Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 8

Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 8
Við höfum ekki aukið framleiðsluna hjá okkur en við erum að búa til verðmætari vöru. Upplýsingafulltrúi Norðuráls Tekjur af áli 80 milljarðar á þremur mánuðum. Norðurál fer í 16 milljarða króna fjár- festingarverkefni og bætir við sig tugum starfsmanna. Meiri útflutningstekjur á þriðja ársfjórðungi en af útflutningi sjávarafurða. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Tekjur af áli og álafurðum námu nálægt 80 milljörðum króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Aukning- in er 72% milli ára í erlendri mynt. Skýringarnar eru miklar verð- hækkanir á heimsmarkaðsverði á áli síðustu mánuði. Ein megin- ástæða hækkunarinnar er minna heimsframboð, ekki síst þar sem Kínverjar hafa dregið úr álfram- leiðslu vegna breyttrar stefnu þar- lendra stjórnvalda í umhverfismál- um. Álverð sveiflast gjarnan upp og niður, en hefur nú ekki verið hærra í 13 ár. Sólveig Bergmann, upplýsinga- fulltrúi Norðuráls, staðfestir upp- gang. Hún segir að í kjölfar Covid hafi spurn eftir áli aukist á ný, ekki síst í samgöngum. Álið sem Norður- ál framleiði fari til Evrópu. Um sé að ræða grænt ál, einhverja umhverfis- vænustu álframleiðslu heims. „Okkar ál fer mikið í íhluti í bif- reiðar, byggingar og tæknibúnað,“ segir Sólveig. Hún segir að Norðurál hafi gert langtímasamning við austur- rískt framleiðslufyrirtæki um kaup á 150.000 tonnum af Natur- Al, grænni vörulínu. Það sé fyrsti langtímasamningur um grænt ál á heimsvísu. Þá muni Norðurál innan skamms fara í 16 milljarða króna fjárfest- ingarverkefni til að framleiða ál- sívalninga. Arion banki fjármagni verkefnið undir merkjum grænnar fjármögnunar, enda dragi það veru- lega úr losun CO2. Starfsfólki hafi fjölgað, sumpart vegna styttingar vakta.  Fleiri ráðningar séu í píp- unum, 40 starfsmenn verði ráðnir þegar framleiðsla hefst  á nýrri framleiðslulínu. Um 90 störf verði á framkvæmdatímanum. „Við höfum ekki aukið fram- leiðsluna hjá okkur en við erum að búa til verðmætari vöru, erum að færast nær fullunnari afurð,“ segir Sólveig. Samk væmt upplýsingum frá Hagstofunni var greitt um 62 pró- senta hærra verð fyrir álafurðir frá Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Útf lutningstekjur af áli urðu á þriðja ársfjórðungi meiri en tekjur af sjávarafurðum. Fágætt er að slík staða komi upp, en Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi benda á að það eigi þó aðeins við um brúttó tekjur en ekki hreint framlag greinanna til útflutningstekna eða verðmæta- sköpunar í hagkerfinu. n Uppgangur í álframleiðslu og stórfjölgun starfsmanna Verðmætaaukning hefur orðið í álafurðum innanlands undanfarið, á sama tíma og Kínverjar draga úr framleiðslu. Svört HELGI 26.-27. nóvember 30-70% afsláttur af völdum vörum Plankaparket Harðparket Flísar Mottur Háfar Opnunartími: Laugardagurinn 27. nóv. opið frá 11-14 Sjáðu tilboðin á Parki.is Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi 8 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.