Fréttablaðið - 27.11.2021, Qupperneq 49
hagvangur.is
Smith & Norland óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra.
Leitað er að stjórnanda sem hefur vilja og getu til að
stýra traustu, rótgrónu og jafnframt framsæknu fyrirtæki
á rafbúnaðar sviði. Smith & Norland starfar á öflugum
samkeppnis markaði en í fyrirtækinu ríkir mikill sóknarhugur
og góður starfsandi.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Stjórnun og rekstur
• Eftirfylgni ákvarðana stjórnar
• Stefnumótun
• Áætlanagerð
• Þátttaka í vörustjórnun
• Erlend og innlend viðskiptasambönd
• Mannauðsmál
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun, s.s. rafmagnsverkfræði,
rafmagnstæknifræði eða viðskiptafræði
• Þekking og áhugi á tæknimálum og viðskiptum
• Árangursrík stjórnunarreynsla
• Miklir frumkvæðis- og skipulagshæfileikar
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Áhugi og þekking á mannauðsmálum æskileg
• Stefnufesta og leiðtogahæfni
• Framsýni og hugmyndaauðgi
• Traust og trúverðug framkoma
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Sæmileg kunnátta í þýsku er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 12. desember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og með fylgi rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda og áhuga
á starfinu.
Fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is
Sverrir Briem,
sverrir@hagvangur.is
Smith & Norland flytur inn og selur rafbúnað af margvíslegum
toga, allt frá vöfflujárni til virkjunar eins og slagorðið hljómar.
Sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1920 er Paul Smith
stofnaði innflutnings- og heildsölufyrirtæki sem hann kenndi
við sjálfan sig. Nú, hundrað og einu ári síðar, heitir fyrirtækið
Smith & Norland hf. og starfar í eigin húsnæði í Nóatúni 4
og Borgartúni 22.
Hjá Smith & Norland starfa nú tæplega 40 manns.
Í fyrirtækinu er mikil fag- og viðskiptaþekking.
Vöruval Smith & Norland er margbreytilegt. Má þar til að
mynda nefna raflagnaefni, lágspennubúnað, rafstrengi,
ljósabúnað, iðnstýringar, heimilistæki, búnað fyrir
orkufyrirtæki, lækninga tæki, umferðarstjórnbúnað og
öryggistæki fyrir flug stöðvar. Fyrirtækið rekur einnig
þjónustuverkstæði í Borgartúni 22. Smith & Norland
er Siemens-umboðið á Íslandi.
Framkvæmdastjóri