”­40” breytingapakka fyrir Wrangler. JEEP WRANGLER RUBICON TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI JEEP COMPASS TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI TRYGGÐU ÞÉR JEEP Á LÆGRA VERÐI ALVÖRU JEPPI. ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. Nú er tilvalið að tryggja sér alvöru jeppa með alvöru fjórhjóladrifi í forsölu. Áætlað er að bílarnir verði tilbúnir til afhendingar í desember. kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Íslendingar eru ekki á meðal þeirra Evrópuþjóða sem versla mest á netinu. Þeir sem nota netið til að versla gera það þó í miklu magni. Þetta kemur fram hjá Euro stat, tölfræðistofnun Evrópu. 62 prósent Íslendinga hafa keypt vörur á netinu undanfarna þrjá mánuði, langt undir hlutfallinu í Skandinavíu og Þýskalandi. Bretar tróna á toppnum með 83 prósent. Af þessum 62 prósentum höfðu 25 keypt í tíu skipti eða oftar, sem er langhæsta hlutfallið á ESB- og EES-svæðinu. n Þeir sem kaupa á netinu kaupa oft 62 prósent Íslendinga versluðu á netinu síðustu þrjá mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRAVERND Veira sem valdið getur sjúkdómnum blóðþorra hefur fund- ist í eldislaxi í Reyðarfirði, í sjókví Laxa fiskeldis. Er þetta í fyrsta sinn sem veiran finnst hér á landi. Uppgötvaðist veiran við krufn- ingu í kjölfar óútskýrðra affalla í einni kvínni. Verður allur lax í kvínni af lífaður og úrganginum fargað með tryggum hætti. n Blóðþorraveira fannst í eldisfiski Ný ríkisstjórn verður kynnt á morgun. Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætisráð- herra og mun að óbreyttu sitja í því embætti út kjör- tímabilið. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Ráðherrum Fram- sóknarf lokksins fjölgar um einn í nýrri ríkisstjórn Framsóknar- f lok k s , Sjá l f st æði sf lok k s og Vinstri grænna, sem kynnt verður á morgun. Sjálfstæðisf lokkurinn og Vinstri græn halda sínum fjölda ráðuneyta. Ráðherrar nýrrar ríkis- stjórnar verða því tólf og fjölgar um einn frá því sem nú er. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sjálfstæðisf lokkur mun fara með fimm ráðuneyti, Framsókn fjögur og Vinstri græn með þrjú. Katrín Jakobsdóttir mun áfram gegna embætti forsætisráðherra, að óbreyttu út kjörtímabilið. Em bætti forseta Alþingis verður skipað þingmanni úr röðum Sjálfstæðis- f lokksins. Líklega Birgi Ármanns- syni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verða töluverðar breyt- ingar innan Stjórnarráðsins sam- hliða kynningu á stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Ekki aðeins verða til ný ráðuneyti, heldur verða málaf lokkar einnig f luttir milli ráðuneyta. Eins og Fréttablaðið hefur áður fjallað um hefur nýtt innviðaráðu- neyti verið á teikniborðinu frá því fyrir kosningar, en með því yrðu húsnæðis- og skipulagsmál færð inn í sama ráðuneyti og fer með samgöngumál og málefni sveitar- stjórna. Einnig hefur komið til greina að inn í sama ráðuneyti fari veigamiklir málaf lokkar á sviði orkumála og iðnaðar. Meðal annarra málaflokka sem rætt hefur verið um að færa milli ráðuneyta eru skógrækt, land- græðsla og landnýting. Einnig hefur komið mjög til umræðu að hreyfa við málaf lokkum sem nú heyra undir mennta- og menningar- málaráðuneyti. Þá má einnig búast við tilfærslum á málaflokkum milli þeirra ráðuneyta sem fara með atvinnumál, á sviði iðnaðar, ferða- mála, landbúnaðar, sjávarútvegs og nýsköpunar. Málaf lokkar sem heyrt hafa undir fjármála- og efna- hagsráðuneytið hafa líka verið á hreyfingu í viðræðunum og jafnvel rætt um nýtt viðskiptaráðuneyti. Nýr stjórnarsáttmáli f lokkanna verður kynntur innan þeirra í dag, eftir því sem lög f lokkanna kveða á um. Flokksráð Vinstri grænna fundar klukkan tvö og f lokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman í Valhöll klukkan þrjú. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar einn- ig klukkan þrjú, á fjarfundi. Leggi f lokkarnir blessun sína yfir stjórnarsáttmála og skiptingu ráðuneyta milli f lokkanna, verður boðað til þingflokksfunda í fyrra- málið þar sem ráðherralistar verða bornir upp til samþykktar. Að óbreyttu verður svo boðað til blaðamannafundar eftir hádegi á morgun, til kynningar á nýrri ríkis- stjórn og stjórnarsáttmála hennar. Að því loknu verður haldið til Bessastaða þar sem síðasti ríkis- ráðsfundur sitjandi ríkisstjórnar fer fram. Þar verður ráðherrum veitt lausn frá sínum embættum. Þeirra á meðal er Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, sem hverfur úr ríkisstjórn. Að þeim fundi loknum fer fram annar fundur í ríkisráði, fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar með forseta Íslands. n Ráðherrum ríkisstjórnar fjölgar í tólf og Framsókn bætir við sig ráðherra Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa staðið óvenjulengi eða í tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Katrín Jakobsdóttir verður áfram forsætis- ráðherra. 4 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.