Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 24

Fréttablaðið - 27.11.2021, Page 24
5 Vilhjálmur var kosinn Íþróttamaður ársins fimm sinnum. 24 Íþróttir 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 27. nóvember 2021 LAUGARDAGUR Í dag eru 65 ár síðan Vil- hjálmur Einarsson setti Ólympíumet í þrístökki og var í forystu í nokkra klukkutíma. Hann endaði í öðru sæti og vann þar með fyrstu verðlaun Íslendings á Ólympíuleikum. benediktboas@frettabladid.is „Ég held að þetta sé stærsta afrek íþróttasögu Íslands enn þann dag í dag,“ segir Sigurbjörn Árni Arn- grímsson, skólastjóri og frjáls- íþrótta-alfræðiorðabók, um afrek Vilhjálms Einarssonar sem stökk á þessum degi 16,26 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Ástralíu. Stökkið var Ólympíumet og stóð í rúmar tvær klukkustundir þangað til ríkjandi Ólympíumeist- ari, Brasilíumaðurinn Adhemar da Silva, stökk níu sentimetrum lengra og vann. Vitold Kreyer varð í þriðja sæti og Bandaríkjamaður- inn Bill Sharpe varð í fjórða sæti, en hann leiddi eftir fyrstu umferð með stökki upp á 15,88 metra. Þetta voru fyrstu Ólympíuverð- laun Íslendings og er Vilhjálmur enn eini Íslendingurinn sem hefur sett Ólympíumet. Biðu Íslendingar í 28 ár eftir næstu verðlaunum á Ólympíuleikunum. „Að setja Ólympíumet er ekkert gert á hverjum degi og Vilhjálmur nær að vera í forystu, gjörsamlega óþekktur, í einhverja klukkutíma fyrir fjórða stökk da Silva. Óly mpíu leik ar er u st ær st a íþróttakeppni heims og við getum sagt að silfrið hjá handboltalands- liðinu sé mjög gott, en handbolti er Afrek sem verður seint leikið eftir Vilhjálmur stökk aðeins fjórum sinnum í Melbourne árið 1956. Vilhjálmur varð annar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu á þessum degi árið 1956. 16,70 Íslandsmet Vilhjálms er 16,70 og stendur enn. örgrein miðað við frjálsar íþróttir á Ólympíuleikum. Þess vegna tel ég að þetta sé enn þá stærsta íþrótta- afrek sem Íslendingur hefur unnið,“ segir Sigurbjörn. Hann bendir á að Vilhjálmur hafi aðeins stokkið fjórum sinnum á meðan da Silva stökk sex sinnum. „Hann þoldi ekki mikið af stökkum í einu. Skórnir voru auðvitað miklu verri og í raun bölvað rusl. Hann reyndi að fá meiri dempun og mýkt en tók ekki öll stökkin sín.“ Þegar kom að því að útnefna í fyrsta skipti afreksíþróttamann í heiðurshöll ÍSÍ á afmælishátíð sam- bandsins, var Vilhjálmur sá fyrsti sem var tekinn þar inn. Sigurbjörn bendir á að stökk upp á 16,70, sem er Íslandsmet Vilhjálms frá 1960, sé frambærilegt enn þann dag í dag og að hann kæmist á f lest stórmót. „Aðstaðan var frábær í gamla daga. Melavöllurinn var sam- bærilegur við aðra velli úti í heimi. Auðvitað var hér skítaveður, en hér var toppaðstaða. Svo liðu árin og aðrir tóku fram úr okkur. Það var líka bannað að vera atvinnumaður á Ólympíuleikum, sem taldi líka. Þá var unnið og farið svo á æfingu. En samt er ótrúlegt að ná Ólympíumeti,“ segir Sigurbjörn. Einn sá besti Vilhjálmur Einarsson var einn af fremstu þrístökkvurum heims árin 1956-1962. Meðal afreka Vilhjálms var 3. sæti á Evrópumeistaramóti árið 1958, 5. sæti á Ólympíuleik- unum í Róm á Ítalíu árið 1960, með stökki upp á 16,37 metra, og 6. sæti á Evrópumeistaramóti í Bel- grad árið 1962, þar sem hann lauk ferlinum. „Ferill hans var frábær. Íslendingum var boðið að koma og keppa úti um allan heim, svo framarlega sem silfurmaðurinn væri með,“ segir Sigurbjörn Árni. n Vilhjálmur var sá fyrsti sem var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. MYND/ÍSÍ Kósýkvöld með Eyfa 2. 9. 19. desember Ljúf tónlist yfir ljúffengum mat Borðapantanir í síma 5627335 caruso@caruso.is AUSTURSTRÆTI 22 Aðalfundur Golfklúbbsins Odds 2021 Aðalfundur Golfklúbbsins Odds verður haldinn í golfskálanum í Urriðavatnsdölum þriðjudaginn 7. desember kl. 20:00*. Dagskrá: • Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. • Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. • Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna skv. 19. gr. ef einhverjar eru. • Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. • Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. Fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. • Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. • Kosning þriggja manna í kjörnefnd. • Önnur málefni ef einhver eru. Stjórn Golfklúbbsins Odds. *Tekið verður tillit til þeirra samkomutakmarkana sem í gildi verða þann 7. desember. Allar nánari upplýsingar um fundinn og framkvæmd hans er hægt að nálgast á heimasíðu GO, oddur.is, við munum einnig senda út tölvu- pósta og tilkynningar á samfélagsmiðla með upplýsingum þegar nær dregur. Fundurinn verður sendur út á facebook.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.