Fréttablaðið - 27.11.2021, Síða 36
Eivør Pálsdóttir var ekki
nema 13 ára gömul þegar
hún byrjaði að spila á dans-
leikjum. Þá þurfti hún að
hafa mömmu sína með til
að fá inngöngu. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar
og nýverið gaf hún út plötu í
miðjum heimsfaraldri og hélt
100 þúsund manna tónleika
í streymi, án þess að ná að
greiða sér almennilega.
Færeyska tónlistarkonan
Eivør Pálsdóttir nýtur
þess að hafa nóg að gera.
Hún hefur nýlokið tón-
leikaferðalagi um Evr-
ópu þar sem hún fylgdi eftir nýrri
plötu sem kom út á síðasta ári, og
í byrjun nóvember hlaut hún Tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir yfirgripsmikið framlag sitt til
norrænnar tónlistarsenu og fær-
eyskrar tónlistar og tungu. Í byrjun
desember slær hún síðan upp árleg-
um jólatónleikum hér á landi. Nýja
árið hefst svo með tónleikaferð um
Bandaríkin.
Það st a fa r f y r irha f na rlau s
stjörnu ljómi af færeysku tónlistar-
konunni Eivøru Pálsdóttur, þegar
hún mætir blaðamanni á kaffihúsi
á vindasömu vetrarkvöldi í miðbæ
Reykjavíkur. Hún er klædd í síða
svarta kápu og heldur á stórum
poka úr f lottri tískuverslun, og
minnir svolítið á gullaldarstjörnu
frá Hollywood. Það er stutt í hlátur-
inn og hún fórnar höndum, spurð út
í jólatónlist og Færeyjar.
Færeyska tónleikahefðin ung
„Það er alls ekki jólatónlistarsena í
Færeyjum. Ég hef heldur aldrei gefið
út jólaplötu, en hef verið gestur á
alls konar jólatengdum tónleikum á
Íslandi,“ segir hún. Eivør segist nýta
þannig tækifærið til að heimsækja
íslenska vini.
„Í Færeyjum er stór kántrí-sena.
Hún er mikið til fyrir fólkið sem
situr heima í stofu úti á landi og vill
bara heyra þannig tónlist. En svo er
líka stór neðanjarðartónlistarsena.
Þar er fullt af f lottu ungu tónlistar-
fólki sem er að gera spennandi hluti,
en synd að ekki sé mikill vettvangur
fyrir það. Annað hvort er í boði risa-
stórt flott tónlistarhús, eða einhver
pínulítill staður.“ Eivør segir að þar
þurfi að brúa bilið, en þó sé þróunin
í rétta átt.
„Þegar ég byrjaði var ekki hægt að
spila tónleika neins staðar. Ég byrj-
aði að spila í böndum þegar ég var
13 ára og einu tækifærin snerust um
að spila á dansleikjum. Fólk fór eig-
inlega ekki á tónleika. Ég var þannig
alltaf að spila fyrir dansi og þurfti að
hafa mömmu með, ég var svo ung og
ég mátti ekki vera þarna.“ Hún segir
að færeyska tónleikahefðin hafi
með árunum þróast og síðan náð
út fyrir böllin. Fyrst um sinn hafi
nokkrir gestir hreiðrað um sig nær
sviðinu til þess að hlusta, en síðan
hafi þeim farið fjölgandi. Og nú sé
komin sena.
„Ég byrjaði að spila með bandi
sem heitir Clickhaze upp úr 1999.
Þetta var hópur tónlistarunnenda
sem höfðu ástríðu gagnvart tónlist,
af því tagi sem ég gat tengt við.“
Í framhaldinu stofnaði hópurinn
tónlistarklúbbinn GRÓT, sem stóð
fyrir litlum tónleikum.
„Fljótlega stækkaði þetta og varð
að samfélagi tónlistarunnenda og
Fyrir mér er aðalmálið
það að koma fram, en
tónlistin breytist, fer á
flug og fær vængi þegar
maður spilar.
Listamenn þurfa að vera smá egóistar
Eivør sneri sér
að lagasmíðum
og tónleika-
haldi í streymi
þegar Covid-19
faraldurinn skall
á, og fékk algjört
sjokk yfir þeim
gríðarlega fjölda
sem fylgdist
með.
Fréttablaðið/
Valli
Nína
Richter
ninarichter
@frettabladid.is
tónlistarsenan fór að blómstra fyrir
alvöru.“ Hún bætir við að margt hafi
gerst í tónlistarsenu Færeyja síðustu
20 árin.
„Í dag eru Færeyingar mjög
áhuga samir um alls konar tón-
leikahald og það gleður mig rosa-
lega mikið.“
Streymi fyrir 100 þúsund manns
Eivør er útsjónarsöm og fann nýja
fleti á tónlistarferlinum þegar hún
gaf út plötuna Segl, í miðjum heims-
faraldri. „Fyrir mér er aðalmálið það
að koma fram, en tónlistin breytist,
fer á flug og fær vængi þegar maður
spilar.“ Hún var þó snögg að aðlaga
sig breyttum aðstæðum. Hún hélt
röð smærri útgáfutónleika í Nor-
ræna húsinu í Færeyjum, hljóðritaði
og gaf út á plötu, og gat þannig fært
hlustendum tónleikaupplifunina,
að einhverju leyti, heim í stofu.
Hún hefur á seinni árum tekið
tæknina og samfélagsmiðla í sátt.
„En það er heilmikil vinna sem
fylgir þessu. Fyrir nokkrum árum
hafði ég alls ekki séð fyrir mér
að ég gæti orðið þessi samfélags-
miðlatýpa. En svo hef ég reynt að
læra aðeins inn á þetta og reynt að
skipuleggja tímann. Það er auðvelt
að vera alltaf í símanum, en ég reyni
að slökkva inni á milli.
Þetta var allt svo skrýtið, þegar
öllum tónleikum var aflýst.“
Eivør segist þá hafa snúið sér
að lagasmíðum og tónleikum í
streymi, að heiman. „100 þúsund
manns horfðu á fyrsta streymið á
Youtube,“ segir hún og hlær. „Ég var
í algjöru sjokki, ekki búin að greiða
mér almennilega.
En það var magnað að upplifa
hvernig heimurinn leitaði leiða til
að tengjast og koma saman.“
Allt í einu kemur kaos
Hún segir síðustu tvö ár hafa verið
krefjandi: „Ég fékk engar tekjur og
maður þurfti bara að bjarga sér.“
Hún bætir síðan við að hún hafi
málað mjög mikið og segist nota
myndlistina til að fá útrás fyrir
sköpunargleðina: „Ég mála þegar
ég er ekki að ferðast. Það er þessi
löngun til að skapa eitthvað, ég verð
pínu klikkuð ef ég næ ekki að losa
um þessar tilfinningar.“
Hún ítrekar þó að hún hafi
Ég mála
þegar ég er
ekki að
ferðast. Það
er þessi
löngun til
að skapa
eitthvað,
ég verð
pínu
klikkuð ef
ég næ ekki
að losa um
þessar
tilfinn-
ingar.
36 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttabLaðið