Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 38
Eivør hefur drepið niður fæti í alls konar tónlistarstefnum og má þar nefna djass, klassíska tónlist og elektrónískt popp. meðvitað valið tónlistina fram yfir myndlistina. „Maður getur ekki gefið sig allan í bæði. En ef ég finn tíma, þá mála ég.“ Hún útilokar ekki að halda málverkasýningu og bætir við: „Ég er örugglega komin með nóg af málverkum í það. Ég sæki alltaf í kyrrðina og nátt- úruna, og að vera ein með sjálfri mér. Það hjálpar mér að endurstilla mig og fá yfirsýn.“ Hún nefnir í því samhengi bústað í Færeyjum. „Hann er aðeins í burtu frá öllu, rétt við sjóinn. Þar er ekkert að gerast, engin búð og ekki neitt.“ Hún sækir kyrrðina líka í hug- leiðslu og segir áhugann alltaf hafa verið til staðar, en fyrir ári síðan hafi hún byrjað fyrir alvöru. „Ég fann að ég þurfti að róa hugann. Ég er alltaf með svo margt í gangi og mikið af pælingum. Mér finnst gaman að gera alls konar! Svo allt í einu kemur kaos, og þá þarf ég þessa ró, þannig að ég geti fengið aftur þessa orku.“ Hún segist nota TM-hugleiðslu- aðferðina, sem er skammstöfun á enska heitinu Transcendal Medita- tion. „Ég var búin að heyra af þessu frá mörgum í listasenunni, þetta er svona David Lynch-hugleiðslan,“ segir hún og glottir. „Hann er til dæmis að kenna þetta. Þessi hug- leiðsla er mjög einföld og það er hægt að gera hana alls staðar og hvenær sem er.“ Margir metalhausar að hlusta Eivør ítrekar mikilvægi þess að fara eigin leiðir. „Það er auðvelt að brenna út ef maður nærir ekki listina. Mikil- vægt að halda fast í það að gera það sem mann langar að gera. Listamenn þurfa að vera smá egóistar, maður þarf bara að skapa. Maður er kannski með einhverja hugmynd sem mann langar að gera og kveikja líf í, en um leið og maður fer að reyna að gera þetta fyrir einhvern annan, þá missir maður stöffið. Þetta er eitthvað sem er mjög mikilvægt í listinni, maður þarf að vera sannur. Ég skapa alltaf það sem mig langar að heyra. Svo er fólk ekki alltaf sammála því,“ segir hún glettin. Eivør hefur drepið niður fæti í alls konar tónlistarstefnum og má þar nefna djass, klassíska tónlist og elektrónískt popp. Þó hefur hún alltaf haldið fast í þjóðlagataugina og segir hlustendahópinn því æði fjölbreyttan: „Alls konar fólk er að hlusta; krakkar, gotharar og svo eldri borgarar. Og það er svo mikið af metalhausum á tónleikum úti í heimi.“ Og það er sterk tenging við málm- tónlistarsenuna á nýjustu plötu Eivarar. Norski tónlistarmaðurinn Einar Selvik á með henni lag á nýju plötunni, en hann er fyrrverandi meðlimur svartmálms-bandsins Gorgoroth, auk þess að fara fyrir hinu geysivinsæla þjóðlagabandi Wardruna, sem treður upp í Hörpu seinna á þessu ári. Þá hefur hann einnig samið tónlist fyrir sjónvarps- þættina Vikings. Þau Eivør eiga því kvikmynda- tónlistina sameiginlega, en hún samdi til dæmis tónlist fyrir sjón- varpsþættina The Last Kingdom. „Ég hef mikið verið að vinna í kvik- myndatónlist undanfarin ár. Það er ákveðin stemning þar sem hefur haft áhrif á hvernig ég pæli í minni tón- list. Allt sem maður fer í gegnum, á þessari ferð, hefur haft einhver áhrif á hvernig næsta verkefni verður.“ Hún segir hljóðheim kvikmynda- tónlistarinnar þannig heyrast á nýj- ustu plötunni: „Heimurinn sem ég er í núna er svolítið mikið í elektró- ník. En svo þarf ég alltaf að fara í líf- rænu hliðina líka. Mér finnst alltaf gott að finna jafnvægi á milli þess sem er alveg forritað og þess sem er spilað. Stundum hef ég fengið mikinn innblástur úr öðrum listformum, frá málverkum en líka bíómyndum. Það er stundum eins og listaverkið þekki mann, og kveiki í manni til- finningu.“ Heppin og þakklát Aðspurð segir Eivør #MeToo-hreyf- inguna mikilvæga í tónlistarbrans- anum, og nefnir í því samhengi við- horf til kvenna í tónlist. „Það er oft eins og fólk haldi að vegna þess að ég sé kona, þá semji ég ekkert sjálf og pródúseri ekkert. En það er aðeins að breytast, fólk er að pæla meira í þessu.“ Hún segist þó sakna þess að sjá ekki f leiri konur í tónlist: „Ekki bara söngkonur heldur líka pródú- senta, trommuleikara og bassa- leikara. Ég hef kannski verið heppin. Ég hef alltaf unnið með karlmönnum sem hafa borið virðingu fyrir því sem ég er að gera.“ Hún ítrekar þó að í stærra samhenginu halli á konur. „Ég sá að Björk talaði um í viðtali að stelpur þyrftu að segja allt tíu sinnum sem körlum nægði að segja einu sinni. Þá fór ég að pæla svolítið mikið í þessu, og að þetta væri rétt hjá henni. En maður er bara svo vanur ástandinu.“ Spennir og spengir upp lögin Eivør heldur í tónleikaferð um Bandaríkin eftir áramót. „Ég er að fara á fyrsta headline-túrinn minn í Ameríku, það er mjög spennandi. Ég er búin að taka eitt og eitt gigg í Bandaríkjunum en hef aldrei tekið heilan túr, svona einn og hálfan mánuð. En ég er góð í að vera á tón- leikaferðalagi, mér finnst gaman að komast í f læði frá einum tónleikum til þeirra næstu. Mér finnst gaman að spila lögin oft, þar er eins og maður spenni þau og spengi upp og þá kemur eitthvað nýtt.“ Hún bætir síðan við: „Svo er auðvitað spenn- andi að hitta hlustendur.“ Jólatónleikarnir verða í Eldborg 5. desember. Þar hyggst Eivør taka blöndu af lögum frá ferlinum í bland við jólatónlist: „Ég kem með bandið mitt og nokkra leynigesti, ég get auðvitað ekki sagt frá því hverjir þeir eru. En bandið er svona fjöl- skyldan á tónleikaferðalaginu. Þetta eru allt strákar frá Færeyjum, en ég er til dæmis búin að spila með Mika- el, bassaleikaranum mínum, í 23 ár. Trommuleikarinn og píanistinn eru svo nýjasta viðbótin í hópinn.“ Hún ítrekar í lokin þakklæti til tónleikagesta og aðdáenda, og segir að ekkert sé sjálfsagt. „Ég er alltaf mjög þakklát, tek því ekki sem gefnu. Það er gott að fólk nenni að hanga með mér í þessari brjáluðu ferð,“ segir hún og brosir. n Ég hef kannski verið heppin. Ég hef alltaf unnið með karlmönn­ um sem hafa borið virðingu fyrir því sem ég er að gera. Alls konar fólk er að hlusta; krakkar, goth­ arar og svo eldri borg­ arar. Og það er svo mikið af metalhausum á tónleikum úti í heimi.  Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili 38 Helgin 27. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.