Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 27.11.2021, Blaðsíða 35
Það er áhugavert að skoða konur sem standa svo sterkt. Eru fjárhagslega sjálfstæðar og hafa þannig getu til að fara inn í jafningja- samband. ingar á markaðnum frá því að þær hófu síðasta samband og þar til nú. Það var ekki einu sinni til farsími þegar þær voru um tvítugt, tæki sem gegnir nú gríðarlegu hlutverki í til­ hugalífinu. Allt þetta sjónræna og textasmíðin og markaðssetningin. Markaðsvæðing ástarinnar hefur magnast gífurlega.“ Berglind Rós segir að viðmiðin séu á öllum sviðum ástarinnar orðin ólík því sem þau voru. Bæði hjá þeim sem eru einhleyp og í leit, en líka fyrir þau sem eru í sambandi, því skilnaðartíðni hafi aukist og það sé samhliða breyttum gildum í sam­ félaginu. „Það skildi enginn fyrir 40 til 50 árum nema það væri aðkall­ andi og skýr ástæða fyrir því, eins og alkóhólismi eða of beldi eða svik. En núna er einfaldlega nóg að missa áhugann eða einfaldlega lýsa breyttum tilfinningum eða þörfum,“ segir Berglind. Margar mótsagnir á markaði Hún segir að í þessu séu svo margar mótsagnir, því að þegar fólk er svo komið aftur á markaðinn, sem er svo opinn og fjöl­ breyttur, þá sé svo erfitt, þrátt fyrir allt framboðið, sítenginguna og sýnileik­ ann, að finna nánd og sterkar tilfinningar. „Sem þú hrífst af og verður ástfangin af. Það þarf svo margt að fara saman svo það myndist einhver harmónía hjá fólki. Þetta eru jafnframt kröfuharðar konur sem sætta sig ekki við hvað sem er,“ segir Berg lind, en að þetta sé á sama tíma í mótstöðu við þá kröfu sem við höfum, um að ástarjátning feli í sér að maður hafi sérstöðu. „Við viljum vera sérstök og að við­ komandi verði ástfanginn af okkur því við erum svo sérstök, en svo á sama tíma segjum við að það sé svo auðvelt að finna einhvern nýjan og verða ástfangin. Hver er þá sér­ staðan?“ Ástin ekki í hversdeginum Berglind segir að hún hafi séð það hjá framakonunum að þær hafi reynt eftir fremsta megni að aðgreina ástina frá hversdeginum. „Konurnar eru flestar með börn, í krefjandi starfi og vilja fá smá krydd. Fara í ferðalög, njóta fría og augna­ blika og þær vilja ekkert endilega blanda lífinu með nýja makanum og börnunum saman, eða hvers­ deginum. Rómantíska ástin er upp­ hafin og hversdagurinn er þannig andstaða við hana,“ segir Berglind og að þetta sé dæmi um nýja gerð af samningum í ástinni, þar sem það er vel skilgreint hvar og hvenær fólk hittist og við hvaða aðstæður. „Það er skýrt og stýrt skipulag, alltaf gaman og alltaf þegar þeim hentar,“ segir Berg lind. Hú n s eg i r að af leiðingarnar af óöryggi á markaði á s t a r i n n a r s é u að konurnar leggi meiri áherslu á vina­ tengsl og tengsl við börn sín, og svo ann­ ars konar samninga með fyrirvörum og skilyrðum, og segir að í samræmi við það sé það algengara að fólk gangi inn í svokölluð tímabönd [e. situation­ ship] þar sem fólk ákveður að vera saman í afmarkaðan tíma, þar til annar fer, eða einhverju tímabili lýkur. „Þær eru í aðstöðu til að setja fram þessar kröfur,“ segir Berglind og að konurnar séu meðvitaðar um að þær séu ekki endilega í leit að sálufélaga og að þessi nýi maki eða félagi sem þær leita að, þurfi ekki að uppfylla allar þeirra kröfur. Þær eigi vinkonur, ættingja og börn sem uppfylli stóran hluta þeirra. Rómansinn og kynlífið er því í for­ grunni í hinum nýju samböndum og á þeirra forsendum. Þær eru mun meiri gerendur í að móta líf sitt, bæði einka­ og vinnulíf, en jafnöldrur þeirra fyrir 30 árum, þegar Anna Guðrún þróaði hug­ myndina um ástarkraftinn. „Hin skýru skilyrði koma þó líka til af því að þeim líður eins og þær hafi gengið á ástarkrafta sína í fyrri samböndum og til lengri tíma fengið of lítið til baka,“ þann­ ig að þær eru með varann á sér, segir Berg lind. Eins séu þær enn að veita börnunum sínum svo mikið af þessum krafti og forgangsraði þeim framar, því þær finni að hann sé ekki ótakmarkaður á þessum tímapunkti í lífi þeirra. n Konurnar eru flestar með börn, í krefjandi starfi og vilja fá smá krydd. Fara í ferðalög, njóta fría og augnablika og vilja ekkert endilega blanda lífinu með nýja makanum og börnunum saman, eða hversdeginum. Fréttablaðið/getty Helgin 35LAUGARDAGUR 27. nóvember 2021 Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.