Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 12

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 12
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála. Styrkirnir eru ætlaðir til verk- efna á vegum aðila utan ríkisstofnana, sem sannanlega falla undir verkefnasvið ráðu- neytisins. Einnig eru veittir rekstrarstyrkir til félagasam- taka sem starfa á sviði umhverfismála. Markmið rekstrarstyrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um um- hverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum ráðuneytisins um verk- efna- og rekstrarstyrki. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornaradid.is/verkefni/umhverfi- og-natturvernd/styrkir-og-sjodir/ Umsóknarfrestur er til kl. 23:59, 7. janúar 2022. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Styrkir til verkefna og rekstrar lausir til umsóknar Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Utanríkisráðuneytið Stjórnarráð Íslands Félagsmálaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stjórnarráð Íslands Umhverfi s- og auðlindaráðuneytið Stjórnarráð Íslands Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmálaráðuneytið Merki að neðan í raðauglýsiungar fyrir ráðun ytin miðað við ca. 2 dálka auglýsingar.... ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR, 22.–29. NÓV. 2021 Geðhjálp hefur farið af stað með verkefnið Geðlestina, til að efla geðrækt ungmenna. Þunglyndi unglinga hefur versnað í faraldrinum. mhj@frettabladid.is COVID-19 Grímur Atlason, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, segir það alveg ljóst að þunglyndiseinkenni og vanlíðan á Íslandi hafi aukist í faraldrinum, sérstaklega meðal ungmenna. Grímur segir ungt fólk á Íslandi líða mikið þegar aðgerðir eru hertar og kallar hann eftir að stjórnvöld horfi á heildarmyndina þegar verið er að ákveða sóttvarnaaðgerðir. Geðhjálp hefur verið að mæta vanda ungmenna með verkefninu Geðlestinnni, sem heimsækir nem- endur á grunnskólaaldri. „Markmiðið er að ef la geðrækt meðal barna og ungmenna í ljósi þess að þetta er mjög flókið. Í fyrsta lagi er mjög flókið að vera unglingur og það hefur alltaf verið flókið, en það er mjög f lókið í dag,“ segir Grímur. „Það er svo margt sem að spilar inn í og svo kemur þetta Covid ofan í það. Sem gerir það að verkum að þau eru búin að vera í sóttkví og mikið álag á þeim rétt eins og öðrum. Maður horfir á það að það er engin heildræn hugsun í aðgerðum stjórn- valda,“ segir Grímur og bætir við að Geðhjálp hafi skrifað heilu og hálfu minnisbækurnar í tengslum við geð- ræn vandamál og faraldurinn. Að hans mati er hins vegar alltaf bara horft á eina breytu, sem eru Covid- veikindi og dauðsföll. „Það hafa ekki dáið margir úr Covid á þessu ári, og ég ætla ekki að gera lítið úr því, en ástandið núna er þannig að það eru fáir að deyja. Það deyja færri úr Covid núna heldur en deyja úr f lensu, en við förum samt með hvert einasta and- lát eins og það sé alveg það versta sem hefur komið fyrir okkur,“ segir Grímur. „Á sama tíma dóu fjörutíu og sjö í fyrra fyrir eigin hendi og það er bara það sem er gefið upp. Það er fólk sem keyrir framan á bíla, keyrir út í sjó, veltir bílum sínum og tekur of stóran skammt og svona, en það er ekki endilega litið á það sem sjálfs- víg heldur slys.“ Spurður um stöðuna  á sjálfs- vígum í ár, segir Grímur að þær tölur eigi eftir að koma í ljós. „Það veit enginn. Landlæknir heldur utan um dánarmeinaskrá og það kemur yfirleitt í apríl um árið. Það var bara í fyrra að það var gefið út að það hefðu verið þrjátíu sjálfsvíg komin í ágúst. Það var þá sem við vissum eitthvað.“ Grímur segir að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hafi bent á það í upphafi faraldursins að við myndum glíma við geðrænar áskoranir í kjölfar hertra aðgerða og að við yrðum að passa mótvægi í því. Geðhjálp gerði slíkt hið sama og sendi síðast ítrekun þess efnis við sumarlok. „Ég ætla ekki að gera lítið úr far- aldrinum og lítið úr hættunni, en við verðum að fara að vega og meta afleiðingarnar og þá vera með ein- hverjar mótvægisaðgerðir gagnvart þeim. Þær eru svo fáar. Ef þær eiga að vera fáar þá er bara spurning hverjar eru afleiðingar þess að keyra þessa stefnu?“ spyr Grímur. „Við verðum að vita það og meta það betur í stað þess segja: „Við gerum bara þetta og það er rétt og best og það er ekkert annað í boði,““ segir Grímur að lokum. n Ég ætla ekki að gera lítið úr faraldrinum og lítið úr hættunni, en við verðum að fara að vega og meta afleiðing- arnar. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar Segir aðgerðir stjórnvalda skorta heildræna hugsun Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík skimaðir fyrir kórónaveirunni á bókasafni skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR gar@frettabladid.is FJÖLMIÐLUN Jón Atli Benedikts- son, rektor Háskóla Íslands og Sig- mundur Ernir Rúnarsson, aðalrit- stjóri fjölmiðla Torgs ehf., skrifuðu í gær undir samning um framleiðslu nýrrar sjónvarpsþáttaraðar um rannsóknir vísindamanna á vegum skólans. Þáttunum, sem bera heitið Vís- indin og við, er ætlað að varpa ljósi á þá margvíslegu rannsóknarstarf- semi sem fer fram innan Háskóla Íslands, með viðtölum og umfjöllun við fremstu fræðimenn skólans, nemendur þeirra og aðstoðarmenn, en sú vinna hefur oft og tíðum skil- að sér út í atvinnulífið hér á landi, því til aukinnar hagsældar. Umsjónarmenn þáttanna verða Þóra Katrín Kristinsdóttir efna- fræðingur og Sigmundur Ernir. Saman munu þau þræða ganga háskólans í leit að því merkilegasta og fréttnæmasta sem er að gerast í vísindastarfinu innandyra og úti á víðavangi. Efni þáttanna verður einnig aðgengilegt á síðum Frétta- blaðsins og fréttavefjum þess. Framleiðslu þáttanna ber upp á 110 ára afmæli Háskóla Íslands, sem hefur verið leiðandi í vísinda- rannsóknum hér á landi frá upp- hafi síðustu aldar. Þættirnir eru væntanlegir á dagskrá Hringbrautar í byrjun næsta árs. n HÍ og Hringbraut saman í sjónvarpi Jón Atli og Sigmundur Ernir ásamt Þóru Katrínu, Jóni Erni Guðbjartssyni, samskiptastjóra HÍ, Sæunni Stefánsdóttur, forstöðumanni Stofnunar Rann- sóknasetra HÍ og Birni Gíslasyni, kynningarstjóra HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ / SIGTRYGGUR 12 Fréttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.